Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2007, Page 24

Læknablaðið - 15.09.2007, Page 24
FRÆÐIGREIN / LUNGNABÓLGA Mynd 1. Tölvusneiðmynd af lungum sjúklings, tekin stuttu eftir komu á Landspítala. í báðum lungum eru hélubreyting- ar, greinilegastar aftan til í lungunum. Þar sem P. jiroveci sýkir almennt ekki ein- staklinga með heilbrigt ónæmiskerfi var leitað að ónæmisbresti. Rafdráttur blóðpróteina var innan eðlilegra marka og mótefni gegn alnæm- isveiru og lifrarbólguveirum fundust ekki. Af gigt- arprófum var RF (IgG undirflokkur) jákvæður en ANA, ENA og ANCA neikvæð. Athygli vakti að frumuflæðisjártalning á eitilfrumum sýndi fækkun á öllum stofnum eitilfrumna, með hlutfallslega minni fækkun B- en T-frumna. CD4+ T-frumur voru 372 xl06/L (eðl. 600-1200), CD8+ T-frumur voru 92 xl06/L (eðl. 300-800) og B-frumur voru 84 xl06/L (eðl. 100-400). Meðferð var hafin við P. jiroveci lungnabólgu með trimetoprim og sulfamethoxazole, 480 mg í æð þrisvar sinnum á dag, auk 30 mg prednisólons um munn. Svörun var góð, með minnkandi mæði og hita og umtalsvert betri líðan. Sjúklingurinn út- skrifaðist á trimetoprim-sulfamethoxazole töflum 15 dögum eftir komu á spítalann. Pneumocystis lungnabólga (PCP), er fremur sjaldgæf sýking sem greinist helst hjá HlV-sýktum en einnig hjá einstaklingum með vissar tegundir krabbameins og/eða ónæmisbælingu. í þessari grein veröur fjallað urn P. jiroveci og samverkandi þætti í myndun PCP, aðra en HIV og krabbamein, með áherslu á metótrexat og áfengi. Pneumocystis lungnabólga Pneumocystis hefur nýlega verið sett í ríki með sveppum og P. carinii gefið nýtt nafn P. jiroveci, en Pneumocystis var lengi talið frumdýr. Enn er margt á huldu um uppruna P. jiroveci sýkinga og um samskipti P. jiroveci og hýsils og ástæðu þess að hann sýkir nær eingöngu ónæmisbælda, en PCP var sjaldgæfur sjúkdómur fyrir tíma HlV-farald- ursins (1). Blóðrannsóknir hafa sýnt að líklegast hefur meginþorri fólks komist í tæri við P. jiroveci fyrir fjögurra ára aldur og faraldsfræðilegar rann- sóknir benda til þess að sýkillinn sé loftborinn og að smit milli manna sé mögulegt (2,3). Eftir innöndun P. jiroveci festist sýkillinn á alveolar-þekjufrumu af gerð 1 og veldur skaða á lungnablöðrum staðbundið, með tjáningu bólgu- hvetjandi efna svo sem „major surface antigen“(4). Þetta veldur aðkomu flestra frumutegunda ónæm- iskerfisins, fyrst ósértækra átfrumna og síðan eit- ilfrumna en makrófagar miðla líklega endanlegri hreinsun P. jiroveci. Músatilraunir sýna að T-eit- ilfrumugerðirnar CD4+ og CD8+ eru báðar mik- ilvægar í sjúkdómsganginum. CD4+ frumur hemja vöxt og viðgang P. jiroveci, aðallega með Thl-eit- ilfrumusvörun (5,6) og teljast aðalvarnarfruman gegn PCP, en CD8+ frumur geta bæði varið og skaðað, í samræmi við frumudrepandi eiginleika þeirra (4). Hámarksstyrkur T-eitilfrumna í lung- um verður líklega 2-3 vikum eftir P. jiroveci smit (7). Frekari rannsóknir hafa sýnt að vörn gegn P. jiroveci er kvikt jafnvægi sértækra og ósértækra varnarþátta þar sem lítið má útaf bregða áður en ónæmiskerfið fer að skaða lungnavef og klínísk mynd PCP kemur fram. Þeir hópar sem helst eru í hættu á að fá PCP eru sem fyrr segir HlV-sýktir með verulega fækkun á CD4+ frumum og einnig einstaklingar með T-eitilfrumuskerðingu af öðrum orsökum svo sem bráða-eitilfrumuhvítblæði eða eftir notkun barkstera. Klínísk einkenni PCP eru ekki sértæk en þrenn- ingin hiti, mæði og þurr hósti er til staðar í meira en helmingi tilfella. Einnig má oftast sjá minnkaða súrefnismettun og/eða hækkun á laktat dehy- drogenasa í blóði. Einkenni eru iðulega hægt vax- andi í allmarga daga. og geta líkst astma, en sumir hafa hraðan sjúkdómsgang. Teikn við skoðun eru einnig ósértæk og eru helst þurrt brak í lungum við hlustun, auk hita og almenns slappleika. Einstaka sinnum veldur PCP loftbrjósti. An meðferðar er PCP iðulega banvænn sjúkdómur sem veldur dauða helst með öndunarbilun. Dæmi eru um dreifingu P. jiroveci utan lungna, með dreifðum sjúkdómi í kjölfarið (1,8). Dánartíðni PCP á spít- ala var í einni bandarískri samantekl metin 13,2% meðal HlV-sýktra og 40,6% meðal HlV-ósýktra (9). Þessi athyglisverði munur gæti stafað af veru- lega bættri meðferð HlV-sýktra eftir að vitund óx um hættuna á PCP hjá þeim sjúklingahópi. * 608 Læknablaðið 2007/93

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.