Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2007, Qupperneq 47

Læknablaðið - 15.09.2007, Qupperneq 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR / Formaður LÍ sótti aðalfund British Medical Association Pólitískari fundur en ég átti von á Sigurbirni Sveinssyni, formanni Læknafélags Islands, var í júní síðastliðnum boðið að sækja ársfund breska læknafélagsins, British Medical Association. Fundurinn var haldinn í Torquay á suðurströnd Englands í Devon. Svæðið er oft kall- að „Enska rivieran.” Læknablaðið innti hann eftir tíðindum frá þessum fundi. Það hlýtur að hafa verið forvitnilegt að sœkja þennqn fund bœði vegna merkilegs lœknafélags og svo er staðurinn vinsœll ferðamannastaður? „Já að sjálfsögðu nema fyrir þær sakir að lítið fór fyrir túrismanum á þessum slóðum. Hinn þráláti rigningakafli var hafinn í Bretlandi og var hálf nöturlegt að sjá tjallann, sem vafalítið hafði margur hver önglað fyrir þessu draumafrfi lengi, berjast um af þrákelkni í stuttbuxunum í rigning- unni. Þetta skipti mig raunar litlu máli, þar sem tímaplan fundarins var ákaflega stíft og með okkur erlendu gestunum reiknað við flest tækifæri.” Er eitthvað líkt með breska lœknafélaginu og LÍ og aðalfundum þessara félaga? „Að sjálfsögðu er engu saman að jafna að stærð og BMA hefur ekki jafn sterka stöðu stéttarfélags og LI lögum samkvæmt. Uppbygging félaganna er þó svipuð, fulltrúafundur með aðild lands- hlutafélaga en sérgreinarnar hafa líka skipulega aðkomu. Aðalfundurinn hafði gríðarlega mörg mál til meðferðar allt frá þröngum innri málum félagsins til opinberra mjög svo pólitískra yfirlýs- inga um þjóðmál á Bretlandi tengdum heilbrigð- ispóltík. Þannig kom formanni LÍ fátt á óvart nema hvað fundurinn var ef til vill enn pólitískari en ég átti von á.” Þú segir að gríðarlega mörg mál hafi verið til umfjöllunar. Hvernig tókst BMA á nokkrum dögum að komast yftr það allt? „Það var mjög áhugavert. Fundarsköpin réðu því og þau voru einföld, knöpp en um leið sveigj- anleg og árangursrík. Þó í grundvallaratriðum lík okkar. Fundarstjóri þ.e. „formaður fundarins” hefur rnikil völd og fundarmenn líka fyrst og fremst með framíköllum. Ræðutími er stuttur, yfirleitt tvær mínútur og kallar þá fundarstjóri t.d.: „Þú mátt klára setninguna”. Ef fundurinn vill fá meira frá viðkomandi þá er kallað: „More, more” og tekur ef til vill kór undir þá athugasemd. Fundarstjóri virðir slíkar óskir. Allsherjarnefnd fer fyrir fundinn yfir öll inn- komin erindi og tillögur og setur fram tillögur sínar á grundvelli þeirra. Frávikstillögur eru prentaðar með þeim en koma ekki til sérstakrar umræðu. Þátttakendur í umræðum gefa fund- arstjóra upp hvort þeir eru með eða móti og reynir hann að koma sjónarmiðum að jöfnum höndum. Ef mælendaskrá er löng styttir hann hana jafnan en hleypir áfram andstæðum fylkingum að. Ef allir sem vilja taka til máls eru á einu máli, þá leggur hann jafnan til að ályktunin verði tekin til atkvæða strax með leyfi fundarins. Fundurinn leggur oft það sama til og þá með framíkalli sem fundarstjóri ber þegar upp. Frávísanir eru afgreiddar þegar í stað. Þær koma með framíkalli „move to next item” og ræður einfaldur meirihluti niðurstöðu.” Hver er staða yngri lœkna í svona rótgrónu sam- félagi? „Mér sýndist hún býsna sterk. Fulltrúar ung- lækna virtust mér mjög atkvæðamiklir á fundinum, skapandi og oft róttækir og yfirleitt var gerður góður rómur að máli þeirra. Mörg mál, sem þeir báru upp hlutu brautargengi. Enn athyglisverðara var að læknanemar höfðu þarna sína stöðu, tóku virkan þátt í fundinum með málfrelsi, tillögufrelsi og atkvæðum. Niðurstaða mín er, að við þurfum aðeins að víkka sjónarhornið þegar litið er til Norðurlandanna og Bretlands og vera samferða kollegum okkar inn í framtíðina.” Konungsfjölskyldan er í forsœti BMA luttugasta hvert ár. Hér er Sigurbjörn Sveinsson, formaður LÍ, kynntur fyrir Önntt prins- essu við innsetningu henn- ar í embœtti. Læknablaðið 2007/93 631
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.