Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2007, Page 43

Læknablaðið - 15.06.2007, Page 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁHUGAMÁL og skáldið hafi ávallt skipað jafnan sess eða hvort tekist hafi verið á um tíma og athygli. „í seinni tíð þá finn ég fyrir því að mig vantar tíma en fram að því þá hélt ég að ég gæti látið þetta fara saman. Um talsvert langa hríð lagði ég ritstörfin alveg til hliðar og sökkti mér í rannsóknir á líffræði frumna. Ég hafði á sínum tíma þá hugsun að til að þekkja mannseðlið yrði ég að kynnast manninum alveg niður í einstakar frumur. Það var í rauninni ástæðan fyrir því að ég fór út í lækn- isfræði á sínum tíma. Ég varð síðan svo gagntekinn af frumunni sem fyrirbæri að ég lagðist í þau fræði og hef aldrei verið hamingjusamari en fyrstu tvö árin mín í doktorsnámi í London. Það er gaman að segja frá því að doktorsverkefnið mitt snérist um gerjun og öndun (hvatbera) í frumum, mitoc- hondria, og ég byggði rannsókn mína að nokkru leyti á kenningum þýska nóbelsverðlaunahafans Otto Warburg um að krabbameinsfruma væri fruma með laskaða öndun og of mikla gerjun. Warburg hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 1930 og kenning hans hafði verið lögð til hlið- ar og þótti gamaldags og mér var legið á hálsi fyrir að vinna útfrá henni. Menn gerðu grín að Warburg og mér líka fyrir að fást við þetta. En um aldamótin 2000 snérist þetta gersamlega við og vísindaheimurinn hefur síðan verið logandi af áhuga á að rannsaka þetta samspil gerjunar og öndunar í krabbameinsfrumum. Það er skrýtið að upplifa þetta,” segir vísindamaðurinn og skáldið Valgarður Egilsson sem safnar orku og kröftum á göngum sínum um æskuslóðir í Fjörðum norður. Fer hann norður í sumar? „Að sjálfsögðu.” Uthafskirkjan María, ljáðu mér möttulinn þinn Kristur.ljáðu mér kyrtilinn þinn Sankti Pélur, Ijáðu mér sjóhettuna þína (Bæn úr Fjörðum) Ómerkt eru leiðin liðinna frænda sem liggja hér í jörð hlið við hlið við ysta haf og horfin kirkjan er léði þeim styrk á landi og sjó á langvetrum hörðum Það skorti alltaf skjólflíkur í Fjörðum Faðir minn er róinn Ljáðu mér nú hettuna þína Sankti Pétur, á sjóinn Með eigin viti þeir vinsuðu kjarnann úr Heilögu Riti þv( biskupar óttuðust Illagil og eggjar Trölladals háar - sögðu eftir litlu að sælast sálir í Fjörðum það fáar Þótt grandvara feður og mæður skjólflíkur skorti við úthafið yst var siður allur í ætt við Krist - er leið að sólstöðum kom lóan með vorið og leysti alfennið hvítt - fagurt er í Fjörðum þá frelsarinn gefur veðrið blítt; og laufvindar leika á hausti I augum hins algenga manns stund hans - og staður Hvort fylgir því helgi að heita algengur maður? Kirkja við úthaf var eignuð dýrlingum fimm - menn hefðu útlátalítið af einum séð og ávarpað Maríu mey möttulinn hefði hún léð Þeir lofa mest Ólaf kóng er hvorki sáu hann né heyrðu þann digra mann er sjaldgæfa sigra vann og sextán orustu kóngurinn er sístur var til var síðan helgur lýstur Víst eru áheit ábatasöm séu auglýst jarteiknin vel með vilyrði um himnanna ríki En undarleg sýki að sækja í það að sigra fólk hér á jörðu Ólafur Haraldsson hann átti lítið erindi út í Fjörðu Hér átti að helga kirkju við hafið Maríu mey hinni mildu frú farið betur við frændanna trú Hvort fylgir því helgi að heita algengur maður? Úr Ijóðabókitmi Á mörkum eftir Valgarð Egilsson. JPV ÚTGÁFA, Reykjavík 2007. Læknablaðið 2007/93 503

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.