Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2007, Page 4

Læknablaðið - 15.09.2007, Page 4
VARICELLA VACCINE Hvers vegna að bólusetja gegn hlaupabólu (varicella)? • Til að verja áhættuhópa gegn sjúkdómnum. • Til að koma í veg fyrir sjúkdóminn og þannig draga úr hættulegum afleiðingum hans og kostnaði fyrir þjóðfélagið.1 • Almenn bólusetning gegn hlaupabólu kann að útrýma sjúkdómnum með öllu.2 (esk) / GlaxoSmithKline VARILRIX, stungulyfsstofn, lausn 0,5 ml. R,0, J07BK01. VARILRIX er frostþurrkuð blanda af lifandi veikluðum hlaupabólu-ristil veirum af Oka stofni. Abendingar: VARILRIX er ætlað til virkrar bólusetningar gegn hlaupabólu hjá heilbrigðum einstaklingum > 9 mánaða. Bólusetning hjá heilbrigðum einstaklingum, sem ekki hafa fengið hlaupabólu og umgangast eða sinna sjúklingi, sem á að hættu að fá alvarlega hlaupabólu, er ráðlögð til að draga úr hættu á að hann smitist af villi- gerð veirunnar. Sjúklingar, sem eiga á hættu að fá alvarlega hlaupabólu. Sjúklingar með hvitblæði, sjúklingar á ónæmisbælandi meðferð gegn illkynja föstum æxlum eða við alvarlegum langvinnum sjúkdómum og sjúklingar sem gengist hafa undir líffæraigræðslu eru berskjaldaðir fyrir alvarlegri hlaupabólu. Sýnt liefur verið fram á að bólusetning með Oka stofninum dregur úr fylgikvillum hlaupabólu hjá þessum sjúklingum. Skammtar og lyfjagjöf: 0,5 ml af uppleystu bóluefni innihalda einn bóluefnisskammt. Frá 9 mánaða aldri til og með 12 ára: 1 skammtur. 13 ára og eldri: 2 skammtar með a.m.k. 6 vikna millibili. Sjúklingar i áhæt- tuhópi gætu þurft viðbótarskammt. VARILRIX á að gefa undir húð í upphandleggsvöðva. Frábendingar: Likt og á við um önnur bóluefni skal fresta gjöf VARILRIX hjá einstaklingum sem eru bráðveikir með hita. Minni háttar sýking er hins vegar ekki frábending fyrir bólusetningu hjá hraustum einstaklingum. VARILRIX á ekki að gefa einstaklingum með heildar eitilfrumufjölda <1200/mm3 eða önnur teikn um skert frumu- bundið ónæmi. VARILRIX á ekki að gefa einstaklingum sem hafa þekkt otnæmi fyrir neómýcíni eða einhverjum öðrum innihaldsefnum bóluefnisins. Saga um snertiofnæmi af völdum neómýcins er ekki frábending fyrir bólusetningu. VARILRIX á ekkí að nota á meðgöngu. Forðast skal þungun í þrjá mánuði eftir bólusetningu. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: viðeigandi lyf og aðstaða á að vera fyrir hendi ef sjaldgæf bráðaofnæmissvörun á sér stað í kjölfar þess að bóluefnið er gefið. Eins og á við um önnur bóluefni gegn hlaupabólu hefur komið upp hlaupabóla hjá einstaklingum, sem áður hafa fengið Varilrix. Slík til- felli hafa vanalega verið væg með færri húðblöðrum, lægri hita og minni hósta samanborið við tilfelli hjá einstaklingum, sem ekki hafa verið bólusettir. VARILRIX má ekki undir nokkrum kringumstæðum gefa í æð. Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir: Hafi einstaklingur fengið ónæmisglóbúlin eða blóðgjöf, skal fresta bólusetningu í a.m.k. þrjá mánuði þar sem likur eru á að bólusetningin bregðist vegna hlaupabó- lumótefna sem ekki leiða til virkrar bólusetningar. Forðast skal salisýlöt i 6 vikur eftir hlaupabólubólusetningu þar sem Reye’s heilkenni hefur komið fram eftir notkun salisýlata meðan á náttúrulegri hlaupabólu stóð. Heilbriaðir einstaklinaar' VARILRIX má gefa á sama tíma og önnur bóluefni. Ef mislingabóluefni er ekki gefið á sama tima og VARILRIX, er ráðlagt að láta liða að minnsta kosti einn mánuð á milli gjafa þar sem þekkt er að mislingabóluefni geti leitt til stuttrar bælingar á frumuháðu ónæmissvari. Siúklinaar i áhættuhópi: VARILRIX á ekki að gefa á sama tima og önnur lifandi veikluð bóluefni. Ovirk bóluefm má gefa i tengslum við VARILRIX, að þvi gefnu að engin sérstök frábending sé fyrir hendi. Mismunandi bóluefni til inndælingar á alltaf að gefa á mismunandi innspýtingarstaði. Það má ekki gefa þunguðum konum VARILRIX þar sem hugsanleg álirif á fósturþroska eru óþekkt. Ennfremur skal forðast þungun í þrjá mánuði eftir bólusetningu. Engar upplýsingar eru til um notkun hjá konum með barn á brjósti. Aukaverkanir: Bgrn (9 mánaða-12 áral Algengustu aukaverkanirnar: vægur verkur, roði og bólga á stungustað. Onnur tilvik: Mjög algeng (>10%); Hiti (mælt í munni eða handarkrika 37,5‘C eða mælt í endaþarmi > 38,0 “C). Algeng (>1 %-10%); Hiti (mælt í munni eða handarkrika > 39,0C eða mælt i endaþarmi > 39,5 C), Útbrot. Sjaldgæf (>0,1%-1%): Útbrot sem líkjast hlaupabólu. Unalinaar f> 13ára) og fullorðnir: Algengustu aukaverkanirnar: vægur verkur, roði og bólga á stungustað. Önnur tilvik: Mjög algeng (>10%): Hiti (mælt í munni eða handarkrika > 37,50). Algeng (>1%-10%): Útbrot. Sjaldgæf (>0,1%-1%): Hiti (mælt í munni eða handarkrika > 39,00), Út- brot sem likjast hlaupabólu. Handhafi markaðsleyfis: GlaxoSmithKline ehf., Þverholt 14,105 Reykjavik. Markaðsleyfisnúmer: MTnr 940012 (ISj. Markaðsleyfi til 12. september 2008. Dagsetning endurskoðunar textans: 13. september 2006. Hámarksverð 1. febrúar 2007:6.675 kr. Sjá nánari upplýsingar hjá Lyljastolnun, www.serlyljaskra.is 1. Banz K et al. Eur J Health Econom 2004; 5: 546-53 2. WHO position paper on varicella vaccines. Available from: http://www.who.int/immunization_delivery/vaccines/en/

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.