Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.08.2014, Qupperneq 24

Fréttatíminn - 22.08.2014, Qupperneq 24
Demantshringur 0.70ct Verð 680.000.- siggaogtimo.is A rnar Ze er að taka hádeg-islúrinn þegar ég kem að heimili Aðalheiðar Jóns- dóttur og Guðfinns Kristmannsson- ar í Garðabænum. Það er því heldur rólegt á þessu tveggja barna heimili því Stefanía Carol er á leikskólan- um. Hún er fimm ára gömul, fædd í Kólumbíu og myndir af henni prýða stofuveggina. Varla hefur enn gefist tími til að koma myndum af Arnari Ze upp á vegg enda aðeins um mán- uður síðan fjölskyldan sótti hann til Kína. „Dagsdaglega hugsum við ekkert um þau sem ættleidd börn frá sitt hvoru landinu. Þau eru bara börnin okkar,“ segir Aðalheiður. Ég kemst að þeirri niðurstöðu að heim- ilislegast sé að ég tylli mér í þriggja sæta sófa í stofunni og þau hjónin setjast síðan hvort í sinn hæginda- stólinn til hliðar við mig. Þau hafa á orði að þetta sé heldur óhefðbund- in uppstilling. „Við sitjum núna þar sem félagsráðgjafarnir setjast þeg- ar þeir eru að taka okkur út en þú situr þar sem við sitjum venjulega.“ Þau gera þó engar athugasemdir við þessa sætaröðun og við förum í huganum í nokkur ár aftur í tímann. Aðalheiður og Guðfinnur sóttu upphaflega um að ættleiða barn frá Kólumbíu árið 2007. „Vegna ófrjó- semi reyndum við nokkrar smásjár- frjóvganir en gáfumst heldur fljótt upp á því og ákváðum að reyna að ættleiða. Það var engin sérstök ástæða fyrir því að Kólumbía varð fyrir valinu,“ segir hún. Biðtíminn eftir barni frá Kólumbíu var um 18 mánuðir en það breyttist sannarlega og alls þurftu þau að bíða í fimm ár eftir að fá barn. Mikið hægðist á ferlinu skömmu eftir að þau sóttu um en þegar þau voru úti að sækja Stefaníu Carol hittu þau önnur hjón sem fóru þangað til að ættleiða tvær stúlkur en í stað þess að vera í um sex vikur, eins og upphaflega stóð til, þurftu þau hjón að vera úti í rúmt ár. Fjallað var um mál þeirra í íslenskum fjölmiðlum en dómari bannaði þeim að fara með stúlkurn- ar úr landi. „Það mál var í gangi þeg- ar við fórum út og mamma í raun kvaddi mig eins og ég væri ekkert á leiðinni heim aftur á næstunni,“ segir Aðalheiður en þau lentu ekki í neinum vandræðum. Mögnuð lífsreynsla Stefanía Carol var þriggja ára þeg- ar þau sóttu hana. „Hún hafði verið tekin af blóðmóður sinni vegna lé- legs aðbúnaðar. Það var dómsmál í Kólumbíu og eftir það fór hún í fóstur.“ Þau voru skiljanlega viðbú- in öllu þó þau reyndu að vona það besta. Stóra stundin rann upp þann 14. ágúst 2012 þegar þau mættu á ættleiðingarskrifstofuna, ásamt fjölda annarra verðandi foreldra. Þau fylgdust með börnum hitta nýja foreldra í fyrsta sinn og loks var nafnið þeirra kallað upp. „Það er mögnuð lífsreynsla að fara og sækja barn, sækja barnið sitt. Það var ógleymanlegt að fá hana í hendurn- ar og þessi fyrstu dagar voru ótrú- legir. Við vorum áður búin að horfa á myndbönd af fólki sem er að hitta ættleiddu börnin sín í fyrsta sinn en í öllum stressinu gleymdum við að taka myndir,“ segir Aðalheiður. Hún lítur á Guðfinn, þau brosa hvort til annars og hann bætir við: „Þetta var hálf óraunverulegt en samt vorum við svo glöð og ánægð,“ segir hann. Stefanía var nefnd eftir ömmu Aðalheiðar. „Okkur fannst nafnið Stefanía passa vel við Carol sem er kólumbíska nafnið hennar. Skömmu eftir að hún kom sneri hún upp á sig ef við kölluðum hana Stefaníu og hún sagðist heita Carol. Ég held að það sé mikilvægt að halda nöfnum barna sem eru orðin svona stálpuð,“ segir Aðalheiður. Þau æfðu helstu orð í spænsku áður en þau þurftu samt að fletta upp í orðabók þegar hún bað stöðugt um „huevo“ og þau komust loks að því að það þýðir egg, sem henni þykja mikið lostæti. „Hún er núna orðin rúmlega fimm ára. Hún aðlagaðist okkur vel strax. Í grunninn er hún mjög hjartahlý, góð og algjör kelirófa.“ Fljótlega eftir að þau komu heim með Stefaníu Carol ákváðu þau að skila aftur inn umsókn um ætt- Duttu tvisvar í lukkupottinn Stefanía Carol var tekin af blóðmóður sinni í Kólumbíu vegna lélegs aðbúnaðar og Arnar Ze var sex mánaða gamall skilinn eftir fyrir utan spítala í Kína. Bæði búa þau nú í Garðabænum með foreldrum sínum, þeim Aðalheiði Jónsdóttur og Guðfinni Kristmannssyni. Tvö ár eru síðan þau ættleiddu Stefaníu Carol og þó aðeins sé mánuður síðan Arnar Ze kom til Íslands kann hann þegar að vel að meta slátur. leiðingu til Íslenskrar ættleiðingar og í ársbyrjun 2013 sóttu þau um að ættleiða barn frá Kína. „Þetta gekk í raun ótrú- lega hratt fyrir sig í seinna skiptið. Við völdum að fá barn af lista yfir börn með „skilgreindar þarfir“ eins og það kallast. Á þessum lista eru þúsundir kínverskra barna sem eru allt frá því að vera mjög fötluð yfir í að mjög lítið ami að þeim. Þetta geta verið hjartagallar, skert sjón eða stórir fæðingablettir. Við fengum svo aðstoð frá lækni við að meta hvers konar sérþarfir við treystum okkur til að upp- fylla. Það er sjö ára biðlisti eftir að ætt- leiða alheilbrigð börn frá Kína en hinn biðlistinn er mun styttri.“ Gestur Pálsson barnalæknir hefur verið félaginu Íslenskri ættleiðingu innan handar frá upphafi og segja Aðalheiður og Guðfinnur aðstoð hans ómetanlega. Þurftu að hafna tveimur börnum Eftir að þau höfðu ákveðið sín viðmið fór Íslensk ættleiðing að skima eftir barni. Kyn skipti þau ekki máli, helst vildu þau barn undir tveggja ára aldri en þau treystu sér ekki til að taka við mjög fötluðu barni. „Nú í janúar fengum við upplýsingar um 2ja ára stelpu sem var með skarð í vör og klofinn góm. Allir hennar pappírar litu af- skaplega vel út, við samþykktum að taka hana og biðjum um viðbótarupplýsingar. Þær berast mánuði síðar en þá kemur í ljós að hún er alvarleg hreyfihömluð og líklega einhverf. Staðan var því heldur breytt og læknar ráðlögðu okkur að bakka út. Það reyndi gríðarlega á okkur að gera það en fólk á auðvitað ekki að taka að sér börn sem það treystir sér ekki til að sjá um. Við hugsuðum um að við værum ekki bara að binda okkur til að sjá um hana það sem eftir væri heldur myndi það binda Stef- aníu Carol líka,“ segir Aðalheiður og þau hættu formlega við að ættleiða stúlkuna. Í apríl fengu þau gögn um 2ja ára strák sem þeim leist vel á en vegna þess hversu margir óvissuþættir voru í þeim óskuðu þau eftir viðbótarupplýsingum sem aldrei bárust. „Við þurftum því að hafna tveimur börnum. Það var gríðarlega erfitt,“ segir Guðfinnur þungur í bragði. En það lifnar yfir þeim þegar Aðalheiður rifjar upp sím- talið örlagaríka um Arnar Ze. Greindur með hjartagalla „Það var 27. maí sem við fengum upp- lýsingar um rúmlega tveggja ára dreng sem var sagður með vægan hjartagalla, að hjartalokurnar leki örlítið. Okkur leist mjög vel á öll viðbótargögn og staðfest- um að við vildum ættleiða hann,“ segir hún. Enn og aftur gekk allt hraðar fyrir sig en þegar þau sóttu Stefaníu Carol og í stað þess að fá boð um að fara til Kína um hálfu ári seinna, þegar öll gögn eru frágengin þar, fengu þau óvænt þær upp- lýsingar að þau þyrftu að koma eftir rúm- an mánuð. „Við auðvitað höfum okkar skuldbindingar, til að mynda í vinnu, en allir voru mjög skilningsríkir og einhvern veginn gekk þetta allt upp,“ segir hún. Það er eins og Arnar Ze hafi skynjað að við værum að tala um hann því allt í einu heyrist lágvær grátur frá neðri hæðinni þar sem hann tók blundinn sinn. Guðfinn- ur fer niður og kemur stuttu seinna upp með soninn. Þrátt fyrir að hafa aðeins búið þarna í mánuð gerir hann sér vitanlega vel grein fyrir að ég er utanaðkomandi og horfir lengi stóreygður á mig. Hann reyn- ir því næst að gera sig skiljanlegan á kín- Við þurftum að hafna tveimur börnum. Það var gríðar- lega erfitt. Aðalheiður Jónsdóttir og Guðfinnur Kristmanns- son ásamt þeim Stef- aníu Carol, fimm ára, og Arnari Ze, tveggja ára. Í Kína var Arnar Ze greindur með hjartagalla sem virðist vera horfinn. Mynd/Hari 24 viðtal Helgin 22.-24. ágúst 2014 Framhald á næstu opnu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.