Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 21.11.2014, Blaðsíða 34
Tekur óvægið umtal nærri sér É g byrjaði að æfa kraftlyft-ingar fyrir um ári. Ég átti erfitt með að trúa að þetta gæti verið gaman en ákvað að gefa þessu sjens. Kraftlyftingarnar hafa algjörlega heillað mig og eru núna eitt það alskemmtilegasta sem ég geri. Ég er líka búin að komast að því að ég er mjög sterk. Ég get tekið 115 kíló í hnébeygju sem er rosalega mikið. Það er bara eins og karlmenn taka,“ segir Marta María Jónasdóttir og hlær sínum smitandi hlátri. Í útliti er Marta María Jónasdóttir byrjaði að æfa kraftlyftingar í fyrra og finnst það nú eitt það skemmtilegasta sem hún gerir. Hún skildi við eiginmann sinn í fyrra, synir þeirra eru viku og viku hjá foreldrum sínum og þá skapaðist rými hjá Mörtu Maríu til að gera matreiðslubókina sem hún hafði lengi gengið með í mag- anum. Hún leggur mikið upp úr heilnæmum mat, sér í lagi fyrir strákana sína en sá eldri er með vöðvarýrnunarsjúkdóm en sá yngri er með mikla sjónskerðingu. Hún segist bókstaflega hafa verið kýld niður þegar ljóst var hvað hrjáði drengina og leitað sér faglegrar hjálpar eftir áfallið. Marta segir óvægið umtal um sig að undanförnu hafa tekið á. Hún biður þá afsökunar sem tóku nærri sér þegar hún fór í gervi ógæfukonu. hún kvenleikinn uppmálaður og þó klukkan sé rétt um klukkan tíu á þriðjudagsmorgni þegar hún tekur á móti mér á heimili sínu er Marta í svörtum bundnum kjól, lakk- stígvélum, með óaðfinnanlega liði í hárinu. „Mér finnst svo fyndið að ég sé að stunda kraftlyftingar því þær eru algjör andstaða við annað sem ég geri dags daglega. Það er svo „macho“ að stafla lóðum á stöng og setja magnesíumduft á hendurnar áður en ég byrja lyfta. Þetta er algjörlega frábært.“ Marta býr í 101 Reykjavík, en þangað flutti hún úr Hvassaleitinu eftir skilnað við eiginmann sinn, fyrir hálfu öðru ári. Hún á tvo syni, Helga 8 ára og Kolbein Ara 5 ára, og eru drengirnir hjá þeim viku og viku til skiptis. Heimilið er fagur- lega innréttað, við sitjum á stólum sem ég veit að eru fínir. Marta segir það hafa komið sér skemmti- lega á óvart hvað hún kann vel við sig í miðbænum. „Mér líður vel í þessu um hverfi. Fyrst eftir að ég flutti inn var ég með mjög lítið af dótinu mínu og fyrsta hálfa árið voru engar myndir á veggjunum. Ég var þá glöð að finna að þessir hlutir skiptu mig engu raunveru- legu máli þó ég vilji vissulega hafa fínt í kring um mig. Lífshamingjan stendur ekki og fellur með því hvort það eru fallegar myndir á veggjunum.“ Hún segir það vissu- lega hafa verið erfitt að skilja eftir 12 ára samband. „Þó við höfum gert þetta í vinsemd þá tekur þetta mikið á.“ Bjó til matreiðslubók heima í eldhúsi Þegar líður á kaffibollann hjá okkur tek ég eftir sætum ilmi sem berst frá ofninum. Marta er ekki aðeins í fínum kjól, hælastígvélum með óaðfinnanlegar krullur heldur er hún með rétt í ofninum. „Ég setti epli og banana í ofninn með möndlum og hnetusmjöri. Ég hef ekki gert þetta áður en vonandi verður þetta gott. Það má kannski segja að þetta sé morgunverðar- kaka.“ Hún er mikill matgæðingur og veit fátt betra en góðan mat. Mörtu hafði lengi dreymt um að gefa út matreiðslubók en í gegn um tíðina hefur hún skipulega skrifað niður uppskriftir þegar hún býr til gómsæta rétti. „Eftir að ég eignaðist strákana fór ég að elda meira og huga að næringar- gildi matarins. Þrátt fyrir að hafa langað til að gefa út bók þá hafði ég aldrei tíma enda í fullri vinnu með tvo börn. Svo eftir að ég skildi og strákarnir mínir voru aðra hvora viku hjá föður sínum fann ég að það skapaðist mikið tómarúm og þess vegna ákvað ég að nota tímann í að gera matreiðslubók.“ Undanfarið ár hefur Marta því staðið í ströngu á kvöldin og um helgar við að vinna nýju bók- ina sína MMM - Matreiðslubók Mörtu Maríu sem er nýkomin út. Hún sýnir mér fyrsta eintakið af bókinni. „Þetta eru einfaldir og fjölskylduvænir réttir. Hugmyndin er að það taki innan við hálf- tíma að elda kvöldmatinn. Síðan eru nokkrir helgarréttir sem eru flóknari. Allt er gert frá grunni og hráefnalistinn er einfaldur. Ég þekki engan sem hefur tíma til að eyða hálfum deginum í að elda. Það er líka kafli sem kallast „Gu- ilty pleasures“ og þar er að finna allt það dásamlegasta sem hægt er að smakka á þegar mann langar í sætindi. Aftast í bókinni fjalla ég síðan um hvernig hægt er að nota matvöru til að núllstilla kerfið ef maður hefur ofgert sér,“ segir hún og tekur dæmi um engiferbað sem hún segir endurnæra líkamann algjörlega. Allur húsbúnaður í bókinni er ýmist í eigu Mörtu sjálfrar eða fjölskyldumeðlima, allur maturinn er eldaður í eldhús- inu heima hjá Mörtu og myndaður þar í dagsbirtu af æskuvinkonu hennar, Guðnýju Hilmarsdóttur ljósmyndara, og meira að segja amma Mörtu tók þátt í að strauja dúka fyrir myndatökur og Guðlaug Dagmar, litla systir hennar, hjálp- aði til við matreiðsluna á meðan á tökum stóð. „Mig langaði að þetta væri allt persónulegt og alvöru og mér finnst það hafa tekist.” Leitaði sér hjálpar eftir áfallið Marta leggur sérstaklega mikið upp úr því að synir hennar fái heil- næman og góðan mat, ekki síst vegna þess að þeir eru báðir með sérþarfir. Sá eldri, Helgi, er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duc- henne/Becker og Kolbeinn Ari er með mikla sjónskerðingu. „Þó að matur lækni ekki þá skiptir miklu að fá góða næringu og sneiða hjá aukefnum í mat. Við foreldrar berum mikla ábyrgð þegar kemur að því að fæða börnin okkar.“ Báðir drengirnir voru taldir heil- brigðir við fæðingu og það var því ekki fyrr en seinna sem í ljós kom að það var ekki raunin. „Það hvarflaði ekki að mér þegar ég eignaðist þá að það myndi eitthvað koma upp á seinna. Þegar þeir fengu sínar greiningar ákvað ég að þetta myndi ekki stöðva okkur og hef síðan reynt að gera allt til að gera líf þeirra betra. Við getum ekki tekið þessi frávik í burtu en við getum reynt að hafa hvern dag þannig að allt sé gott. Við reynum að gera eitthvað uppbyggilegt að hverjum degi sem gerir líf okkar betra og að allir fái að njóta sín.“ Marta segir það hafa verið erfitt þegar ljóst var hvað hrjáði dreng- ina og enn er ekki víst hvernig vöðvarýrnunin þróast hjá Helga eða sjónskerðingin hjá Kolbeini Ara. „Þetta var harkaleg leið til að koma mér niður á jörðina. Ég var bókstaflega kýld niður. Ég ákvað að leita mér faglegrar hjálpar því þegar maður verður fyrir áfalli Marta María Jónas- dóttir segir að þrátt fyrir að hún hafi harðan skráp geti verið erfitt að sitja undir óvægnu umtali. Mynd/Hari Framhald á næstuopnu Hver er Fædd 23. mars 1977. Borin og barnfædd í Reykjavík. Í sambandi við Ingimund Björg- vinsson kraftlyft- ingaþjálfara. Tvö börn, Helgi og Kolbeinn Ari. Marta María hannaði föt á sínum yngri árum meðal annars fyrir xtra. is. Þar starfaði hún með Helgu Ólafs- dóttur hönnuði sem nú rekur Ígló&Indí. Hún ætlaði sér stóra sviði á hönn- unarsviðinu áður en hún leiddist út í blaðamennsku. MMM er fjórða bók Mörtu Maríu en hún skrifaði bókina um Nylon stelpurnar sem fékk Bókaverðlaun barnanna 2005 og tvær skáldsögur með vinkonu sinni, Þóru Sigurðar- dóttur. ? 34 viðtal Helgin 21.-23. nóvember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.