Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Síða 32

Fréttatíminn - 21.11.2014, Síða 32
Sjóðheitur Sanchez mætir slakri vörn Manchester United Stórleikur helgarinnar í enska boltanum er síðdegis á laugardag þegar Arsenal tekur á móti Manchester United. Bæði lið hafa verið óheppin með meiðsli í vetur og eru mun neðar á töflunni en lagt var upp með. Sigurvegarinn gæti hleypt á skeið í toppbaráttunni en liðið sem tapar á minni möguleika. Allra augu verða á Alexis Sanchez sem hefur farið á kostum síðustu vikurnar. Alexis Sanchez Fæddur í Tocopilla í Chile. Aldur: 25 ára Hæð: 169 cm. Lið: Arsenal. Fyrri lið: Barcelona, Udinese. Landsleikir/mörk: 77/26. Leikir/mörk í vetur: 17/11. M yn d/ N or di cP ho to s/ Ge tt y A rsene Wenger, knattspyrnu-stjóri Arsenal, gerði stóru kaupin á Spáni í sumar, annað árið í röð. Í fyrra var það Me- sut Özil frá Real Madrid en í ár kom Alexis Sanchez frá Barcelona. Özil byrjaði með miklum látum í fyrrahaust, raðaði inn mörkum og stoð- sendingum en tímabil hans fjaraði svo út þegar líða fór að jólum og hann hefur ekki náð sér almennilega á strik síðan. Sanchez byrjaði hins vegar frekar rólega en er nú kominn á fullan skrið. Fram undan er stórleik- ur gegn Manchester Uni- ted á Emirates-vellinum í London. Hvorugu lið- inu hefur vegnað vel, Arsenal er í sjötta sæti með 17 stig og Manchester United sæti neðar með 16 stig. Óhætt er því að tala um sex stiga leik; sigurvegararnir gætu komist í hóp fjögurra efstu liða en tapliðið dregst enn frekar aftur úr. Á þessu tímabili hafa verið fleiri fréttir af meiðslum en sætum sigr- um hjá liðunum tveimur, sér í lagi hjá gestunum frá Manchester. Þeg- ar þetta er skrifað gætu allt að tólf leikmenn verið frá um helgina. Í nýafstöðnu landsleikjahléi bætt- ust sterkir leikmenn á borð við Da- ley Blind, Angel di Maria, David de Gea, Michael Carrick og Luke Shaw á meiðslalistann. Og munar um minna. Hjá Arsenal er Danny Welbeck, sem Arsenal keypti ein- mitt frá United í sumar, tæpur. Fjórir aðrir eru frá og munar mestu um Laurent Koscielny og Mathieu Debcuchy. Þá er Mesut Özil einn- ig meiddur. Meiðslin hafa haft þau áhrif á United að vörnin hefur sjaldnast verið skipuð sömu mönnum í tvo leiki í röð og unglingaliðsmenn og miðjumenn hafa þurft að hlaupa í skarðið. Fyrir vikið hefur liðið fengið mun fleiri mörk á sig en oftast áður. Í raun er aðeins einn leikmaður sem fyrir þennan leik sem talist get- ur í toppformi. Alexis Sanchez er markahæsti leikmaður Arsenal og hefur skorað sjö mörk í níu deildar- leikjum í vetur. Þar af eru sex mörk í síðustu fjórum leikjum. Chile-mað- urinn er kominn í hóp markahæstu manna og hlakkar eflaust til að mæta brothættri vörn United. United-menn geta huggað sig við að þeir hafa haft gott tak á Arsenal síðustu árin. Síðasta tap United fyrir Arsenal var í maí 2011 og þar áður var það í nóvember 2008. Í síðustu tíu viðureignum er markatalan 20-6, United í vil. Níu af þeim leikjum voru í úrvalsdeild- inni og í þeim hefur United nælt í 20 stig á móti 5 stigum Arsenal. Markatalan skrifast reyndar að miklu leyti til á 8-2 sigur United árið 2011. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is B R I A N P I L K I N G T O N www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu Falleg jólasaga eftir Brian Pilkington fyrir alla sem verða jólabörn á aðventunni. Einnig fáanlEg á Ensku er komin á kreik! 32 fótbolti Helgin 21.-23. nóvember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.