Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2007, Qupperneq 34

Læknablaðið - 15.09.2007, Qupperneq 34
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SMITSJÚKDÓMAR Mannkynið er berskjaldað gegn bólusótt Hávar Sigurjónsson Bandaríski landlæknirinn William Stewart lýsti því yfir árið 1967 að nú væri orðið tímabært að loka bókinni um smitsjúkdóma. Fullnaðarsigur í baráttunni við smitsjúkdóma væri unninn og ekkert spennandi væri eftir í þessari grcin lækn- isfræðinnar. Með sýklalyfjum og tækni við rækt- un og framleiðslu bóluefnis væri málið afgreitt. Hálfri öld síðar er staðan sú að sögn Magnúsar Gottfreðssonar, yfirlæknis við smitsjúkdómadeild Landspítala háskólasjúkrahús, að smitsjúkdómar hafa líklega aldrei verið jafn áleitið rannsókn- arefni, baráttan við þá er ntiklu erfiðari en hún hefur nokkru sinni verið og þar kemur inargt til. „Greiðar og hraðar samgöngur heimshluta á milli eru sannarlega stór þáttur og einnig sífellt meiri ágangur og árekstrar mannsins við náttúruna og náttúruöflin. Ymsir nýir sjúkdómar í mönnum, upprunnir í dýraríkinu eru að koma fram og um það eru í dag gefin út sér tímarit. Einnig erum við að fást við mjög illvígar sýkingar inni á sjúkrahús- um, fjölónæmar bakteríur af ýmsu tagi sem mjög erfitt er að fást við. Síðan tengjast smitsjúkdómar hegðun fólks, lýðheilsu og pólitískum ákvörð- unum á hverjum tíma. Smitsjúkdómar virða engin landamæri og sagan hefur sannað að ummæli bandaríska landlæknisins voru mjög ótímabær. Mikilvægi sjúkdómaflokksins hefur því sjaldan verið meira. Umræðan um fuglaflensuna hefur dregið greinina enn skýrar fram í dagsljósið en við erum einnig að fást við HIV veiruna og fjölónæma berkla sem geta fyrirsjáanlega orðið enn stærra vandamál í framtíðinni ef ekki verður brugðist rétt við. í Bandaríkjunum brenndu menn sig á því að draga verulega úr berklavörnum á árunum 1980-1990 og lentu nánast um leið í meirihátt- ar vandræðum. Þá gusu upp svæsin tilfelli af fjölónæmum berklum sem náðu að berast í hóp þeirra sem eru heimilislausir og búa á götunni. Þessi hópur smitaði síðan gangandi vegfarendur og þannig dreifðist smit með ógnarhraða. Af þessu má sjá að smitsjúkdómar og út- breiðsla þeirra tengist ákvörðunum stjórnvalda á mjög skýran hátt. Sama saga endurtók sig síðan í fyrrum Sovétríkjunum þar sem heilbrigðiskerfið brotnaði nánast niður í kjölfar falls kommúnism- ans. Það þekkja flestir söguna um yfirfull fangelsi í Rússlandi og einstaklinga sem eru að taka lyfin sín stundum og stundum ekki og þróa þannig með sér sífellt ónæmari bakteríur. Þær dreifa sér síðan með ótrúlegum hraða innan fangelsisveggjanna og berast út í samfélagið. Upp hafa komið tilfelli í Skandinavíu sem mjög erfitt hefur verið að eiga við. Það þýðir semsagt ekki að snúa sér undan og segja þetta er ekki okkar vandamál; - það verður okkar vandamál ef við bregðumst ekki við.” Sýklalyf ofnotuð Það er kannski ekki fráleitt að spyrja hvort smit- sjúkdómafræðingnum fallist ekki hendur frammi fyrir slíkum ógnum sem minna helst á þursinn sem á uxu mörg höfuð fyrir hvert sem höggvið var af honum. „Maður verður að sjá hlutina í samhengi og við höfum verið lengi á þessari plánetu og þurft að kljást við alls kyns vandamál í gegnum aldirnar. Mörg af þeim vandamálum sem við erum að fást við í dag eru í sjálfu sér ekkert ósvipuð þeim sem fyrri kynslóðir hafa staðið frammi fyrir. Ef við skoðum dánartíðni og horfur sjúklinga með sýk- ingar þá er ólíku saman að jafna fyrr og nú. Þegar uppgötvanir í læknisfræði á 20. öld eru skoðaðar er ljóst að ekkert hefur haft jafnmikil áhrif á að bæta lífslíkur og hækka meðalaldur fólks og sýklalyfin. Uppgötvun þeirra er algerlega einstök í sinni röð. í nokkra áratugi hefur verið hægt að meðhöndla sjúkdóma sem áður lögðu milljónir að velli og ásamt með bólusetningum hefur tekist að útrýma eða halda í skefjum fjölda mjög skæðra sjúkdóma. Þetta er því þrátt fyrir allt ein af þeim greinum læknisfræðinnar þar sem hvað mestum árangri hefur verið náð. Eg er því bjartsýnn þrátt fyrir að þetta sé sannarlega marghöfða þurs.” Það hefur talsvert verið talað um að sýklalyf séu ofnotuð og einnig eru uppi hópar sem vilja ekki bólusetningar, telja þœr óþarfar og að náttúran eigi að hafa sinn gang. Hvernig líturðu á þessi sjón- armið? „Ég er að mörgu leyti sammála því að sýklalyf séu ofnotuð. Það er óumdeilt en það er eitt að segja það í almennu samhengi og annað að standa frammi fyrir einstaklingi og halda þessu fram. Það er svo margt sem hefur áhrif á ákvörðunina um að gefa tilteknum einstaklingi sýklalyf en almennt eru sýklalyf verulega ofnotuð. Stundum er verið að nota þau gegn vægum sýkingum sem ekki þarf lyf við eða verið er að gefa lyfin við veirusýkingum 618 Læknablaðið 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.