Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Page 22

Fréttatíminn - 21.11.2014, Page 22
N ú fer í hönd sársaukafyllsti tími ársins. Þá á ég ekki við tímann sem ég ligg örvingluð í mæjónesmóðu, flökurt af jólaölsþambi. Nei, sá ljúfsári árstími er enn órafjarlægur draumur. Tölum aðeins um tímabilið þar á undan. Prófatíð. Að vera þátt- takandi á blóðugum Hungurleikum hljómar meira heillandi. Að vera Tom Hanks í Cast Away. Eða fórnarlamb Michael Myers í Hallo- ween-myndunum. Vömbin á manni gutl- ar af kaffidrykkju. Tíð taugaáföll á baðher- bergisgólfinu. Efasemd- ir um eigið gáfnafar. Ómögulegt að greina hvar baugarnir enda og geirvörturnar byrja. Fimmtíu fermetra íbúð- in lyktar eins og klósett í Kolaportinu. Rauðvíns- bann. Tilraunir til þess að kæfa sig með koddan- um sínum. Grátur og gnístran tanna. Ég er reynslubolti. Bolti sem er að hefja tíundu prófatíð sína við Há- skóla Íslands. Nei, ég er ekki Georg Bjarnfreðarson eða hvað hann nú hét. Skarta ekki einu sinni tveimur há- skólagráðum. Engu að síður ætla ég að taka mér það bessaleyfi að gauka fáeinum ráðum að bæði þjáningar- systrum mínum og -bræðrum. Gerðu áætlun. Settu upp dagskrá fyrir hvern dag fyrir sig. Áætlaðu hversu mikið efni þú ætlar að tækla og innan hvaða tímamarka. Áætlaðu lærdómshlé. Sem þú eyðir ekki í að þvo þvott eða fara út með ruslið. Þú átt pottþétt vikuumgang af fötum. Það er líka samfélagslega samþykkt að líta út eins og ljótt bútasaums- teppi í prófatíð. Ruslið byrjar ekki að lykta fyrr en á fjórða degi. Það þarf ekki út strax. Gerðu eitthvað annað. Andaðu. Horfðu út í loft- ið. Öskraðu. Hringdu í mömmu. Fáðu þér göngu- túr – hann má samt ekki undir neinum kringum- stæðum enda á barnum í hverfinu. Ég tala af biturri reynslu. Tíunda prófatíðin og allt það. Ef þú lærir á Bókhlöð- unni er gott að hafa lær- dómsfélaga. Það er óþol- andi að þurfa að böggla saman tölvunni sinni í hvert sinn sem náttúran kallar. Einhver verður að vera á vaktinni. Þvaglátin eru jú tíð – kaffið rennur í gegn á ljóshraða. Ekki velja málglöðustu vinkon- una í þetta hlutverk. Þú átt að vera að læra. Ekki að hlusta á væl yfir því að afmælisútgáfan af Omag- gio vasanum hafi selst upp med det samme. Borðaðu morgunmat. Alla daga. Doritos og Red Bull eru ekki morgun- matur. Staðgóður morgun- verður er bráðnauðsynlegt bensín. Tvær bingókúlur í eftirrétt – til þess að minna sig á að það er eitthvað til þess að lifa fyrir. Sofðu. Hentu þér í sófa á Bókhlöð- unni. Hrjóttu í röðinni í Hagkaup. Það má allsstaðar grípa sér fimm mínútna orkulúr. Gerir gæfumuninn. Þess ber þó að gæta að lúrinn endi ekki í fimm tímum. Það er djöfullegt. Þegar bugun er að ná sögulegu há- marki og hvorki bingókúlur né jóla- lögin á Létt-Bylgjunni ná upp lífsvilj- anum er T5 eina ráðið. T5 eða „taka fimm“ eru fimm mínútna óáætluð lærdómshlé. Sem einungis má nota í neyð. Þegar ég tek T5 þá lygni ég aftur augunum. Sé jólafrí og foreldrahús í hillingum. Mömm- umat. Áskrift að Stöð 2. Frítt þvotta- efni. Frítt WiFi. Greiðslukortið mitt lúrandi í vasanum langt fram yf ir áramót. Jólahald. Hangikjöt. Heima- lagað rauðkál. Ah, örvænting mín vík- ur. Ég sé ljós við enda ganganna. Eða við skulum hafa það ljóstýru. Alveg agnarsmáa. En hún er þarna. T5 gerir kraftaverk. Nema þegar það endar í miklu meira en f imm mínútum. Og maður rankar við sér í nýskúruðu húsi, búin að flokka allar ljósmyndir í tölvunni og baka sex sortir. Ef þú hefur lifað af prófatíð áður – þá eru líkurnar þér í hag. Þú lifir þessa sennilega af líka. Ef þetta er þín fyrsta prófatíð hef ég ekkert handa þér nema tilvitun í Hungurleikana: May the odds be ever in your favor. Guðrún Veiga Guð- mundsdóttir er mannfræðinemi frá Eskifirði sem vakið hefur athygli fyrir bloggskrif sín. Hún stjórnaði sjónvarps- þættinum Nenni ekki að elda og gefur út samnefnda bók fyrir jólin. Guðrún Veiga er komin í prófagír sem þýðir að hún má ekki borða Doritos og Red Bull í morgunmat. Þegar baugarnir ná niður að geirvörtum Guðrún Veiga Guðmundsdóttir ritstjorn@ frettatiminn.is Þegar ég tek T5 þá lygni ég aftur augunum. Sé jólafrí og foreldrahús í hillingum. Mömmumat. Áskrift að Stöð 2. Frítt þvottaefni. Frítt WiFi. www.kia.com H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 4- 21 49 Nútímatækni og hönnun hefur ekki einungis skilað mögnuðum gæðabíl, heldur er hann einn sparneytnasti fjöldaframleiddi dísilbíll í heimi. Magn CO2 í útblæstri er einnig mjög lítið svo hann fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mínútur í senn. Að sjálfsögðu er 7 ára ábyrgð á nýjum Kia Rio, svo hún gildir til ársins 2021. Komdu og reynsluaktu, við tökum vel á móti þér. Eyðir aðeins frá 3,6 lítrum á hundraðið ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook Eigum bíla ti l afgre iðslu strax ! Glæsilegur Kia Rio Útborgun aðeins 259.777 kr. Verð frá 2.590.777 kr. Rio 1,1 dísil 90% lán útborgun aðeins 259.777 kr. Aðeins 38.777 kr. á mánuði í 84 mánuði**M.v. 90% bílalán frá Lykli í 84 mánuði. 8,9% óverðtryggðir vextir. Árleg hlutfallstala kostnaðar 10,58%. Nánar á lykill.is. 22 pistill Helgin 21.-23. nóvember 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.