Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Side 13

Fréttatíminn - 21.11.2014, Side 13
Fjölbreytt tækifæri fyrir íslenska orku Haustfundur Landsvirkjunar 25. nóvember 2014 kl. 14-16 í Silfurbergi Hörpu Framtíðarsýn Landsvirkjunar er að vera framsækið raforkufyrirtæki á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Við störfum í alþjóðlegu umhverfi og viljum vera meðal þeirra bestu sem vinna og selja orku. Á haustfundinum munum við fjalla um þær spennandi áskoranir og tækifæri sem Íslendingar standa frammi fyrir í orkuvinnslu og raforkusölu. #lvhaustfundur Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Ávarp Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar Nýtt markaðsumhverfi – fjölbreytt eftirspurn Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar Mikilvægi rammaáætlunar – áskoranir og tækifæri Endurnýjanlegir orkugjafar og nýir virkjanakostir Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vatnsaflskostir Margrét Arnardóttir, verkefnastjóri vindorku Vindorkukostir Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Jarðvarmakostir Umræður Fundarstjóri: Brynja Þorgeirsdóttir, dagskrárgerðarmaður Allir velkomnir Skráning á www.landsvirkjun.is Ég hef áður orðið fyrir ein- elti, núna hef ég þroskast , lét ekki bugast og stend upp- réttur. færi ég ekki framar, slæmar minn- ingar myndu eflaust poppa upp þó einhverjar breytingar yrðu gerðar. Ég var líka mjög vantrúaður á við- brögð, þó niðurstaðan yrði mér í hag. Reynslan hafði kennt mér það,“ segir Ægir. Kvíði og óvissa Almenna reglan er sú að ekki megi líða meira en fjórar vikur frá því kæra sé lögð fram þar til niður- staða fæst. Þann 18. júní fékk Ægir hins vegar póst frá mannauðssviði þar sem honum var tilkynnt að þau treystu sér ekki til að vinna málið á tilskyldum tíma vegna sumarleyfa. „Þetta kom mér í opna skjöldu, en betra var að fresta málinu en fá það illa unnið. Þetta jók auðvitað óvissuna og biðin eftir niðurstöðu var erfið, þó ég, sem kennaramennt- aður og vel upplýstur maður, vissi að þetta var einelti og það ljótt. Það gekk ekki að fara inn í veturinn við óbreytt ástand,“ segir Ægir. Kvíðinn jókst og á endanum ákvað Ægir að biðja um launa- laust leyfi. „Ég sendi inn umsókn 7. ágúst, fyrsta starfsdag eftir sumar- leyfi, en þá er enn hálfur mánuður í kennslu og ágætis svigrúm til að ráða í minn stað. Margar kennara- stöður eru lausar á haustin og ekk- ert einsdæmi að sækja um launa- laust leyfi á þessum tíma. Ég fékk ekkert svar,“ segir Ægir. Hann fór nokkru síðar að fá símtöl frá skóla- stjóra en svaraði aldrei leyfisum- sókninni. Ægir bað skólastjóra að hætta símhringingum og vildi hafa samskipti þeirra skjalfest. Þann 20. ágúst sendi skólastjóri loks Ægi tölvupóst þar sem segir: „Það er ekki í boði að veita þér launalaust leyfi nú þegar nemendur eru að mæta í skólann.“ Ægir hafði hins vegar sótt um leyfið tæpum tveimur vikum áður. Rannsókn staðfesti eineltið Sama dag fékk Ægir símtal frá Kristni Breiðfjörð Guðmundssyni, skólastjóra Foldaskóla, þar sem hann segir að Kristinn hafa tilkynnt sér að hann hafi í samráði við Val- gerði Janusdóttur, formann ein- eltisteymis Reykjavíkurborgar og mannauðsstjóra skóla- og frístunda- sviðs, ákveðið að synja leyfisbeiðn- inni, og þau Valgerður hafi komist að þeirri niðurstöðu að farsælast væri að Ægir einfaldlega segði upp störfum við Foldaskóla eða mætti til vinnu strax. Ægir sendi Valgerði tölvupóst til að fá þetta staðfest, en fékk ekkert svar. Daginn eftir að Ægir fór fram á skrifleg svör við því hvort þau hefðu haft með sér samráð um að hann skyldi hætta, fékk hann póst frá skólastjóra um að hann fengi launalaust leyfi. Máli Ægis var vísað til sálfræðistofunn- ar Líf og sál sem tók rannsóknina yfir og skilaði niðurstöðu sinni í lok september þar sem fram kom að Ægir hefði sannarlega orðið fyrir einelti. „Ég var stoltur, hafði haldið haus í þessari baráttu við andlega niður- lægingu og meðvirka stjórnendur, margir hefðu brotnað. Ég er þannig að ég er oft utan kassans, fer ekki alltaf troðnar slóðir. Þannig fólk er oft skotspónn eineltis. Ég hef áður orðið fyrir einelti, núna hef ég þroskast, lét ekki bugast og stend uppréttur,“ segir Ægir. Hann starfar í vetur við einhverf- udeildina í Álfhólsskóla í Kópavogi, en hverfur aftur til starfa í Folda- skóla næsta skólaár, að öllu óbreyttu. Fréttatíminn hafði samband við bæði Kristin skólastjóra og Valgerði Janusdóttur vegna málsins en einu svörin voru staðlaður tölvupóstur frá upplýsingafulltrúa Reykjavíkur- borgar um að þau myndu ekki tjá sig um einstök mál. Ólöf neitar einelti Sjónarhorn Ólafar Pálínu Úlfars- dóttur, kennarans við Foldaskóla sem sálfræðistofan Líf og sál taldi sannarlega hafa lagt Ægi í einelti, er allt annað þegar að samskiptum þeirra Ægis Magnússonar kem- ur. Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður, lögmaður Ólafar Pálínu, hafði þetta um málið að segja: „Umbjóðandi minn lagði ekki umræddan mann í einelti. Því er að okkar mati öfugt farið eins og framganga hans og nýlegir tölvu- póstar hans bera vitni um. Ég er að semja bréf til borgarinnar þar sem öll atvik máls verða dregin fram í skýru ljósi. Talsverðar líkur eru að höfðað verði meiðyrðamál á hendur um- ræddum manni.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Eineltið átti sér stað í Foldaskóla. Ægir þurfti að ganga mikið á eftir því að fá að fara í launalaust leyfi frá kennslunni þar. Mynd/Hari fréttaúttekt 13 Helgin 21.-23. nóvember 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.