Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2007, Page 21

Læknablaðið - 15.09.2007, Page 21
FRÆÐIGREINAR / SJÚKDÓMUR CAROLIS arbólgu (1). Þessar aðferðir hafa mikið verið not- aðar en árangur er oft misjafn og margir sjúklingar þurfa endurtekna meðferð og halda áfram að vera sýktir (2). Gallrásarbólgu og sýklasótt þarf að meðhöndla með sýklalyfjum, oft til langs tíma (2, 6). Einnig gagnast úrsódeoxýkólsýra, þar sem við á, til að leysa upp steina (2). Þar sem sjúkdómurinn er aðeins bundinn við annað lifrarblaðið eða lifrargeira hefur hluta- brottnám lifrar gefið mjög góðan árangur og nær allir sjúklingar hafa fengið langtíma lækningu (1, 2, 12). Hlutabrottnám getur jafnframt komið í veg fyrir æxlismyndun með því að fjarlægja upp- sprettuna - ekki er enn vitað til þess að neinn hafi fengið gallgangakrabbamein eftir hlutabrottnám lifrar. Því ætti sú meðferð að vera fyrsta val fyrir sjúklinga með staðbundinn sjúkdóm. Einnig gæti brottnám á verst útleikna hluta lifrarinnar verið til bóta þó um útbreiddan sjúkdóm sé að ræða (2). Lifrarígræðsla kemur til greina hjá sjúklingum með dreifðan sjúkdóm með endurteknum gallrás- arbólgum, síðkominni gallskorpulifur (secondary biliary cirrhosis) og lifrarbilun (1,2). Þakkir Guðjón Kristjánsson meltingarfærasérfræðing- ur, FSA fær þakkir fyrir ábendingar og aðstoð við prófarkalestur, Ásgeir Theódórs melting- arfærasérfræðingur, Landspítala fyrir að leggja til myndefni (mynd 1), María S. Ásgrímsdóttir skrifstofustjóri lyflækningadeildar FSA, Elvar Örn Birgisson geislafræðingur, röntgendeild FSA og Jóhann Heiðar Jóhannsson meinafræðingur, fyrir aðstoð við þýðingar á erlendum heitum. ERCP gert 29.04.1997 af Ásgeiri Theódórs og lýsingin er frá honum. Myndin tilheyrir rönt- gendeild Landspítala í Fossvogi og undirritaður röntgenlæknir er Kristján Sigurjónsson. Heimildir 1. Everson GT, Shrestha R. Cystic disorders of the liver and biliary tree. In: Bacon BR, DiBisceglie AM (eds): Liver Disease: Diagnosis and management. New York, Churchill Livingstone, 2000, bls. 321. 2. Taylor ACF, Palmer KR. Caroli’s disease. Eur J Gastroenterology & Hepatology 1998; 10:105-9. 3. Tsuchida Y, Sato T, Sanjo K, Etoh T, Hata K. Terawaki K, et al. Evaluation of Long-term Results of Caroli’s Disease: 21 Years' Observation of a Family with Autosomal “Dominant” Inheritance, and Review of the Literature. Hepato- Gastroenterology 1995; 42:175-81. 4. Summerfield JA, Nagafuchi Y, Sherlock S, Cadafalch J, Scheuer PJ. Hepatobiliary Fibropolycystic Diseases: A Clinical and Histological Review of 51 Patients. J Hepatology 1986; 2: 141-56. 5. Dagli Ú, Atalay F, Sasmaz N, Bostanoglu S, Temucin G, Sahin B. Caroli’s disease: 1977-1995 experiences. Eur J Gastroenterology & Hepatology 1998; 10:109-12. 6. Dayton MT, Longmire WP,Tompkins RK. Caroli’s Disease: A Premalignant Condition? Am J Surg 1983; 145:41-8. 7. Ros E, Navarro S, Bru C, Gilabert R, Bianchi L, Bruguera M. Ursodeoxycholic acid treatment of primary hepatolithiasis in Caroli’s syndrome. Lancet 1993; 342:404-6. 8. Miller JW, Sechtin AG, Campbell WL, Pieters PC. Imaging Findings in Caroli’s Disease. AJR 1995; 165:333-7. 9. Asselah T, Emst O, Sergent G, L’herminé C, Paris J. Caroli’s Disease: A Magnetic Resonance Cholangiopancreatography Diagnosis. Am J Gastroenterol 1998; 93:109-10. 10. Mathias K, Waldmann D, Daikeler G, Kauffmann G. Intrahepatic Cystic Bile Duct Dilatations and Stone Formation: A New Case of Caroli’s Disease. Acta hepato- gastroenterologica 1978; 25:30-4. 11. Ramond MJ. Huguet C, Danan G, Rueff B, Benhamou JP. Partial Hepatectomy in the Treatment of Caroli’s Disease: Report of a Case and Review of the Literature. Dig Dis Sci 1984; 29:367-70. 12. Nagasue N. Successful Treatment of Caroli’s Disease by Hepatic Resection. Ann Surg 1984; 200:718-23. Mynd 2. Tölvusneiðmynd frá 2005 sem sýnir síoðnet í megingallrás, kölkun og œxli í vinstra lifrarblaði og lágþéttnisvœði sem benda til hugsanlegra meinvarpa. Læknablaðið 2007/93 605

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.