Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2007, Síða 5

Læknablaðið - 15.09.2007, Síða 5
LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS U M R Æ fl A 0 G F R É T T I R 618 Mannkynið er berskjaldað gegn bólusótt Viðtal við Magnús Gottfreðsson Hávar Sigurjónsson 627 Erfitt að mæta hvíldartímaákvæðum EES Viðtal við Jóhannes Gunnarsson Hávar Sigurjónsson 631 Formaður LÍ sótti aðalfund British Medical Association „Pólitískari fundur en ég átti von á“ 633 Islenskur læknanemi hlaut verðlaun fyrir besta vísindaerindið Hávar Sigurjónsson 637 Fréttir frá Evrópusamtökum Iækna Katrín Fjelsted 639 Aðalfundur Læknafélags íslands 641 Svar við tilfelli mánaðarins 643 Minningarorð - Ólafur Gunnlaugsson Jón Hilmar Alfreðsson F A S T I R P I S T L A R 645 íðorð 201. Hvás eða hvæs? Jóhann Heiðar Jóhannsson 646 Einingaverð og taxtar 647 Sérlyfjatextar 658 Ráðstefnur og fundir 658 Nýtt orlofshús í Brekkuskógi Á flestum heimilum eru Ijósmyndir af núlifandi fjölskyldumeðlimum og stundum langt aftur í ættir. Oftar en ekki hlægilegar myndir þar sem fólk er uppstillt í múnderingu sem er barn síns tíma og hárgreiðslan út úr kú. Samt eru þetta myndir sem fólk valdi til þess að skrásetja sig sjálft eða ættingja sína á sem heiðarlegastan hátt, til að ramma inn og setja á flygilinn eða arinhilluna. Hver mynd snýst eingöngu og algjörlega um ákveðna persónu. Eirún Sigurðardóttir snýr upp á þessa hefð í verki frá 2006 sem hún notar til þess að kynna sjálfa sig til leiks á heimasíðu sinni. Myndin er svart hvít, tekin af fagmanneskju á Ijósmyndastofu og svipar til dæmigerðrar portretmyndar eða fjölskyldumyndar. Fyrirsætan er í sparikjól á háum hælum og ber fyrir sig kvenlegu tákni með höndunum. Hún byrgir andlitið sem gerir okkur ókleift að þekkja hana og sýnir engin persónueinkenni önnur en að hún er kona. Undarlegur hauspoki úr filtefni mótar hvíta kúlu á hausnum og út frá henni liggur taug úr sama efni sem endar á gólfinu. Samskonar taug kemur undan kjólnum hennar, hlykkjast eftir gólfinu og endar þar í fylltri kúlu. Það er því samsvörun á milli höfuðsins og kúlunnar á gólfinu og myndin virðist stinga upp á eins konar keðju frá skauti einnar ónafngreindrar konu til annarrar. Verkið má lesa sem táknmynd fyrir líffræðileg og sálræn tengsl móður og barns. Við það að eignast barn vakna spurningar sem tengjast sjálfinu, móðirin kann að upplifa sig timabundið fyrst og fremst sem lífgjafa og umönnunaraðila ósjálfbjarga barns. Að einhverju leyti er það líka ímynd sem aðrir yfirfæra á nýbakaðar mæður. Sem persónur eru móðir og barn í hálfgerðri biðstöðu þar sem samskipti þeirra á milli eru á öðru sviði en milli manna almennt. Sambandið er utan tungumáls og hefðbundins samskiptaferlis sem byggir að svo miku leyti á tillærðri hegðun og mótaðri sjálfsmynd. Um leið undirstrikar verkið hlutverk mannfólksins sem tengiliða milli kynslóða með forferður sína að baki og börn og barnabörn framundan í tima. Eirún frumsýndi Ijósmyndaverkið á sýningu sinni „Blóð holu“ í ASÍ í fyrra og frekari upplýsingar um þá sýningu og listamanninn má finna á vefsíðunni this.is/eirun. Markús Þór Andrésson Læknablaðið 2007/93 589

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.