Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Blaðsíða 84

Fréttatíminn - 21.11.2014, Blaðsíða 84
Heyrðu mig nú  AmabAdama Meira hoss óskast Hljómsveitin AmabAdama spratt fram á sjónarsviðið sem ferskur vindur í sumar með laginu Hossa Hossa sem öll þjóðin fékk á heilann. Mátti þar heyra skemmtilega reggíviðbót við poppflóruna á Íslandi og gott að fá nýjar raddir. Hópurinn er ansi áberandi í lífi unga fólksins um þessar mundir og má segja að AmabAdama sé nokkurskonar fjöllista- hópur. Eins og Gus Gus var fyrir 20 árum. Fyrstu plötu sveitarinnar var því beðið með nokkurri eftirvænt- ingu og er hún komin út. Platan Heyrðu mig nú hefst á hinu létta lagi „Það sem þú gefur“ og maður fer í einhvern Eddie Grant fílíng. Er það gott? Já kannski í smá stund. Platan er þó full einsleit. Það er mikið unnið með hin hefðbundnu reggí efnistök. Lögin renna þó full auðveldlega saman í eitt og ekkert sem stendur beint upp úr, nema þá smellurinn Hossa Hossa. Það er einhver kæru- leysislegur kraftur í því lagi sem vantar í hin lögin. Flutningur er þó allur til fyrirmyndar og söngkonan Salka Sól er með mjög skemmtilega rödd sem væri gaman að sjá í fleiri hlutverkum. Söngur hennar og Steinunnar eru ljósustu punktar plötunnar. Bestu lögin: Berðu höfuðið hátt, Hossa Hossa og Gaia. Coolboy  Oyama Nýbylgjutímavél Oyama er nýtt nafn í íslensku tónlistarlífi og gefur nú út sína fyrstu plötu eftir að hafa gefið út stuttskífu í byrjun síðasta árs. Tónlist Oyama er það sem kallaðist í mínu ungdæmi nýbylgju- tónlist, þó það séu vafalaust til fínni nöfn yfir það í dag. Þetta er látlaus tónlist, mikið unnið með endurteknar hljómaskiptingar í bland við seiðandi söng söngvarana tveggja, Bergs Thomasar Andersen og Júlíu Hermanns- dóttur. Oft á tíðum finnst manni eins og Stone Roses og Breeders hafi tekið sér bólfestu í þessum krökkum og það er margt verra en sá félagsskapur. Oyama á vafalaust eftir að láta meira að sér kveða í framtíðinni og þetta er efnileg frumraun. Hljóðheimurinn er mjög vel samansettur fyrir þessa tegund tónlistar og hæfilegur hráleiki er til staðar, sem er nauðsynlegt í þessari tegund rokks. Bestu lögin: The Right Amount, Another Day og Siblings Commotion  Ylja Heilsteyptar raddir Hippastelpurnar og strák- arnir í Ylju senda nú frá sér sína aðra plötu. Það hefur ýmislegt gerst hjá þessari sveit síðan fyrsta platan kom út árið 2012. Maður heyrir að þær Gígja og Bjartey hafa þróað sína tónlist og eru tölu- vert heilsteyptari og syngja sinni röddu sterkar á þessari plötu. Platan inniheldur 9 lög sem eru bæði á íslensku og ensku. Stundum hefur það truflað undirritaðan en ekki svo í þetta sinn. Kannski er það vegna þess að platan er mjög sterk sem heild. Meðlimir Ylju eru lunknir laga- og textasmiðir og leitun er að öðrum eins samhljómi tveggja radda. Auðvitað halda þær enn í þetta hippa- lega yfirbragð sem hefur einkennt þær hingað til en þegar hlutir eru gerðir af sannfæringu þá er auðvelt að hrífast með. Bestu lög Light As A Stone, Shadows og Sem betur fer.  Í takt við tÍmann JóHanna Gunnþóra Guðmundsdóttir Heimspekingarnir fara á Húrra Jóhanna Gunnþóra Guðmundsdóttir er 21 árs heimspekinemi, blaðamaður á veftímaritinu Blæ og nemi í Söngskóla Reykjavíkur. Hún keyrir um á Mözdu og æfir Crossfit í Elliðaárdalnum. Staðalbúnaður Ég elska hausttískuna því ég vil klæðast kósí og þægilegum fötum. Ég er mjög hrifin af mjúkum litum, pastellitum. Fötin kaupi ég til dæmis í Zöru, H&M, Topshop og Spútn- ik og þessa dagana er ég alltaf í Dr. Martens skóm. Hugbúnaður Þegar ég á lausa stund finnst mér gaman að vera með vinum mínum og spjalla um lífið og tilver- una. Mér finnst líka gam- an að fara í göngutúra og hreyfa mig. Ég fer í Cross- fit í Elliðaárdalnum. Tíu dropar finnst mér yndis- legt kaffihús og Stofan líka. Á djamminu hef ég aðallega farið á Prikið undanfarið en nú er ég að reyna að breyta til og fer líka á b5 og Húrra. Heim- spekingarnir fara svolítið á Húrra. Á barnum panta ég mér yfirleitt bjór eða gin & tónik. Þegar mikið er að gera eins og núna horfi ég ekki mikið á sjón- varpið en mér finnst samt gaman að horfa á þætti og Mindy Project eru mjög skemmtilegir. Vélbúnaður Ég keypti mér Macbook Air fyrir skólann og svo er ég með Samsung Ga- laxy S4. Ég er mjög virk í samskiptum við fólk í gegnum samfélagsmiðla, bæði fyrir Blæ og Vöku. Ég nota Instagram og er óður Snapchattari. Aukabúnaður Mér finnst gaman að elda og prófa mig áfram í eld- húsinu en kannski geri ég ekki nógu mikið af því. Það er misjafnt hvað ég fæ mér þegar ég borða úti, stundum langar mig í eitthvað gott eins og Gló eða sushi en stundum finnst líka gott að fá mér bara pönnupítsu. Ég tek þetta mataræði ekki of alvarlega. Ég keyri um á Mözdu 2006 árgerð og við eigum mjög vel saman. Ég tók mér ársfrí eftir Versló til að ferðast með vinkonum mínum. Við vorum í fjóra mánuði og fórum um Suðaustur-Asíu og Ástralíu. Það var frá- bært. Mér finnst gaman að fara í leikhús og er ein- mitt að fara á Hnotubrjót- inn í kvöld. Lj ós m yn d/ Te it ur Plötuhorn Hannesar 84 dægurmál Helgin 21.-23. nóvember 2014 FACEBOOK.COM/ORGREYKJAVIK INSTAGRAM @ORG_REYKJAVIK LAUGAVEGI 58 organic fair trade fashion
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.