Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2007, Page 49

Læknablaðið - 15.09.2007, Page 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐURKENNING Þing norænna þvagfæraskurðlækna Islenskur læknanemi hlaut verð- laun fyrir besta vísindaerindið Tryggvi Porgeirsson læknanemi á 6. ári við Háskóla íslands vann í júní það afrek að hljóta verðlaun fyrir besta vísindaerindið á þingi norrænna þvagfæraskurðlækna sem haldið var í Arósum. Verðlaunin eru kennd við Ole Worm og fylgja þeim peningaverðlaun. Þetta er mikill heiður fyrir Tryggva og samstarfsaðila hans, ekki síst vegna þess að Tryggvi er enn við læknanám. VerkefniTryggva og samstarfsfélaga hans nefnist á íslensku Áhrif stökkbreytingar í BRCA2 á fram- gang krabbameins í blöðruhálskirtli og vann hann að því undir handleiðslu Laufeyjar Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár Krabba- meinsfélags íslands (KÍ), Hrafns Tulinius fyrr- verandi yfirlæknis Krabbameinsskrárinnar og Eiríks Jónssonar, yfirlæknis á þvagfæraskurðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH). Auk þeirra unnu að verkefninu vísindamenn frá Krabbameinsskrá KI, rannsóknastofu KÍ í sam- einda- og frumulíffræði, rannsóknarstofu LSH í meinafræði og Urði, Verðandi, Skuld. Niðurstöður kynntar víða Niðurstöðurnar voru birtar í júní síðastliðnum í tímariti Bandarísku krabbameinsstofnunarinnar, Journal of the National Cancer Institute. Fjallað var um rannsóknina í ritstjórnargrein í tímaritinu og voru niðurstöðurnar kynntar víða, þar á meðal í Dagblaði alþýðunnar í Kína. „BRCA2 genið tjáir fyrir próteini sem er mik- ilvægt fyrir viðgerðir á erfðaefninu. Vitað er að stökkbreytingar í geninu tengjast aukinni áhættu á krabbameini í brjóstum, eggjastokkum og brisi auk blöðruhálskirtils. Hins vegar hafði ekki verið kannað hvaða áhrif stökkbreytingin hefði á gang blöðruhálskirtilskrabbameins en það var markmið okkar rannsóknar. Úr gögnum Krabbameinsskrárinnar fundum við 29.600 karlkyns ættingja kvenna sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru þar af leiðandi líklegri en aðrir til að bera í sér stökkbreytinguna. Af þeim greindust 596 með krabbamein í blöðru- hálskirtli á rannsóknartímabilinu, frá 1955-2004. Hávar Sigurjónsson Tryggvi Þorgeirsson lœknanemi. Læknablaðið 2007/93 633

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.