Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2007, Side 19

Læknablaðið - 15.09.2007, Side 19
FRÆÐIGREINAR / SJÚKDÓMUR CAROLIS Sjúkdómur Carolis - sjúkratilfelli og yfirlit fræðigreina Ágúst Ingi Ágústsson1 DEILDARLÆKNIR Nick Cariglia2 SÉRFRÆÐINGUR í LYFLÆKNINGUM OG MELTINGARFÆRA- SJÚKDÓMUM OG YFIRLÆKNIR 'Kvennasviði, Landspítala við Hringbraut 2Speglunar- og lyflæknisdeildar Fjórungssjúkrahúsins á Akureyri Fyrirspurnir: Agúst Ingi Ágústsson, Kvennasviði, Landspítala við Hringbraut agusagu@yahoo. com Lykilorö: gallgangakrabbamein Ágrip Árið 1958 lýsti Caroli sjaldgæfum sjúkdómi með fjölhreiðra, geiraskiptri og skjóðulaga víkkun á stærri gallgöngum í lifur sem stuðlar að stöðnun á galli og myndun gallleðju og gallsteina. Einkenni sjúkdómsins eru endurtekin kviðverkjaköst, gall- rásarbólgur og lifrarígerðir. Greiningin er staðfest með afturvirkri gall- og brisrásamyndatöku með holspeglun (ERCP) eða gallrásamyndatöku með ástungu gegnum kvið- vegg og lifur (PTC). Meðferðin er fyrst og fremst fólgin í því að koma aftur á eðlilegu gallflæði. í þeim tilfellum sem sjúkdómurinn er aðeins bund- inn við annað lifrarblaðið eða lifrargeira hefur hlutabrottnám lifrar gefið mjög góðan árangur. Horfur eru fremur slæmar þrátt fyrir fráveitu á galli og deyr nær helmingur (46%) úr sýklasótt, lifrarígerð, lifrarbilun eða portæðarháþrýstingi. Meira en hundraðföld áhætta er á gallganga- krabbameini. Lýst er sjúkrasögu karlmanns með end- urtekin kviðverkjaköst sem reynist vera með sjúk- dóm Carolis og fær síðar gallgangakrabbamein. Sjúkdómi Carolis hefur ekki verið lýst áður hér á landi svo vitað sé. Sjúkratilfelli Sjúklingur var karlmaður fæddur 1948 sem allt frá árinu 1990 hafði endurtekið leitað til lækna vegna kviðverkja og verið meðhöndlaður vegna lang- vinnrar brisbólgu og steina í gallrás. Heilsufarssaga hans samanstóð að auki af stór- reykingum, offitu, áfengissýki, kransæðasjúkdóm og hjartadrepi, maga- og skeifugarnarbólgu, þar með talið rof á skeifugörn, þindarhaul, krabba- meini í þvagblöðru og góðkynja sepum í ristli. í júní 1991 var gert ERCP sem sýndi tvöfaldan brisgang en eðlilegan aðalgallgang. Intrahepatic gallgangur fylltist ekki. í febrúar 1997 sýndi ERCP óeðlilega víkkun á gallgöngum í vinstra lifrarblaði sem talin var dæmigerð fyrir staðbundinn Carolis sjúkdóm (mynd 1). Frá 2002 fékk hann vaxandi hækkun á lifrarsýn- um og sama ár sást kölkun í vinstra lifrarblaði sem ekki hafði sést áður. Rannsóknir með ómun ENGLISH SUMMARY Agustsson IA, Cariglia N Caroli’s disease, case report and review of the literature Læknablaðið 2007; 93: 603- 5 In 1958 Caroli described a rare disease with multifocal, segmental and saccular dilation of the large intrahepatic bile ducts which causes stagnation of bile and formation of bile sludge and stones. This results in recurrent abdominal pain, cholangitis and hepatic abscesses. The diagnosis is confirmed with endoscopic retrograde cholangiopancreatography (ERCP) and percutaneous transhepatic cholangiography (PTC) and the purpose of treatment is to restore normal bile flow. Partial resection of the liver has given good results in patient with localized disease. The prognosis is poor despite drainage of bile and 46% of patients die from sepsis, hepatic abscesses, hepatic failure or portal hypertension. There is more than a hundered fold risk of cholangiocarcinoma. We report a case where a male who had a history of recurrent bouts of abdominal pain and pancreatitis was diagnosed with Caroli’s disease. He later developed cholangiocarcinoma. Caroli’s disease has not, to our knowledge, been reported in lceland before. Keywords: Carolis disease, cholangiocarcinoma Correspondance: Ágúst Ingi Agústsson agusagu@yahoo. com og tölvusneiðmynd vöktu grun um æxlisvöxt í vinstra lifrarblaði og sýnataka staðfesti gallganga- krabbamein. Næstu tvö árin eftir greiningu krabbameinsins lagðist hann endurtekið inn á sjúkrahús vegna gallrásarbólgu. Hann var meðhöndlaður með sýklalyfjum og fékk líkn með stoðneti og plaströr- um í gallganga (mynd 2). Alls var þrisvar sinnum skipt um stífluð plaströr í gallrás með góðum ár- angri. Smám saman náði sjúkdómurinn yfirhönd- inni og maðurinn lést í mars 2005. Umræða Árið 1958 lýsti Caroli sjaldgæfum meðfæddum sjúkdómi þar sem um var að ræða fjölhreiðra, Læknablaðið 2007/93 603

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.