Læknablaðið - 15.06.2007, Síða 38
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BUGL
„Aðgerðir eins og húsbygging ogfjölgun starfsfólks eru nauðsynlegar en ekki nœgilegar,” segir Ólafur Ó. Guðmundsson yfirlœknir en framkvœmdir við
viðbyggingu BUGL að Dalbraut í Reykjavík standa nú yfir.
okkar er svipaður og á göngudeildum annarra
deilda þar sem hvata vantar og hjá okkur verður
þetta enn flóknara þar sem margir faghópar koma
að hverju verkefni og þurfa að vinna náið saman.“
Börn með samsettan geðrænan vanda
Er álagið á göngudeild BUGL ofmikið?
„Það er miklu meira en göngudeildin ræður
við. Fleira fagfólk vantar til starfa til að anna
verkefnum og fyrirkomulag við rekstur og stjórn
deildarinnar er ekki eins og það ætti að vera að
mínu mati og margra annarra bæði innan og utan
BUGL. Aðgerðir eins og húsbygging og fjölgun
starfsfólks eru nauðsynlegar en ekki nægilegar.
Það verður að endurskipuleggja starfsemina í
samræmi við hversu stór hluti þeirrar þjónustu sem
samfélagið kallar eftir í geðheilbrigðisþjónustu
barna- og unglinga á að fara fram á vegum BUGL
og hversu stóran hluta á að fela öðrum, einkaað-
ilum og sveitarfélögum. Heilsugæslustöðvar þurfa
einnig að koma markvissar inn í þessa þjónustu og
búið er að taka ákveðin skref um myndun teymis
innan nokkurra stöðva en það dugar engan veginn
til og ef slíkar aðgerðir eiga að skila raunveruleg-
um árangri verður að samstilla aðgerðir.“
Hvaða aðilar vísa helst til ykkar?
„Þeir eru nokkuð margir. Barnalæknar eru
stærsti hópurinn og síðan barnageðlæknar, heilsu-
gæslulæknar, sálfræðiþjónustur og félagsþjónustur
sveitarfélaganna. Að öllu jöfnu eru þessir aðilar
búnir að meta vandann og reyna að taka á honum
en meta hann það flókinn að hann þurfi úrlausnar
við á sérfræðimiðstöð sem byggir á þverfaglegri
þjónustu. Aldurshópurinn sem við fáum eru að-
allega börn á grunnskólaaldri, frá 5-17 ára því oft
koma vandamálin skýrar fram þegar börnin eru
byrjuð í grunnskóla.
Yfirleitt eru börnin sem til okkar er vísað með
samsettan vanda. Það eru geðræn vandamál sem
birtast í hegðun eða líðan, og ofan á bætast ýmis
konar þroskavandamál, bæði sértæk og almenn.
Þessi vandamál birtast með ýmsum hætti og þegar
um frávik í félagslegu samspili er að ræða getur
verið stutt yfir í einhverfurófið en það er mjög
mikilvægt að greina þau börn snemma til þess að
þau fái markvissa þjálfun og nauðsynlegan stuðn-
ing. Aðstæður barnanna eru mjög misjafnar, bæði
heima og í skólanum. Þetta gerir það að verkum
að við þurfum að eiga mjög virka samvinnu við
498 Læknablaðið 2007/93