Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 21.11.2014, Blaðsíða 6
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is Draumahöllin ENN STÆRRI OG ævintýralegri R E Y K J AV Í K | A K U R E Y R I COPENHAGEN CANDLE fjórir mismundandi jólailmir í dós. 2.390 STK. VIDIVI Esa glasasett 6 stk., 34 cl. 6. 990 KR., 43cl. 8.490 KR. IVV kertastjaki 17 cm. JÓLA- TILBOÐ 3.990 KR. VIDIVI skálasett, 2 hjörtu JÓLATILBOÐ 4.490 KR. IITTALA Kastehelmi skál gul 6.490 KR. Þór Sigurðsson stýrir vefsíðunni Kjarni.is.  Viðskipti kjarni.is er með um 450 íslenskar netVerslanir á einum stað Íslensk verslunarmiðstöð á netinu „Kjarni.is er í raun íslensk versl- unarmiðstöð á netinu. Það hefur orðið mikil fjölgun í íslenskum net- verslunum. Það getur verið mikil og tímafrek vinna sem fer í það að vera sýnilegur með verslun á netinu en með því að vera með allar net- verslanir á einum stað eykst sýni- leiki þeirri. Einnig aukast líkur á að netverslun nái að blómgast. Þetta hjálpar bæði viðskiptavinum og eig- endum,“ segir Þór Sigurðsson, sem stýrir vefsíðunni. „Netverslun er að aukast ár frá ári og fólk kaupir fjölbreyttari vörur núna en áður. Verslun með fatnað, skó og íslenska hönnun á netinu hefur á undanförnum árum aukist til muna. Þá hefur mikil vitundar- vakning orðið með samanburð á verð og gæðum á vörum,“ segir Þór. „Sífellt fleiri gera jólainnkaupin á netinu enda er eðli verslunar að breytast hratt. Fólki finnst þægilegt að kaupa í símanum og tölvunni í stað þess að fara í stressið í versl- unarmiðstöð. Samkvæmt nýútkom- inni skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar kemur fram að jóla- innkaupin eru að breytast. Íslensk netverslun eykst jafnt og þétt í takt við það sem er að gerast erlendis og margir kjósa að kaupa jólagjafir á netinu. Netverslun sparar sporin og auðveldar innkaupin,“ segir Þór ennfremur. Samkvæmt skýrslunni kaupir stærstur hluti kvenna skó, föt og íþróttavörur á netinu og er fjöl- mennasti aldurshópurinn konur 16- 24 ára, eins og fram kom í Frétta- tímanum nýverið, en meirihluti karlmanna kaupir raftæki á netinu og þar er fjölmennasti aldurshópur- inn 25-54 ára. e f fer sem horfir verður þetta hlýjasti nóvem-bermánuðuir í tæp 70 ár,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Nú þegar nóvember er langt liðinn stendur meðalhitinn í 5,3 stigum í Reykjavík. „Við höfum nokkuð góða hug- mynd um hvernig veðrið verður út mánuðinn en þetta getur þó orðið spennandi í lokin,“ segir hann. Íslendingar hafa flest- ir tekið eftir auknum hita að undanförnu eftir sérlega kaldan október. „Október var kaldari en í meðalári,“ segir Einar. Því hafa margir þeir sem tóku upp hlýjasta vetrarfatnaðinn í októ- ber getað lagt honum aftur á síðustu vikum. „Snjó sem setti niður í október hefur tekið að mestu upp aftur sem er auðvitað svolítið sérstakt. Víðast hvar á fjöllum hafa meira að segja verið leysingar. Það er ekki nema á efstu jöklum sem það hefur ekki gerst,” segir hann. Hlýindin hafa einnig óvæntari áhrif því vetrartökum á kvikmyndinni Hrútum í leikstjórn Gríms Hákonar- sonar, sem tekin er í Bárðardal, hefur verið frestað fram í janúar vegna snjóleysis. Í tilkynningu frá Netop- films kemur fram að söguþráðurinn krefjist þess að snjór sé yfir öllu en nú blasa við græn tún og fuglasöngur í Bárðardalnum. Nóvembermánuður fyrir tólf árum var afar hlýr um land allt og meðal- hitinn í Reykjavík var 4,7 stig. Til samanburðar segir Einar að sam- kvæmt spám stefni allt í að meðal- hiti nóvembermánaðar nú verði fyrir ofan það. Þó er ekki hægt að útiloka óvænta kuldadaga í lok mánaðarins sem gætu breytt stöðunni. Hlýjasti nóvembermánuður síðan mælingar hófust var árið 1945 þegar meðalhiti var 6,1 gráða. Einar segir afar ósenni- legt að það met verði slegið enda hafi veðurfar þá verið sérlega óvenjulegt. Þrátt fyrir stöðuna nú segir Einar ekki tímabært að segja til um hvort jólin verði rauð eða hvít. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  Veður nóVember hefur Verið óVenju hlýr Stefnir í hlýjasta nóvember í tæp 70 ár Allt stefnir í að hitamet frá 2002 í nóvem bermánuði verði slegið og verður þetta þá hlýjasti nóvember í áratugi. Snjóa er farið að leysa til fjalla eftir kaldan október og hiti á láglendi sambærilegur við hefðbundinn sept- embermánuð. Tökum á kvikmyndinni Hrútar, sem tekin er upp Bárðardal, hefur verið frestað fram yfir áramót vegna hlýinda. Fresta varð tökum á vetrarsenum á kvikmyndinni Hrútar fram yfir áramót en hún gerist í Bárðardal. Snjóinn vantar eins og sjá má á myndunum. Stóra myndin var tekin á dögunum en sú innfellda þegar tökur hófust. Myndir/Grímar Jónsson Einar Svein- björnsson veðurfræð- ingur. Nú blasa við græn tún og fuglasöngur í Bárðardalnum. 6 fréttir Helgin 21.-23. nóvember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.