Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.08.2014, Side 12

Fréttatíminn - 22.08.2014, Side 12
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. L Langlundargeð íbúa á sunnanverðum Vest- fjörðum vegna úrræðaleysis í samgöngu- málum er á þrotum, eins og fram kemur í bréfi frá formanni Patreksfirðingafélagsins og formanni Arnfirðingafélagsins til allra þingmanna. Bætist bréf þeirra við samþykkt- ir sveitarfélaga á svæðinu og Fjórðungssam- bands Vestfirðinga. Bent er á að nauðsyn- legar samgöngubætur hafi setið á hakanum. Þær séu komnar á sama stað og fyrir tólf árum, á byrjunarreit. Þá er átt við samgöngubætur sem lengi hafa staðið til í Reykhóla- hreppi í Austur-Barðastrandar- sýslu, nánar til tekið í Gufu- dalssveit. Þar eru mjóir og úr sér gengnir malarvegir og yfir tvo erfiða fjallvegi að fara, Ódrjúgsháls og Hjallaháls, sem taldir eru beinlínis hættulegir að vetrarlagi. Vegurinn tengir þéttbýlisstaði og aðra byggð sunnanverðra Vestfjarða við hringveginn. „Samfélagið á sunnanverðum Vestfjörðum hefur staðið veikt um árabil en með sam- heldni, vestfirskum krafti og áræðni hefur tekist að koma á viðsnúningi og nú ríkir að mörgu leyti bjartsýni og trú á framtíðarhorfur svæðisins. Útgerð hefur eflst, fiskeldisfyrir- tæki haslað sér völl og styrkst í sessi, aðstaða til móttöku ferðafólks hefur batnað, ferða- mönnum fjölgað og svo mætti áfram telja. En á sama tíma varpar vegakerfið löngum skugga sínum yfir svæðið,“ segir í bréfi for- manna fyrrgreindra félaga til þingmanna. Þeir benda á að ekkert þokist og stjórn- völd taki ekki af skarið og höggvi á hnútinn. „Hér er horft til vegabóta í Gufudalssveit en þar kasta á milli sín stofnanir ríkisins hug- myndum sem allir, utan örfárra svokallaðra umhverfissinna, eru sammála um að séu ekki aðeins skynsamlegar heldur og bráðnauðsyn- legar. Þessar vegabætur eru kjarninn í því að viðhalda og efla samfélagið en örfáir og háværir einstaklingar halda þeim í herkví og ekkert gerist,“ segja formennirnir enn fremur. Um er að ræða langvarandi deilur og málaþras vegna vegalagningar um Teigsskóg. Eins og fram kom í Fréttatímanum í liðnum mánuði ætlar Vegagerðin að reyna til þrautar að koma veginum í gegnum skipulagsferli en Skipulagsstofnun hafnaði á sínum tíma veglíngu í gegnum birkiskóginn vegna um- hverfisáhrifa. Vegagerðin hefur því óskað eftir nýju umhverfismati miðað við breytta veglínu. Ástæða þess að stofnunin leggur áherslu á veglagningu um Teigsskóg er tvíþætt. Annars vegar það mat að vegur út norðan- verðan Þorskafjörð og þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar sé öruggasti vegurinn. Hins vegar er það kostnaðarspursmál, að mati vegamálastjóra, sem segir þessa veglínu vera þremur milljörðum ódýrari en næsti kostur sem kæmi þá upp á borðið. Það sé einfaldlega ábyrgðarhluti að reyna ekki að koma málinu í gegn á þessum forsendum enda hægt að gera gífurlega mikið í samgöngumálum, þarna og annarsstaðar, fyrir þrjá milljarða. Undir þetta taka formenn Patreksfirð- ingafélagsins og Arnfirðingafélagsins í bréfi sínu til þingheims og segja: „Um er að ræða jarðgöng í þessu samhengi, en við spyrjum; vilja menn virkilega horfa á lausn sem kostar 3.000 milljónum króna meira og fer í ein- hverja óskilgreinda biðröð jarðganga í stað þess að ganga hreint til verks og framkvæma hagkvæmustu lausnina.“ Þeir spyrja síðan: „Hvar er fólkið og vegfarendurnir í breyt- unni? Hvers virði er mannslífið og mannlífið á Vestfjörðum? Erum við ekki hluti þeirrar náttúru, þeirrar flóru sem þarf að vernda? Hvers eigum við að gjalda að þurfa að aka eftir vegum sem lagðir voru um miðja síð- ustu öld og eru niðurgrafnir með 180 gráðu beygjum þar sem bratti er meiri en framleið- endur ökutækja í dag gera ráð fyrir að bílum þeirra sé ekið?“ Málið er á borði Alþingis en ekki síst Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráð- herra. Hún lýsti því raunar yfir, skömmu eftir að hún tók við embætti, að hún væri hlynnt vegalagningu um Teigsskóg. Það er því ráð- herrans að sjá til þess að höggvið verði á þann hnút sem í áraraðir hefur hindrað löngu tímabærar samgöngubætur á svæðinu. Langlundargeð íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum á þrotum Höggva þarf á hnútinn Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Nærandi nammigott Engi viðbæur sykur! Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is Vönduð vinna Stofnað 1952 Mikið úrval af fylgihlutum Steinsmiðjan Mosaik Legsteinar WWW.LEIKHUSID.IS 12 viðhorf Helgin 22.-24. ágúst 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.