Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 21.11.2014, Blaðsíða 22
N ú fer í hönd sársaukafyllsti tími ársins. Þá á ég ekki við tímann sem ég ligg örvingluð í mæjónesmóðu, flökurt af jólaölsþambi. Nei, sá ljúfsári árstími er enn órafjarlægur draumur. Tölum aðeins um tímabilið þar á undan. Prófatíð. Að vera þátt- takandi á blóðugum Hungurleikum hljómar meira heillandi. Að vera Tom Hanks í Cast Away. Eða fórnarlamb Michael Myers í Hallo- ween-myndunum. Vömbin á manni gutl- ar af kaffidrykkju. Tíð taugaáföll á baðher- bergisgólfinu. Efasemd- ir um eigið gáfnafar. Ómögulegt að greina hvar baugarnir enda og geirvörturnar byrja. Fimmtíu fermetra íbúð- in lyktar eins og klósett í Kolaportinu. Rauðvíns- bann. Tilraunir til þess að kæfa sig með koddan- um sínum. Grátur og gnístran tanna. Ég er reynslubolti. Bolti sem er að hefja tíundu prófatíð sína við Há- skóla Íslands. Nei, ég er ekki Georg Bjarnfreðarson eða hvað hann nú hét. Skarta ekki einu sinni tveimur há- skólagráðum. Engu að síður ætla ég að taka mér það bessaleyfi að gauka fáeinum ráðum að bæði þjáningar- systrum mínum og -bræðrum. Gerðu áætlun. Settu upp dagskrá fyrir hvern dag fyrir sig. Áætlaðu hversu mikið efni þú ætlar að tækla og innan hvaða tímamarka. Áætlaðu lærdómshlé. Sem þú eyðir ekki í að þvo þvott eða fara út með ruslið. Þú átt pottþétt vikuumgang af fötum. Það er líka samfélagslega samþykkt að líta út eins og ljótt bútasaums- teppi í prófatíð. Ruslið byrjar ekki að lykta fyrr en á fjórða degi. Það þarf ekki út strax. Gerðu eitthvað annað. Andaðu. Horfðu út í loft- ið. Öskraðu. Hringdu í mömmu. Fáðu þér göngu- túr – hann má samt ekki undir neinum kringum- stæðum enda á barnum í hverfinu. Ég tala af biturri reynslu. Tíunda prófatíðin og allt það. Ef þú lærir á Bókhlöð- unni er gott að hafa lær- dómsfélaga. Það er óþol- andi að þurfa að böggla saman tölvunni sinni í hvert sinn sem náttúran kallar. Einhver verður að vera á vaktinni. Þvaglátin eru jú tíð – kaffið rennur í gegn á ljóshraða. Ekki velja málglöðustu vinkon- una í þetta hlutverk. Þú átt að vera að læra. Ekki að hlusta á væl yfir því að afmælisútgáfan af Omag- gio vasanum hafi selst upp med det samme. Borðaðu morgunmat. Alla daga. Doritos og Red Bull eru ekki morgun- matur. Staðgóður morgun- verður er bráðnauðsynlegt bensín. Tvær bingókúlur í eftirrétt – til þess að minna sig á að það er eitthvað til þess að lifa fyrir. Sofðu. Hentu þér í sófa á Bókhlöð- unni. Hrjóttu í röðinni í Hagkaup. Það má allsstaðar grípa sér fimm mínútna orkulúr. Gerir gæfumuninn. Þess ber þó að gæta að lúrinn endi ekki í fimm tímum. Það er djöfullegt. Þegar bugun er að ná sögulegu há- marki og hvorki bingókúlur né jóla- lögin á Létt-Bylgjunni ná upp lífsvilj- anum er T5 eina ráðið. T5 eða „taka fimm“ eru fimm mínútna óáætluð lærdómshlé. Sem einungis má nota í neyð. Þegar ég tek T5 þá lygni ég aftur augunum. Sé jólafrí og foreldrahús í hillingum. Mömm- umat. Áskrift að Stöð 2. Frítt þvotta- efni. Frítt WiFi. Greiðslukortið mitt lúrandi í vasanum langt fram yf ir áramót. Jólahald. Hangikjöt. Heima- lagað rauðkál. Ah, örvænting mín vík- ur. Ég sé ljós við enda ganganna. Eða við skulum hafa það ljóstýru. Alveg agnarsmáa. En hún er þarna. T5 gerir kraftaverk. Nema þegar það endar í miklu meira en f imm mínútum. Og maður rankar við sér í nýskúruðu húsi, búin að flokka allar ljósmyndir í tölvunni og baka sex sortir. Ef þú hefur lifað af prófatíð áður – þá eru líkurnar þér í hag. Þú lifir þessa sennilega af líka. Ef þetta er þín fyrsta prófatíð hef ég ekkert handa þér nema tilvitun í Hungurleikana: May the odds be ever in your favor. Guðrún Veiga Guð- mundsdóttir er mannfræðinemi frá Eskifirði sem vakið hefur athygli fyrir bloggskrif sín. Hún stjórnaði sjónvarps- þættinum Nenni ekki að elda og gefur út samnefnda bók fyrir jólin. Guðrún Veiga er komin í prófagír sem þýðir að hún má ekki borða Doritos og Red Bull í morgunmat. Þegar baugarnir ná niður að geirvörtum Guðrún Veiga Guðmundsdóttir ritstjorn@ frettatiminn.is Þegar ég tek T5 þá lygni ég aftur augunum. Sé jólafrí og foreldrahús í hillingum. Mömmumat. Áskrift að Stöð 2. Frítt þvottaefni. Frítt WiFi. www.kia.com H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 4- 21 49 Nútímatækni og hönnun hefur ekki einungis skilað mögnuðum gæðabíl, heldur er hann einn sparneytnasti fjöldaframleiddi dísilbíll í heimi. Magn CO2 í útblæstri er einnig mjög lítið svo hann fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mínútur í senn. Að sjálfsögðu er 7 ára ábyrgð á nýjum Kia Rio, svo hún gildir til ársins 2021. Komdu og reynsluaktu, við tökum vel á móti þér. Eyðir aðeins frá 3,6 lítrum á hundraðið ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook Eigum bíla ti l afgre iðslu strax ! Glæsilegur Kia Rio Útborgun aðeins 259.777 kr. Verð frá 2.590.777 kr. Rio 1,1 dísil 90% lán útborgun aðeins 259.777 kr. Aðeins 38.777 kr. á mánuði í 84 mánuði**M.v. 90% bílalán frá Lykli í 84 mánuði. 8,9% óverðtryggðir vextir. Árleg hlutfallstala kostnaðar 10,58%. Nánar á lykill.is. 22 pistill Helgin 21.-23. nóvember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.