Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Blaðsíða 78

Fréttatíminn - 21.11.2014, Blaðsíða 78
 TónlisT ný plaTa Ylju kallasT CommoTion Alltaf verið á skjön við tón­ listarsmekk jafnaldranna Hljómsveitin Ylja sendi á dögunum frá sér sína aðra breiðskífu. Söngkonurnar og andlit sveitar- innar, þær Gígja og Bjartey, segja Ylju vera hljóm- sveit þrátt fyrir að þær séu í for- grunni. Á nýju plötunni Commo- tion segjast þær hafa þróast í þá átt sem þær stefndu að og tónlistin sé orðin aðeins þyngri og þróaðri en á fyrstu plötunni. Ylja heldur út- gáfutónleika í Kaldalónssal Hörpu föstudag- inn 28. nóvem- ber og kemur fram á Jólagest- um Björgvins í desember. V ið kynntumst í Flensborgarskól­anum í Hafnarfirði og byrjuðum að spila saman í kringum 2008,“ segir Bjartey Sveinsdóttir, söngkona í Ylju, þegar hún er spurð um upphaf hljóm­ sveitarinnar. „Síðan höfum við bara verið að bæta á okkur blómum jafnt og þétt,“ bætir Gígja Skjaldardóttir við. „Við vorum búnar að vera saman í kór Flensborgar og kynntumst þegar við ákváðum að taka þátt í söngkeppni skól­ ans. Ég bað Bjarteyju að taka þátt með mér, þrátt fyrir að þekkja hana lítið,“ segir Gígja. „Þannig byrjaði þetta bara.“ Ylja gaf út sína fyrstu plötu árið 2012 og mátti greina mikil þjóðlaga og hippaáhrif í tónlist þeirra. Var það alltaf stefnan? „Það var bara okkar tebolli,“ segir Bjartey. „Við vorum að syngja gömul þjóðlög og fimmundasöng og slíkt,“ segir Gígja. Þær stöllur eru 24 ára gamlar og segjast alltaf verið á skjön við tónlistar­ smekk jafnaldra sína. „Þetta var bara náttúrulegt fyrir okkur,“ segir Gígja. „Við vorum bara í rólegu og fallegu lögunum,“ segir Bjartey. „Auðvitað hlustaði maður á allskonar annað inn á milli, en þetta var alltaf ofan á.“ Á plötunni Commotion eru lögin bæði á ensku og íslensku og segja þær að það hafi bara þróast þannig og hafi alls ekki verið ákveðið. „Við ræddum um það að gera plötuna á ensku, en vorum ekkert búnar að ákveða neitt meira með það, segir Bjartey. Okkur fannst tónlistin okkar passa vel við íslenska texta, og mér fannst skemmtilegra að semja á íslensku,“ segir Gígja. „Við vorum samt búnar að vera að semja á báðum tungumálum áður en platan varð klár, svo við völdum bara þau lög sem voru tilbúin án þess að pæla í því á hvaða máli textarnir voru,“ segir Gígja. „Við vorum búnar að ákveða að nýja platan yrði mest á ensku, bara til þess að breyta til og skora á okkur að gera eitthvað nýtt.“ Hvað með hina meðlimi bandsins, taka þeir jafn mikinn þátt í lagasmíðunum? „Við hugsum Ylju þannig að allir séu jafnir og taki virkan þátt í öllu,“ segir Gígja. „Okkur líður ekki eins og við séum „aðal“ þó það sé kannski þannig út á við. Við semjum lögin mest sjálfar en hinir meðlimirnir taka mikinn þátt í öllum út­ setningum og búa lögin til með okkur.“ Ylja hefur jafnt og þétt náð að verða mjög áberandi í íslensku tónlistarlífi og nú er svo komið að þær koma fram á Jólatón­ leikum Björgvins Halldórssonar í desem­ ber. Er það eitthvað sem kom á óvart? „Það er smá úr karakter, en er mjög skemmtilegt,“ segir Gígja. „Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt,“ segir Bjartey. „Okkur finnst við hafa gert allt á okkar hraða og náð að festa okkur í sessi á okkar forsendum. Björgvin sagði það mikilvægt að við héldum okkar karakter og fengjum að vera þær sem við erum, svo þetta verður bara skemmtilegt,“ segir Gígja. Ylja heldur útgáfutónleika í Kaldalóns­ sal Hörpu föstudaginn 28. nóvember og er miðasala á vef Hörpu. Einnig kemur út myndband með sveitinni á næstu dögum og eru þær að spila við öll tækifæri, hvort sem það eru brúðkaup eða jarðarfarir og allt þar á milli. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Söngkonurnar og andlit hljómsveit- arinnar Ylju, Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveins- dóttir. Önnur breið- skífa sveitarinnar er komin út. Ljósmynd/Hari Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá í Stúdíó Stafni.  mYndlisT Fjörubækur og Fleiri Verk Síðasta sýningarhelgi Kristínar „Fjörubækur og fleiri verk“ nefnist sýning Kristínar Jóns­ dóttur frá Munkaþverá sem nú stendur yfir í Stúdíó Stafni, Ingólfsstræti 6, Reykjavík. Síðasti dagur sýningarinnar er á sunnudag, 23. nóvember, en hún er opin alla daga frá klukkan 14­17. Á sýningunni eru myndverk frá tímabilinu 1982­2004 og hafa mörg þeirra ekki verið sýnd áður. Kristín er fædd á Munka­ þverá í Eyjafirði árið 1933. Hún stundaði nám í Handíða­ og myndlistarskólanum í Reykjavík 1949­1952 og síðar framhalds­ nám í myndlist í Danmörku, Frakklandi og á Ítalíu. Hún hef­ ur haldið yfir 20 einkasýningar á Íslandi, í Bandaríkjunum og Kanada. Sú síðasta var „Orðin, tíminn og blámi vatnsins“ í Listasafni ASÍ í fyrra. Einnig hefur hún tekið þátt í fjölmörg­ um samsýningum á Íslandi og víða um heim. Verk eftir hana er að finna í helstu listasöfnum hér á landi og einnig í söfnum í Bandaríkjunum og Evrópu. 78 menning Helgin 21.-23. nóvember 2014 www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu Fjölmargar spennandi uppskriftir að hollum, einföldum og ódýrum réttum sem henta börnum og barnafjölskyldum. Glæný og girnileg bók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.