Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Qupperneq 20

Fréttatíminn - 21.11.2014, Qupperneq 20
Jólablað Fréttatímans Jólablað Fréttatímans 2014 kemur út miðvikudaginn 26. nóvember Mikið verður lagt í jólablaðið að þessu sinni. Í því verður spennandi, jólatengt efni af ýmsum toga, skrifað af reyndum blaðamönnum. Auglýsingabókanir þurfa að berast fyrir mánudaginn 24 nóvember. Nánari upplýsingar veitir Kristi Jo í síma 531 3307 eða kristijo@frettatiminn.is G unnar Helgason hefur undanfarið heimsótt hátt í 20 skóla og lesið upp úr bók sinni, Gula spjaldið í Gautaborg. Hann segir það vera með því skemmtilegasta sem hann hefur gert. „Ég á eftir að lesa í einhverjum 20 skólum í viðbót og það gengur bara ógeðs- lega vel,“ segir hann. „Ég hef gert þetta með allar bækurnar og þetta er alveg einstaklega gaman. Ég finn það í þeim skólum sem ég hef heimsótt að í öll skiptin þá fjölgar höndunum í hvert skipti þegar ég spyr hverjir séu búnir að lesa fyrri bækur. Ég fæ mikið af spurningum en sú algengasta er kannski hvort sögupersónurnar séu til í alvör- unni. Sem er ekki raunin en saga Ívars, sem er aðal söguhetjan, er byggð á sönnum aðstæðum,“ segir Gunnar. „Þetta áttu að vera þrjár bækur en þær eru orðnar fjórar. Það áttu að líða tvö ár á milli bóka og ég var búinn að teikna þetta þannig upp, en þegar ég kláraði aðra bókina, Aukaspyrnu á Akureyri, þurfti ég að breyta sögunni. Hún endaði svo sorglega og þá varð ég að skrifa Rangstæður í Reykjavík, en hún var aldrei á planinu,“ segir Gunnar. Gunnar var búinn að teikna upp líf sögupersónanna yfir 5 ár sem átti að passa í þrjár bækur, en hann segir atburðarásina hafa breyst um leið og hann var byrjaður að skrifa. „Þetta er svolítið skrítið. Þeir öðl- uðust sjálfstætt líf og maður fékk móral ef maður þurfti að breyta einhverju sem gerðist nokkrum árum áður. Manni fannst maður  bækur Gula spjaldið í GautaborG Leikarinn, leikstjórinn og rithöfundurinn Gunnar Helgason átti sér alltaf þann draum að geta gefið út eina bók á ári. Hann segist vera með tvær bækur á dagskrá á næstunni en hefur fengið að heyra mjög skýrt frá börnum og unglingum hvað þau vilja lesa næst. Nýjasta bókin hans, Gula spjaldið í Gautaborg, er fjórða bókin í bókaröð sem átti að vera þríleikur. Segja má að framvinda sögunnar hafi kallað á fjórar bækur þegar hann var búinn að skrifa tvær bækur. skulda einhverri mann- eskju, sem er ekki til, einhverjar útskýringar,“ segir hann. „Maður ræður ekkert við það þegar planið breytist. Þetta er allt annað kons- ept en maður hefur van- ist í leikhúsunum, til að mynda. Í leikritum þarf að tala við svo marga ef maður ætlar að breyta einhverju, en í bók er maður bara einn. Eini félagsskapurinn sem maður hefur eru sögu- hetjurnar. Þess vegna er ágætt að þær tali til manns,“ segir Gunnar. Bækurnar hafa allar notið mikilla vinsælda og selst mjög vel. Gunnar sagði það alltaf planið. „Maður stefnir alltaf að því að það sem maður geri verði vinsælt. Mað- ur vonar að það nái til þeirra sem skrifað er fyrir. Ef maður ætlar að lifa af þessu verður það að vera stefnan,“ segir Gunnar. „Ég vonaði fyrst og fremst að þetta væri nógu gott til að seljast. Ég vissi það að ég mundi selja eitthvað bara fyrir það að krakkarnir kannast við and- litið á mér, en það dugar bara í eina bók. Salan hefur alltaf aukist með hverri bók, sem er skemmtilegt, og segir manni að kannski eru þær bara nokkuð góðar“ Bók á ári Gunnar er iðinn maður að upplagi og hann segist þrífast vel í brjál- æðinu sem fylgir jólabókaflóðinu og segist ætla að taka oftar þátt, helst á hverju ári. „Mér finnst þetta rosa gaman. Tékka á listunum, fara í skólana, tala við forlagið og mæta út um allt og lesa og svo klukkan 23 á Þorláksmessu andar maður frá sér. Ég er búinn að ákveða að vera með eina bók á ári um ókomna tíð,“ segir Gunnar. „Það hefur alltaf verið draumurinn. Næsta bók mun heita Mamma klikk og ég er byrjaður á henni. Ég var með tvær hug- myndir. Annarsvegar bók sem gerist á vík- ingatímum um krakka sem þurfa að leita uppruna síns og lenda í allskonar orrustum og slíkt, og hins vegar Mamma klikk,“ segir Gunnar. Hver er Mamma klikk? „Ég er mjög hrifinn af klikk- uðum mömmum, í jákvæðum skilningi. Ég á svoleiðis mömmu og ég er giftur svoleiðis mömmu,“ segir Gunnar. „Konur sem gera hluti sem eru aðeins óvenjulegir. Í sögunni minni skammast aðal- persónan sín fyrir mömmu þegar hún gerir þessa hluti. Ég hef látið krakkana sem ég er að lesa fyrir kjósa hvora bókina ég á að skrifa og 90% vilja heyra um Mömmu klikk. Þeim er alveg sama um vík- ingana,“ segir Gunnar. „Ég er að safna sögum í bókina þó þráðurinn sé kominn.“ Hjálp frá markmanni lands- liðsins Gunnar situr nú við handritsgerð að sjónvarpsþáttum sem byggðir eru á fyrstu bókinni, Víti í Vest- mannaeyjum, en áætlað er að taka þættina upp árið 2016. „Sagafilm keypti réttinn að þáttunum og RÚV hefur gefið vilyrði um sýningar. Núna sit ég með Jóhanni Ævari Grímssyni við skriftir að handriti fyrir þættina svo hægt sé að byrja að fjármagna þá. Þetta tekur óra- tíma og vonandi náum við að klára þetta sem fyrst,“ segir Gunnar. „Þetta er langt ferli en ótrúlega spennandi. Það er flókið að gera fótboltamyndir svo þær séu sann- færandi. Það vantar oft þennan hraða sem er í leiknum en þegar ég sá auglýsinguna sem Hannes Þór markmaður gerði fyrir Ice- landair með landsliðinu, sá ég strax að þetta var eins og ég vildi hafa þetta,“ segir Gunnar. „Hannes er að vísu í atvinnumennsku í Nor- egi en hann mun vonandi verða okkur innan handar þegar kemur að framleiðslunni. Ég á bara eftir að tala við hann, þannig að ef hann er að lesa þetta þá veit hann að ég mun hringja,“ segir Gunnar. Mig langar til þess að þessir þættir verði fjölskylduefni, þar sem mamma og pabbi horfa með krökkunum. Allt efni sem krakk- arnir okkar eru að horfa á er erlent efni, sem fjallar ekki um okkar veruleika eða teiknimyndir. Fólkið í blokkinni náði að sameina fjöl- skyldurnar við skjáinn og við þurfum að gera meira af því.“ Engar myndir Undanfarin ár hafa margar íslensk- ar bækur verið gefnar út um allan heim. Gunnar segir vandamálið við sínar bækur það að öðrum þjóðum finnst vanta myndir í bækurnar. „Forlagið fær reglulega fyrirspurn- ir en iðulega finnst útlendingum vera of margar blaðsíður og of fáar myndir. Hérna er ekkert vandamál að gefa út 300 blaðsíðna bók fyrir börn. Þau lesa það bara,“ segir Gunnar. „Það virðist bara vera of mikið fyrir aðra markaði. Kannski munu sjónvarpsþættirnir ýta undir þetta. Þá verður þetta Nonni og Manni sem mæta Latabæ, góð gildi og hreyfing. Er það ekki bara málið?“ Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Ég er mjög hrifinn af klikkuðum mömmum, í jákvæðum skilningi. Nonni og Manni mæta Latabæ Frá upplestri Gunnars Helgasonar í Langholtsskóla. Myndir/Hari 20 viðtal Helgin 21.-23. nóvember 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.