Fréttatíminn - 21.11.2014, Side 58
58 hönnun Helgin 21.-23. nóvember 2014
Kringum jólin berst hingað fyrsta
uppskera frá Spáni af mandarínum
sem þykja þær allra bestu og hefur
orðið til þess að þær eru órjúfan-
legur hluti jólahalds á Íslandi. Fal-
legar og stútfullar af sólarljósi, sem
allir eru þyrstir í um þetta leyti árs,
gera þær að frísklegu og fallegu jóla-
skrauti. Mandarínur í fallegri skál
með nokkrum könglum eru ódýrt og
einfalt jólaskraut sem gefur veislu-
borðinu jólalegan blæ. Svo er ávallt
sígilt að stinga í þær nokkrum negul-
nöglum til að framkalla jólailm.
Það er vel hægt að láta sköpunar-
gleðina fá lausan tauminn á þess-
um árstíma því jólaskreytingar
eiga að vera eins fjölbreyttar og
þær eru margar. Fallegt er að
hengja krans á útidyrnar til þess
að fagna aðventunni og lífga aðeins
upp á skammdegið með ljósum og
litum.
Nú eru límbyssur fáanlegar í
helstu byggingavöruverslunum,
meira að segja í IKEA, og kosta
ekki mikið. Með þeim má föndra
ótrúlegustu hluti, til að mynda fal-
legan og litríkan krans á útidyrnar,
eða bara á stofuvegginn. Nota má
afgangs jólatrésskraut eða kaupa
kúlur og skraut í þeim litum sem
hugurinn girnist. Þeim er ein-
faldlega raðað upp í krans og þær
límdar saman með límbyssu. Sára-
einfalt.
Einfalt
jólaskraut
Heimagerður kúlukrans
D önsku hjónin Tina og Lasse kynntust alpakaullinni á bakpokaferðalagi um Perú
árið 2002. Þau urðu ástfangin af
stórbrotinni náttúru landsins og
góðhjörtuðu íbúum þess. Þau vissu
ekki mikið um alpakaullina í fyrstu,
en uppgötvuðu að hún hefur gegnt
mikilvægu hlutverki við þjóðarbú-
skap Perúmanna í mörg þúsund ár.
Alpaka er dýr af lamaætt og alls eru
um fjórar milljónir alpaka sem eiga
heimkynni í Perú og Andesfjöllun-
um. Í ferðinni keyptu hjónin nokkr-
ar slæður og teppi og gáfu ættingj-
um og vinum við heimkomuna sem
voru alsæl og höfðu orð á því hversu
mjúkar og léttar slæðurnar voru. Í
framhaldinu fóru Tina og Lasse að
þróa með sér viðskiptahugmynd.
Tina og Lasse vildu sameina það
besta úr báðum heimum, það er fín-
legu þræði alpakaullarinnar og nú-
tímalegan skandinavískan stíl. Úr
varð vörumerkið Elvang og meðal
vara sem boðið eru upp á eru slæð-
ur, teppi og púðar. Ullin er unnin í
Perú og ástæðan er einföld – hjón-
unum finnst mikilvæg að stuðla að
hagvexti í heimalandi ullarinnar,
auk þess sem þau vilja nýta sér-
fræðiþekkingu Perúmanna þegar
kemur að vefnaði. Starfsemi Elvang
hefur auk þess skapað yfir 200 störf
í vefnaðarverksmiðjum í Perú og
tryggt fjárhirðum traust viðskipti.
Elvang býður upp á hágæða vefn-
aðarvörur sem framleiddar eru með
heiðarleika og stolt að leiðarljósi.
Elvang leggur jafnframt ríka áherslu
á að öll viðskipti séu stunduð með
siðferðislegum og lögmætum hætti.
Vörurnar frá Elvang eru fáan-
legar í Heimahúsinu sem staðsett
er í Ármúla 8, en þar er einnig að
finna mikið úrval af fallegum hús-
gögnum, gjafavörum og jólavörum.
Unnið í samstarfi við
Heimahúsið
Dönsku hjónin Tina og Lasse
standa á bak við gæðavörurnar
frá Elvang sem unnar eru úr
fíngerðri alpakaull frá Perú
en einkennast sömuleiðis af
nútímalegri skandinavískri
hönnun. Í Heimahúsinu er
hægt að nálgast þessar fallegu
gæðavörur.
Elvang: Danskar
gæðavörur
úr alpakaull
fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420
Heimilistæki
Heimilistækjadagar 20% afsláttur
Allt fyrir jólin
Suðurlandsbraut 50
108 Reykjavík
544 83 00
bláu húsunum við Faxafen
blóma~ og lífstílsbúð
Findu okkur
á Facbook
Laugavegi 25 & 32
ný heimasíða
www.hrim.is
www.hrim.is
VAKANDI!VERTU
blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR
Góð samskipti milli þín og barna
þinna er besta leiðin til að vernda
þau gegn kynferðislegu ofbeldi!