Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2007, Page 15

Læknablaðið - 15.09.2007, Page 15
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURKÖFNUN og til dæmis fjölskyldusaga um krampa eða tauga- sjúkdóma, skjaldkirtilssjúkdómur móður, alvarleg meðgöngueitrun, vaxtarskerðing fósturs og blæð- ing á meðgöngu auka hættuna á heilakvilla (14). Þau tengsl fundust hins vegar ekki hér þar sem alvarlegir sjúkdómar móður á meðgöngu voru mjög sjaldgæfir. Sama gildir um aðra þekkta áhættuþætti fyrir fósturköfnun, svo sem fylgjulos, framfall á naflastreng og alvarlega blóðsýkingu hjá barni. Það styður þá skoðun að meðgöngueftirlit kvenna með alvarlega sjúkdóma á meðgöngu sé gott hér á landi og að lægri þröskuldur sé fyrir fæð- ingarinngripum hjá þessum hópi sem gæti minnkað líkur á skaða. Hjá 64% rannsóknarhópsins var óeðlilegt FHR til staðar. Það er í samræmi við niðurstöður nýlegrar sænskrar rannsóknar á áhættuþáttum fósturköfnunar og bendir til að FHR séu, þrátt fyrir ýmsar takmarkanir, mikilvægur þáttur í grein- ingu fósturköfnunar (2). Seinar dýfur og lang- vinnar dýfur í yfir klukkustund voru algengasta streitumerkið hér eins og í sænsku rannsókninni (2). Inngrip reyndust helmingi algengari hjá fóstur- köfnunarhópnum samanborið við aðrar fæðingar á Landspítala. Grunur um yfirvofandi fósturköfnun samkvæmt túlkun FHR hefur líklega ráðið mestu um ákvörðun inngripa í fæðingar hjá rannsókn- arhópnum. Spyrja má hvort munurinn á tíðni inn- gripa milli fósturköfnunarhópsins og í öðrum fæð- ingum á LSH sé of mikill og tíðni inngripa í rann- sóknarhópnum of há. Margar erlendar rannsóknir hafa gefið til kynna að aukin tíðni inngripa vegna óeðlilegs FHR hafi ekki fækkað marktækt þeim börnuin sem verða fyrir varanlegum heilaskaða eftir fæðingu (7, 8). Tíðni bráðakeisaraskurða var í þessari rannsókn heldur lægri, tæplega 20%, en í erlendum samanburðarrannsóknum, 25-38%. Tíðni á notkun sogklukku og tangar var samanlagt meiri um 28% heldur en í erlendum samanburð- arrannsóknum eða 18% (2,14). Það er athyglisvert að ekkert barnanna í rannsóknarhópnum fæddist með valkeisaraskurði og rennir það stoðum undir þá kenningu að atburðir í fæðingunni sjálfri séu í mörgum tilfellum undanfari fósturköfnunar og HIE (14,15). Meiri óvissa tengist meðgöngutengd- um þáttum sem orsakavöldum í fósturköfnun og heilakvilla. Spurning vaknar hvort áhaldafæðing sem slík valdi verra ástandi barns við fæðingu en nýleg rannsókn á notkun sogklukku við fæðingu sýndi að inngripið veldur ekki verra ástandi barns við fæðingu metið með Apgarstigun. Hins vegar var blóðsýring barnanna örlítið meiri við fæðingu með sogklukku (16). Barnabik í legvatni í um helmingi fæðinga í rannsóknarhópnum hefur að öllum líkindum átt sinn þátt í því að inngrip voru algengari meðal barna með fósturköfnun því að börn sem eru undir álagi vegna súrefnisþurrðar losa barnabik (meconium) út í legvatnið fyrir fæð- inguna (17). Reynt hefur verið að tengja saman óeðlileg teikn í riti og barnabik í legvatni og hvort þessir þættir saman spái fyrir um fósturköfnun. Rannsóknir hafa gefið misvísandi niðurstöður um þetta (18). Hátt hlutfall barna með HIE var með einhver óeðlileg teikn í FHR sem samræmist tölum úr nýlegri rannsókn sem sýndi allt að 80% jákvætt forspárgildi óeðlilegra teikna í fósturhjartslátt- arritinu (19). FHR gefa oft falskt jákvæð merki um fósturstreitu (5) og túlkun þarf að byggjast á rökum og vera í samræmi við aðra klíníska þætti og framgang fæðingar. Ef túlkun fósturhjartslátt- arrits er óviss ætti að hafa lágan þröskuld til að taka háræðablóðsýni úr kolli fósturs til sýrustigs- mælinga, sennilega mun lægri þröskuld heldur en tíðkaðist á rannsóknartímabilinu. Þrátt fyrir að í 66% tilvika væru merki fósturstreitu í fósturhjart- sláttarriti voru háræðablóðsýni aðeins tekin fimm sinnum. Með slíku eftirliti í fæðingu gætu fæðing- arinngrip verið markvissari hjá þeim börnum sem hafa sannanlega blóðsýringu og forða má óþarfa fæðingarinngripum hjá börnum sem hafa eðlilegt sýrustig. Mikilvægt er að beina athygli að þeim börnum sem fengu HIE en sýndu engin merki um yfirvof- andi súrefnisþurrð í FHR. Af öllum þeim þáttum sem kannaðir voru í fæðingunni virtist enginn spá betur fyrir um fósturköfnun heldur en óeðlilegt mynstur í hjartsláttarriti. Enn sem komið er verður því að vinna á þeim grunni að 34% þeirra barna sem fá fósturköfnun og fimmtungur þeirra barna sem fá HIE í kjölfar fósturköfnunar gefa ekki merki um streitu í fæðingunni í gegnum FHR. Tækni byggð á frekari notkun þeirra upplýsinga sem fá má úr hjartalínuriti fósturs í fæðingu gæti bætt greiningu Mynd 2. Tíðni fóst- urköfnunar hjá fullburða nýburum fœddum á Kvennadeild Landspítahi 1997-2001. Læknablaðið 2007/93 599

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.