Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2007, Síða 54

Læknablaðið - 15.09.2007, Síða 54
UMRÆÐA & FRETTIR / CPME Þá voru á stjórnarfundinum afgreidd eftirfar- andi skjöl: 1. Leiðbeiningar um það hvernig standa skuli að því á ábyrgan hátt að ráða til starfa fagfólk frá öðrum löndum: CPME 2007/027 Final EN/FR. 2. Evrópsk marklýsing á námi (European Core Curriculum) frá sjónarhóli læknanema: CPME 2006/144 Final EN. 3. Albufeirasamþykktin um réttindi læknanema í Evrópu: CPME 2006/145 Final EN. Á aðalfundi CPME voru forseti og fram- kvæmdastjórn fyrir tímabilið 1. janúar 2008 til 31. desember 2009 kjörin: Dr. Wilks, Englandi var kjörinn forseti, varaforsetar þau dr. Montgomery frá Þýskalandi, Katrín Fjeldsted, dr. Calloc'h frá Frakklandi og dr. Radziwill frá Póllandi. Gjaldkeri var kjörinn dr. Lemye frá Belgíu. Sjúkrahúsið og hcilsugæslustöðin á Akrancsi Heilsugæslulæknar Akranes Lausar eru til umsóknar tvær stöður heilsugæslulækna við heilsugæslusvið SHA. Við leitum að framtíðarfólki til að styrkja enn frekar gott starf í heilsugæslunni og bjóðum prýðilegt starfsumhverfi og ágæt starfskjör. Um er að ræða fullt starf í báðum tilvikum eða skv. samkomulagi. Umsóknum ber að skila á þar til gerðu eyðublaði, sem fæst á skrifstofu landlæknis og á heimasíðu embættisins. Mikilvægt er að fylgi staðfest afrit af starfsvottorðum, vottorðum um próf og nám, leyfisveitingum og vísindaritgerðum. Upplýsingar gefa Reynir Þorsteinsson yfirlæknir og Þórir Bergmundsson lækningaforstjóri í síma 430 6000. Umsókn sendist Guðjóni S. Brjánssyni, framkvæmdastjóra stofnunarinnar, Merkigerði 9, 300 Akranes. Umsóknarfrestur er til 15. september n.k. Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi (SHA) skiptist í sjúkrasviði og heilsugæslusviö. Á heilsugæslusviði er veitt almenn heilsugæsluþjónusta fyrir ibúa í heilsugæsluumdæmi Akraness með forystuhlutverk varðandi almenna heilsuvernd og forvarnarstarf, m.a. við stóriðjuna á Grundartanga og fyrirtæki á Akranesi. Vaxandi áhersla er lögð á heimahjúkrun í sveitarfélaginu. Við stööina starfa sálfræðingur, iðjuþjálfi og barnalæknir Þá er starfrækt þverfaglegt barnateymi viö stöðina í þágu barna með þroskafrávik. SHA tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta i samvinnu við Háskóla íslands og aðrar menntastofnanir. Til leigu 3ja herbergja íbúð í Gautaborg (Mölndal) í Svíþjóð Leigutími erfrá l.janúar2008 nk. íbúðin er leigð með húsgögnum og háhraðanet- tengingu. 5 mín. gangur til Mölndalssjúkrahúss og 7 mín. með strætó til Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg. Reglusemi og góð umgengni er áskilin. Lágmarksleigutími er 6-8 mán. Nánari upplýsingar: thorkatla@bredband.net

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.