Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2007, Side 39

Læknablaðið - 15.09.2007, Side 39
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SMITSJÚKDÓMAR inga. Tveir síðastnefndu sjúkdómarnir eru sam- starfsverkefni IE og LSH við Heilsugæsluna í Reykjavík. í verkefninu erum við fyrst og fremst að skoða hvort erfðaþættir hafi eitthvað með það að gera hvort fólk fái þessa sjúkdóma og ef svo er, hversu alvarlegir þeir verða. Við höfum boðið einstaklingum með sögu um þessar sýkingar og nánustu fjölskyldumeðlimum þeirra þátttöku í rannsókninni þar sem leitað er að erfðamörkum sem tengjast áhættunni og birtingarmynd sýking- anna.” Bólusetningu við kúabólu var hætt hér á landi árið 1978 í kjölfar þess að Alþjóða heilbrigðis- málastofnunin lýsti því yfir að bólusótt hefði verið útrýmt í heiminum. Þetta tókst með alheimsátaki í bólusetningum gegn sjúkdómnum, þar sem farið var um alla heimsbyggðina og allir sem í náðist voru bólusettir. En síðan eru liðin nær 30 ár og ýmislegt hefur breyst. „Áhugi manna á bólusótt hefur verið endurvak- inn vegna hættu á hryðjuverkum, sýklahernaði og slíku. Það er bakgrunnur rannsóknarverkefnisins því fyrir nokkrum árum hefði enginn haft áhuga á að rannsaka bólusótt. Kúabóla er í rauninni heiti bóluefnisins sem notað var til að bólusetja gegn bólusótt, stórubólu, eins og sjúkdómurinn var kallaður. Bólusótt er útdauð sem sjúkdómur en stofnar náttúrulegu veirunnar voru frystir og stórveldin, Bandaríkin og Sovétríkin lúrðu á þessu og það lá alltaf fyrir að veirurnar gætu orðið hentugt sýklavopn síðar meir. Þegar hættan á því eykst að hryðjuverkamenn komist yfir sýklavopn þá spyrja menn sig ýmissa spurninga. Bandaríski herinn hefur l.d. látið bólusetja fjölda hermanna gegn bólusótt þó að henni hafi verið útrýmt. Yfirvöld þar telja raunverulega hættu á því að einhver gæti komist yfir veiruna og sett af stað faraldur. Við skulum ekki gleyma því að fæstir af þeim sem fæddir eru eftir 1970 eru bólusettir gegn bólusótt og flestir þeirra sem bólusettir voru fyrir þann tíma eru tæpast lengur með virka vörn gegn sjúkdómnum. Þetta þýðir í raun að mannkynið eins og það leggur sig er næmt fyrir bólusótt. Sem er sennilega í einstakt í sögunni. Þá vakna ýmsar spurningar eins og t.d. hversu gott bóluefnið sé? Kúabóluveiran var lifandi og olli gjarnan auka- verkunum, stórri bólu þar sem húðin var rispuð en í undantekningartilfellum urðu menn mjög veikir og það var þekkt áhætta. Hér á íslandi eru til gögn um bólusetningar á gömlum spjaldskrárkortum og það hefur verið farið í gegnum öll þessi bólusetn- ingarspjöld sem nema tugum þúsunda, þau lesin öll inn á tölvutækt form. Þessar upplýsingar hafa síðan verið samkeyrðar við upplýsingar um fjar- vistir úr skólum.” Ef einhver veltir því fyrir sér að þetta hljóti að vera talsverð vinna þá er svarið einfaldlega já. Þetta er gríðarleg vinna, því farið hefur verið í bekkjarkladda margra skóla og færðar inn upplýsingar um fjarvistir nemenda fyrir og eftir kúabólusetningu. „Það sem við vildum vita var hreinlega hvort þeir einstaklingar sem bólusettir voru hefðu mætt í skólann fyrstu dagana eftir kúabólusetninguna sína. Með þessu getum við vonandi séð hvort það liggur í ættum að fólk hafi verið frá skóla eða vinnu í kjölfar bólusetningarinnar þá getum við hugsanlega skoðað þá einstaklinga nánar.” Hvað getur þetta sagt ykkur? „Þetta gæti hjálpað okkur að finna þá ein- staklinga sem helst ættu ekki að fá bólusetninguna vegna hættunnar á svæsnum aukaverkunum. Vonir standa til að þetta geti ennfremur kennt okkur ýmislegt um ónæmisfræðina og varnarviðbrögð líkamans.” í fremstu röð maraþonhlaupara Ekki verður svo skilist við Magnús Gottfreðsson að langhlaup beri ekki á góma. Magnús gerði sér nefnilega lítið fyrir og hljóp maraþon í Boston í apríl síðastliðnum og náði framúrskarandi góðum tíma, 2 klukkustundir og 54 mínútur sem er þriðji besti tími Islendings í vegalengdinni á þessu ári. Magnús skipar því hóp fremstu Ianghlaupara landsins þó hann vilji ekki gera mikið úr þessu afreki. „Ég hef stundað hlaup frá því á menntaskóla- árunum þó löng tímabil hafi liðið þar sem ég hef ekki haft tök á því að æfa markvisst vegna náms, starfa og fjölskyldu. En ég hef alltaf reynt að skokka og síðastliðinn vetur æfði ég nokkuð reglulega. Ég náði að hlaupa maraþon undir 3 klukkustundum í Berlín haustið 2006 og átti varla von á því að bæta þann tíma í Boston. Aðstæður þar voru heldur ekki mjög spennandi, mjög slæmt veður fyrir hlaupið dró úr eftirvæntingunni og hafði áhrif á andlega líðan hlauparanna. En mér leið síðan mjög vel í hlaupinu sjálfu og gætti þess vel að spara orkuna þar til í seinni hlutanum og náði að bæta tímann minn frá hlaupinu í Berlín um 5 mínútur.” Hvort hann stefni að því að bæta tímann enn frekar kveðst hann ómögulegt að segja. „Ég er búinn að ná því markmiði sem ég setti mér í fyrra, en það er alltaf gott að setja sér ný markmið. Nú er næsta verkefni að klífa Kilimanjaro í september. Síðan er aldrei að vita nema ég finni mér eitthvað annað til að stefna að. - Ég hef heyrt af skemmti- legu maraþonhlaupi á Suðurskautslandinu!”. Læknablaðið 2007/93 623

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.