Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Page 32

Fréttatíminn - 21.11.2014, Page 32
Sjóðheitur Sanchez mætir slakri vörn Manchester United Stórleikur helgarinnar í enska boltanum er síðdegis á laugardag þegar Arsenal tekur á móti Manchester United. Bæði lið hafa verið óheppin með meiðsli í vetur og eru mun neðar á töflunni en lagt var upp með. Sigurvegarinn gæti hleypt á skeið í toppbaráttunni en liðið sem tapar á minni möguleika. Allra augu verða á Alexis Sanchez sem hefur farið á kostum síðustu vikurnar. Alexis Sanchez Fæddur í Tocopilla í Chile. Aldur: 25 ára Hæð: 169 cm. Lið: Arsenal. Fyrri lið: Barcelona, Udinese. Landsleikir/mörk: 77/26. Leikir/mörk í vetur: 17/11. M yn d/ N or di cP ho to s/ Ge tt y A rsene Wenger, knattspyrnu-stjóri Arsenal, gerði stóru kaupin á Spáni í sumar, annað árið í röð. Í fyrra var það Me- sut Özil frá Real Madrid en í ár kom Alexis Sanchez frá Barcelona. Özil byrjaði með miklum látum í fyrrahaust, raðaði inn mörkum og stoð- sendingum en tímabil hans fjaraði svo út þegar líða fór að jólum og hann hefur ekki náð sér almennilega á strik síðan. Sanchez byrjaði hins vegar frekar rólega en er nú kominn á fullan skrið. Fram undan er stórleik- ur gegn Manchester Uni- ted á Emirates-vellinum í London. Hvorugu lið- inu hefur vegnað vel, Arsenal er í sjötta sæti með 17 stig og Manchester United sæti neðar með 16 stig. Óhætt er því að tala um sex stiga leik; sigurvegararnir gætu komist í hóp fjögurra efstu liða en tapliðið dregst enn frekar aftur úr. Á þessu tímabili hafa verið fleiri fréttir af meiðslum en sætum sigr- um hjá liðunum tveimur, sér í lagi hjá gestunum frá Manchester. Þeg- ar þetta er skrifað gætu allt að tólf leikmenn verið frá um helgina. Í nýafstöðnu landsleikjahléi bætt- ust sterkir leikmenn á borð við Da- ley Blind, Angel di Maria, David de Gea, Michael Carrick og Luke Shaw á meiðslalistann. Og munar um minna. Hjá Arsenal er Danny Welbeck, sem Arsenal keypti ein- mitt frá United í sumar, tæpur. Fjórir aðrir eru frá og munar mestu um Laurent Koscielny og Mathieu Debcuchy. Þá er Mesut Özil einn- ig meiddur. Meiðslin hafa haft þau áhrif á United að vörnin hefur sjaldnast verið skipuð sömu mönnum í tvo leiki í röð og unglingaliðsmenn og miðjumenn hafa þurft að hlaupa í skarðið. Fyrir vikið hefur liðið fengið mun fleiri mörk á sig en oftast áður. Í raun er aðeins einn leikmaður sem fyrir þennan leik sem talist get- ur í toppformi. Alexis Sanchez er markahæsti leikmaður Arsenal og hefur skorað sjö mörk í níu deildar- leikjum í vetur. Þar af eru sex mörk í síðustu fjórum leikjum. Chile-mað- urinn er kominn í hóp markahæstu manna og hlakkar eflaust til að mæta brothættri vörn United. United-menn geta huggað sig við að þeir hafa haft gott tak á Arsenal síðustu árin. Síðasta tap United fyrir Arsenal var í maí 2011 og þar áður var það í nóvember 2008. Í síðustu tíu viðureignum er markatalan 20-6, United í vil. Níu af þeim leikjum voru í úrvalsdeild- inni og í þeim hefur United nælt í 20 stig á móti 5 stigum Arsenal. Markatalan skrifast reyndar að miklu leyti til á 8-2 sigur United árið 2011. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is B R I A N P I L K I N G T O N www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu Falleg jólasaga eftir Brian Pilkington fyrir alla sem verða jólabörn á aðventunni. Einnig fáanlEg á Ensku er komin á kreik! 32 fótbolti Helgin 21.-23. nóvember 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.