Fréttatíminn - 21.11.2014, Page 37
www.smurstodin.is 519 9750
skógarsúran okkar
Við fáum hana frá garðyrkjustöðinni
Ösp þar sem hún er ræktuð á vistvænan
hátt eftir kúnstarinnar reglum. Margir
kannast við þessa ágætu en fágætu súru
frá Skandinavíu, þar sem hún vex villt.
Við notum hana í salatið okkar, því
hún veitir ekki bara sýru og gott bragð
— heldur gefur hún öllu sem hún kemur
nálægt svo ljómandi fallegan svip.
Heitt »leverpostej«, skógarsúrusalat,
beikon og hnúðsellerí
1.590 ,–
Smurstöðin er nýr veitingastaður í Hörpu.
Þar færð þú smurbrauð úr íslensku hráefni,
með nýnorrænu yfirbragði.
ögn súr, en samt
e itthvað svo sæt
B
ra
nd
en
bu
rg
mér í ógæfukonu. Þetta átti ekki
að særa neinn eða gera lítið úr
neinum. Ég hefði kannski átt að
biðjast afsökunar á sínum tíma en
ég geri það hér með. Það fór síðan
líka fyrir brjóstið á fólki þegar ég
spurði Kristínu Júllu hvort hún
gæti breytt fallegri konu eins og
mér í ógæfukonu. Fólk varð alveg
brjálað en þetta er bara minn
húmor. Ég man eftir því að hafa
hitti þekktan sjónvarpsmann á
förnum vegi og spurt hvernig
hann hefði það. Hann svaraði um-
svifalaust að „maður með svona
andlit er aldrei óhamingjumsam-
ur.“ Konur virðast samt ekki mega
grínast svona. Mér fannst líka
miður að Kristín Júlla dróst inn í
þetta en ég hitti hana um dagin og
þá sagðist hún hafa fengið fjölda
verkefna út á þetta þannig að
það fór vel. Þó ég sé með þykkan
skráp er ég ekki átakasækin. Mig
langar að hafa allt gott og vil alls
ekki að einhverjir upplifi að ég sé
að tala niður til þeirra.“
Byrjaði með þjálfaranum
Fólk telur Mörtu Maríu lifa miklu
glamúrlífi en hún segir glamúrinn
líklega ofmetinn. Ég fer á Kaffi-
félagið, er á skrifstofunni, þegar
ég er með strákana geng ég út
klukkan fimm en annas vinn
ég fram á kvöld. Og svo fer ég á
lyftingaræfingu.“ Greint hefur
verið frá því í fjölmiðlum að Marta
María sé að slá sér upp með lyft-
ingaþjálfaranum sínum, Ingimundi
Björgvinssyni, og birtist mynd af
þeim saman á frumsýningu þar
sem fyririsögnin var á þá leið að
hún hefði „frumsýnt“ nýja kærast-
ann. Hún vill lítið ræða samband
þeirra enda frekar nýtt af nálinni
en staðfestir að þau séu par. Marta
María heyrði fyrst af Ingimundi
fyrir nokkrum árum þegar hún tók
viðtal við tvær afrekskonur í kraft-
lyftingum og ákvað að taka líka
viðtal við þjálfarann þeirra, sem
var Ingimundur. Upptakan týndist
og viðtalið fór aldrei í loftið en
seinna sagði Ingimundur Mörtu
Maríu að hann hafi ekkert botnaði
í henni. „Honum fannst ég spyrja
svo kjánalegra spurninga og að ég
vissi ekkert um kraftlyftingar sem
var reyndar rétt. Þegar ég byrjaði
að lyfta ákvað ég að fara til hans
því ég vissi að hann var bestur. Svo
bara náðum við svona vel saman.
Þegar þetta virtist fara að þróast
í meira varð ég samt hikandi því
ef þetta myndi ekki ganga upp
þyrfti ég þá að fara að æfa annars
staðar,“ segir Marta hlæjandi.
„Í fyrsta skipti á ævinni hafði ég
áhyggjur af því að missa af líkams-
ræktaræfingu. En hann hefur haft
jákvæð áhrif á líf mitt og gerir það
innihaldsríkara og betra.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is