Læknablaðið - 15.06.2007, Síða 37
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BUGL
Ólafur Ó. Guðmundsson
yfirlœknir á BUGL.
hratt og fólk sem þekkir stöðu barna er meðvitað
um að vandamálunt þarf ekki að kyngja heldur er
hægt að gera ýmislegt til bóta. Hlutverk BUGL
hefur í rauninni aldrei verið skilgreint með hlið-
sjón af þeirn þörfum og kröfum sem gerðar eru til
deildarinnar í dag. Upphaflega var henni ætlað að
sinna alvarlegum einhverfutilfellum og geðfötl-
uðum og veita göngudeildarþjónustu að einhverju
marki. Síðan hefur starfsemin orðið víðfeðmari,
göngudeildarþjónustan þróast og legudeildir eru
tvær, barnadeild og unglingadeild. Við leggjum
einnig meiri áherslu á dagdeildarþjónustu en áður
auk þess sem kennsla og þjálfun nema og fagfólks
hefur aukist og eftirspurn eftir þjónustu og hand-
leiðslu deildarinnar til ýmiss konar stofnana og ut-
anaðkomandi aðila vaxið. I rauninni er starfsemin
orðin miklu umfangsmeiri en öll umgjörð um hana
er svipuð og hún var 1970. Að því frátöldu að við
sameiningu spítalanna í Reykjavík árið 2000 var
tekin miðlæg ákvörðun um að skipta faghópum
á lækningaþættinum upp, ekki innan sérgreina
eða deilda, heldur innan sviða, sem þýddi það að
stjórnun varð flókin og ábyrgð óljós, þó formlega
séð eigi hún að vera hjá yfirlækni deildarinn-
ar. Stjórnunarlega er umgjörðinni því verulega
ábótavant, ekki bara að mati okkar læknanna á
BUGL, heldur hefur verið bent á þetta í skýrslum
utanaðkomandi aðila. í stað þess að deildin sé
rekin sem heild er henni skipt í miðstýrða þætti
sem yfirlæknir á samt sem áður að bera ábyrgð
á.“
Ertu að tala um að BUGL vœri betur sett sem
sjálfstœð stofnun?
„Fyrst þarf að ákveða hversu víðtækt hlut-
verk BUGL á að vera, bæði á landsvísu og einnig
fræðilega séð. Hversu langt á að ganga í útseldri
þjónustu með samningum og hvernig kennsluhlut-
verkinu verði fyrirkomið? Og einnig hversu stóran
hlut af klínísku þjónustunni sé æskilegt að deildin
veiti. Um þetta hefur verið allnokkur umræða og í
þrengsta skilningi mætti hugsa sér að BUGL sinnti
eingöngu bráðaþjónustu og legudeildum en öll
göngudeildarþjónustan væri veitt utan spítalans.
f>að er ein leið. Þá væri hægt að afmarka og ein-
falda starfsemina ntjög mikið. Stjórn Landspítala
hefur hins vegar sagt að framtíðin felist í dag- og
göngudeildarþjónustu fremur en legudeildum og
það gildi jafnt um barna- og unglingageðlækningar
sem aðrar sérgreinar. Það má líka segja að það sé
erfitt að vera kennslusjúkrahús nema hafa aðgang
að göngudeildarþjónustu. Auðvitað mætti semja
um slíkt við þá aðila sem tækju að sér rekstur
göngudeildar. En ef menn vilja hafa göngudeildar-
þjónustuna áfram innan spítalans og jafnvel í vax-
andi mæli,þá þarf að finna henni eðilega umgjörð.
Hún gengur ekki upp eins og hún er í dag. Vandi
Læknablaðið 2007/93 497