Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2007, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.09.2007, Qupperneq 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐURKENNING Við fengum síðan lífssýni frá 527 karlmönnum úr þeim hópi og mynduðu þeir rannsóknarhópinn. Við fundum stökkbreytinguna í 30 þessara karla, sem svarar til 5,7% hópsins, og gekk rannsóknin út á að bera saman sjúkdóminn hjá þeim sem höfðu stökkbreytinguna og þeim sem ekki höfðu hana. Niðurstaðan var ótvíræð í þá veru að sjúk- dómurinn var umtalsvert illvígari hjá þeim sem höfðu stökkbreytinguna en hjá hinum. Þetta kom þannig fram að arfberar voru að jafnaði 5 árum yngri við greiningu en hinir, 69 ára gamlir í stað 74 ára. Útbreiðsla sjúkdómsins var einnig ólík; 80% arfberanna voru með útbreiddan sjúkdóm á stig- um 3 eða 4 samanborið við að 40% hjá þeim sem ekki voru arfberar. Við skoðun á æxlisfrumunum sjálfum kom í Ijós að æxlisgráða krabbameins- frumanna í 84% arfberanna var af hæstu gráðum 7-10 en 53% í samanburðarhópnum voru með frumur af þessum æxlisgráðum. Ekki síst var síðan sláandi að sjá að helmingur arfberanna var látinn eftir 2,1 ár frá greiningu, en helmingur hinna var enn á lífi 12,4 árum eftir greiningu. Munurinn er sexfaldur. Rannsóknin leiddi þannig í ljós að þeir sem bera stökkbreytinguna í sér eru yngri við greiningu, stig og gráða æxlanna eru hærri og lífslíkur minni. Hins vegar þarf að taka fram að af þeim hópi íslenskra karlmanna sem greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein eru ekki nema um 2% sem bera stökkbreytinguna í sér, eða e.t.v. 3-4 á ári. Ef horft er til Norðurlandanna gætu þetta verið 100-200 menn árlega. A þinginu í Árósum kom fram sú spurning hvort skima ætti fyrir stökkbreytingunni. Ég tel það ekki rétt að svo stöddu en hins vegar gæti það átt við í ákveðnum tilfellum, t.d. ef sterk ættarsaga er um brjósta- eða eggjastokkakrabbamein í fjöl- skyldu manns sem er nýgreindur með krabbamein í blöðruhálskirtli. Ef stökkbreyting fyndist þyrfti að taka mið af því við val á meðferð í ljósi hins hraða framgangs meinsins hjá arfberum.” Þriðja rannsóknin Tryggvi segist hafa unnið að rannsóknum á blöðru- hálskirtilskrabbameini frá því hann var á fyrsta ári í læknanámi. „Móðir mín, Laufey Tryggvadóttir, er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrárinnar og ábyrgðarmaður þessarar rannsóknar. Þetta hófst með því að hún fékk mig og bekkjarfélaga minn, Eyþór Örn Jónsson, til að aðstoða sig við gagna- öflun fyrir slíka rannsókn þegar við vorum á fyrsta ári. Ég hef síðan flengst og þetta er þriðja rannsóknin á blöðruhálskirtilskrabbameini sem ég tek þátt í. Mér finnst áhugaverð þessi leit að forspárþáttum til að greina í sundur hægt vaxandi mein, þar sem hægt er að fresta meðferð og þeim aukaverkunum sem henni fylgja, og hratt vaxandi krabbamein sem krefjast tafarlausrar róttækrar meðferðar.” Tryggvi segir að næsta stig af rannsóknum á BRCA2 snúi meðal annars að því að skoða hvort próteinið sem genið tjáir fyrir brotni niður í krabbameinsfrumum og hvort greina megi nið- urbrot próteinsins í öðrum krabbameinssjúkl- ingum en þeim sem bera stökkbreytinguna í sér. „Með því væri hugsanlega hægt að spá fyrir um framgang sjúkdómsins hjá fleirum en þeim sem bera stökkbreytinguna í sér og haga meðferð til samræmis við það.” Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Hornafirði Yfirlæknir og heilsugæslulæknir Óskum eftir að ráða tvo lækna við Heilbrigðisstofnun Suðausturlands Hornafiðri. Um er að ræða stöður yfirlæknis og heilsugæslulæknis. Heilbrigðisstofnun Suðausturlands er áhugaverður vinnustaður sem samanstendur m.a. af heilsugæslustöð, sjúkradeild og hjúkrunarheimili. Starfssvæði Heilbrigðisstofnunarinnar er A-Skaftafellssýsla og eru íbúar um 2200. Æskiiegt er að umsækjendur hafi viðurkenningu sem sérfræðingar í heimilislækningum, öldrunarlækningum eða lyflækningum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Læknafélags íslands og ríkisins, útvegum húsnæði og flutningsstyrkur í boði. Umsóknarfrestur er til 1. október n.k. Frekari upplýsingar veitir Guðrún Júlía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, í síma 478-1400, netfang:gjj@hssa.is. Læknablaðið 2007/93 635
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.