Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 21.11.2014, Blaðsíða 60
60 matur & vín Helgin 21.-23. nóvember 2014 Vín vikunnar G runnreglan þegar þú par-ar saman vín og mat er að velja saman vín sem þér lík- ar við mat sem þér líkar. Það skipt- ir í raun meira máli en hversu vel vínið „passar“ með matnum. Þetta á sérstaklega við á veitingastöðum, láttu þjóninn vita hvers konar vín þér líkar og láttu hann hjálpa þér að finna góða blöndu, ekki bara fylgja meðmælum í blindni. Að því sögðu margborgar sig að prófa sig áfram til að víkka sjóndeildarhringinn í stað þess að festast alltaf í þessu sama. Lykillinn að góðri pörun er að átta sig á því hvort vínið eða maturinn sé stjarna kvöldsins. Það þarf ekkert alltaf að vera flóknasti og flottasti maturinn með dýrasta víninu. Alltof fáir byrja á því að velja vínið og finna einfaldan góðan mat til að hafa með. Fáðu vínráðgjafann til að finna með þér vín sem þér finnst spennandi næst þegar þú ferð í vínbúðina og fáðu hann svo til þess að mæla með mat með því víni. Við erum nefnilega svo föst í því að biðja um ráðleggingar með steikinni eða fisknum sem þú ætl- ar að elda og endum alltaf á því að elda það sama og drekka það sama. Það er gott að hrista upp í hlutunum endrum og sinnum. Mundu svo að bera rauðvínið ekki fram of heitt og hvítvínið ekki of kalt. Fáðu líka ráðleggingar um það í vínbúðinni. Nú er ráð að hlaupa út í vínbúð og næla sér í þetta vín en ekki drekka það strax. Þetta er mikið vín, dökkt og þungt. Kröftug blanda í frönskum stíl. Þó nokkur tannín núna en þau munu mildast með árunum því það borgar sig að geyma þetta vín jafnvel í áratug. Það mun bara batna. Ef þú getur ekki beðið þá er gott að para það með bragðmiklum sósum og í guðanna bænum leyfðu því að anda vel. Finca Las Moras Black Label Malbec Gerð: Rauðvín Uppruni: Argentína, 2012 Styrkleiki: 14,5% Þrúga: Malbec Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.499 Argentína er þekkt fyrir að kunna að fara með Malbec- þrúguna. Hún hentar líka vel til ræktunar í þeirri hæð sem argentínskar vínekrur finnast en það veldur því líka að útkoman getur verið ærið misjöfn því aðstæður geta verið mjög misjafnar eftir legu vínekranna þar. Þetta vín er kennslubókardæmi um allt það besta sem þrúgan sú arna hefur upp á að bjóða. Þetta er vel uppbyggt vín með mikilli fyllingu, dökkum ávexti og eik. Góð kaup og passar vel með bragðmiklu kjöti og ostum. Drekkist örlítið kælt í kringum 17°C. Ekki spóla í sama farinu Þetta er léttur og ferskur lífrænt ræktaður Sauvignon Blanc frá Spáni. Vínið er þurrt og sýruríkt og sver sig vel í ætt léttari Sau- vignon-vína. Ávaxtaríkt með áberandi greip og smá ferskju tónum. Passar vel með öllum léttari mat eins og salati og einföldum grænmetisréttum og virkar vel sem fordrykkur. Það væri líka áhugavert að prófa það með sýruríkum geita- osti eða álíka ferskum osti. Chardonnay er vinsælasta hvít- vínsþrúga veraldar. Chablis frá Frakklandi er fyrirmynd annarra Chardonnay-vína. Mörg nýja- heimsvín reyna að nálgast þess konar stíl og þetta vín er í þeim flokki. Ferskt með sítrus og eplum og nauðsynlegri eik. Fínasta Chardonnay á góðu verði miðað við það sem býr í flöskunni. Leyfðu því að standa aðeins á borðinu fyrir drykkju til að leyfa því að hitna smá. Skelfiskur og hvítt kjöt steinliggja með þessu víni. The Chocolate Block Gerð: Rauðvín Uppruni: Suður Afríka, 2012 Styrkleiki: 14,5% Þrúga: Blanda úr 5 þrúgum þar sem Syrah er mest áberandi Verð í Vínbúðunum: Kr. 4.999 Morande Gran Reserva Chardonnay Gerð: Hvítvín Uppruni: Chile, 2013 Styrkleiki: 13,5% Þrúga: Chardonnay Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.799 Mureda Sauvignon Blanc Gerð: Hvítvín Uppruni: Spánn, 2013 Styrkleiki: 12,5% Þrúga: Sauvignon Blanc Verð í Vínbúðunum: Kr. 1.749 Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is  Uppskrift vikUnnar Klístraðir kjúklingaleggir k júklingavængir eru þekkt barfæði en það þarf að borða alveg heilan hell- ing af þeim til að verða saddur og svo eru þeir líka yfirleitt aðeins of sterkir til að vera kvöldmatur fyrir fjölskylduna. Þá er gott að grípa til leggjanna, trommukjuðanna eða hvað sem við köllum þá. Þeir eru nógu mat- armiklir til að borða sem aðalmál- tíð og kjötmagnið gerir það líka að skinnið má vera í sterkari kant- inum án þess að yfirgnæfa máltíð- ina. Bera kjuðana fram bera, með frönskum, fersku hrásalati, hrís- grjónum eða jafnvel kartöflumús. Það skiptir ekki öllu því kjúk- lingurinn og húðin utan um hann skiptir öllu máli. Byrjum á að blanda krydd. Í mortel blöndum við teskeið af kórianderfræjum, ¼ teskeið af reyktri sætri papriku, teskeið af hvoru paprikukryddi og lauk- dufti. Myljum kóríanderfræin saman við og stráum vel yfir legg- ina. Í þessa uppskrift er notaður einn bakki af leggjum sem eru 8 stykki. Þá er ofninn hitaður upp í 180 gráður. Eftir að ofninn er orðinn heitur er kjúklingurinn settur á grind og inn í miðjan ofn. Gott að hafa bakka undir grindinni svo ekkert leki niður í ofninn. Gljáinn Við viljum klístraða og gómsæta bita og það þarf sykur til þess að gljáinn verði klístraður og fínn. Í þennan notum við 1/4 desilítra af hlynsýrópi og 1/4 desílítra af tóm- atsósu. Bætum svo við teskeið af eplaediki og smá af sterkri sósu. Hversu mikið af þeirri sterku er smekksatriði sem og að sósurnar eru missterkar. Teskeið eða tvær til að byrja með og meira næst ef enginn bruni fannst. Þegar kjúklingurinn er búinn að vera í ofninum í um hál f - t íma er blönd- unni pensl- að á all- an legg- inn. Hitinn hækkaður upp í 200 gráður. Korteri eftir það er kjúklingnum snúið við og toppurinn pensl- aður. Annað korter er látið líða og þá er kjúklingnum aftur snúið við og penslað smá á toppinn og aftur inn í ofn í 10 mínútur. Þá er kjúklingurinn tilbúinn og af því að það var nánast ekkert salt brúkað, hvorki á kryddhjúpinn né gljáann, er ekki úr vegi að strá smá af góðu salti yfir klístraða bitana áður en þeir eru bornir fram. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu 1 1.−16. nóv. 2014 Þýdd skáldverk MÓTTÖKURNAR TAKK FYRIR Magimix matvinnsluvélar, blandarar og safapressur. Kaffivélar fyrir Nespresso og kaffi frá Caffé Vergnano fyrir Nespressovélar. fást í Eirvík JÓLAGJAFIRNAR vi lb or ga @ ce nt ru m .is Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is J Ó L AT I L B O Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.