Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Síða 58

Fréttatíminn - 21.11.2014, Síða 58
58 hönnun Helgin 21.-23. nóvember 2014 Kringum jólin berst hingað fyrsta uppskera frá Spáni af mandarínum sem þykja þær allra bestu og hefur orðið til þess að þær eru órjúfan- legur hluti jólahalds á Íslandi. Fal- legar og stútfullar af sólarljósi, sem allir eru þyrstir í um þetta leyti árs, gera þær að frísklegu og fallegu jóla- skrauti. Mandarínur í fallegri skál með nokkrum könglum eru ódýrt og einfalt jólaskraut sem gefur veislu- borðinu jólalegan blæ. Svo er ávallt sígilt að stinga í þær nokkrum negul- nöglum til að framkalla jólailm. Það er vel hægt að láta sköpunar- gleðina fá lausan tauminn á þess- um árstíma því jólaskreytingar eiga að vera eins fjölbreyttar og þær eru margar. Fallegt er að hengja krans á útidyrnar til þess að fagna aðventunni og lífga aðeins upp á skammdegið með ljósum og litum. Nú eru límbyssur fáanlegar í helstu byggingavöruverslunum, meira að segja í IKEA, og kosta ekki mikið. Með þeim má föndra ótrúlegustu hluti, til að mynda fal- legan og litríkan krans á útidyrnar, eða bara á stofuvegginn. Nota má afgangs jólatrésskraut eða kaupa kúlur og skraut í þeim litum sem hugurinn girnist. Þeim er ein- faldlega raðað upp í krans og þær límdar saman með límbyssu. Sára- einfalt. Einfalt jólaskraut Heimagerður kúlukrans D önsku hjónin Tina og Lasse kynntust alpakaullinni á bakpokaferðalagi um Perú árið 2002. Þau urðu ástfangin af stórbrotinni náttúru landsins og góðhjörtuðu íbúum þess. Þau vissu ekki mikið um alpakaullina í fyrstu, en uppgötvuðu að hún hefur gegnt mikilvægu hlutverki við þjóðarbú- skap Perúmanna í mörg þúsund ár. Alpaka er dýr af lamaætt og alls eru um fjórar milljónir alpaka sem eiga heimkynni í Perú og Andesfjöllun- um. Í ferðinni keyptu hjónin nokkr- ar slæður og teppi og gáfu ættingj- um og vinum við heimkomuna sem voru alsæl og höfðu orð á því hversu mjúkar og léttar slæðurnar voru. Í framhaldinu fóru Tina og Lasse að þróa með sér viðskiptahugmynd. Tina og Lasse vildu sameina það besta úr báðum heimum, það er fín- legu þræði alpakaullarinnar og nú- tímalegan skandinavískan stíl. Úr varð vörumerkið Elvang og meðal vara sem boðið eru upp á eru slæð- ur, teppi og púðar. Ullin er unnin í Perú og ástæðan er einföld – hjón- unum finnst mikilvæg að stuðla að hagvexti í heimalandi ullarinnar, auk þess sem þau vilja nýta sér- fræðiþekkingu Perúmanna þegar kemur að vefnaði. Starfsemi Elvang hefur auk þess skapað yfir 200 störf í vefnaðarverksmiðjum í Perú og tryggt fjárhirðum traust viðskipti. Elvang býður upp á hágæða vefn- aðarvörur sem framleiddar eru með heiðarleika og stolt að leiðarljósi. Elvang leggur jafnframt ríka áherslu á að öll viðskipti séu stunduð með siðferðislegum og lögmætum hætti. Vörurnar frá Elvang eru fáan- legar í Heimahúsinu sem staðsett er í Ármúla 8, en þar er einnig að finna mikið úrval af fallegum hús- gögnum, gjafavörum og jólavörum. Unnið í samstarfi við Heimahúsið Dönsku hjónin Tina og Lasse standa á bak við gæðavörurnar frá Elvang sem unnar eru úr fíngerðri alpakaull frá Perú en einkennast sömuleiðis af nútímalegri skandinavískri hönnun. Í Heimahúsinu er hægt að nálgast þessar fallegu gæðavörur. Elvang: Danskar gæðavörur úr alpakaull fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420 Heimilistæki Heimilistækjadagar 20% afsláttur Allt fyrir jólin Suðurlandsbraut 50 108 Reykjavík 544 83 00 bláu húsunum við Faxafen blóma~ og lífstílsbúð Findu okkur á Facbook Laugavegi 25 & 32 ný heimasíða www.hrim.is www.hrim.is VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR Góð samskipti milli þín og barna þinna er besta leiðin til að vernda þau gegn kynferðislegu ofbeldi!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.