Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.08.2014, Page 26

Fréttatíminn - 22.08.2014, Page 26
versku og pabbi hans svarar honum hlýlega á íslensku, og þó hvorugur hafi væntanlega hugmynd um hvað hinn er að segja fara þeir saman inn í eldhús og sækja vatn og seríós. Arnar Ze kann að segja mamma, pabbi og kaka, sem merkir Carol. Hann kann líka að segja kúka, ban- ani og sitja.“ Vilja frekar fisk en pítsu „Stefanía Carol kom með okkur út að sækja hann. Við höldum að það hafi hjálpað honum að tengjast okkur. Þau mynduðu strax náin tengsl,“ segir Að- alheiður. Þau fengu dagsplan Arnars Ze frá munaðarleysingjaheimilinu með upplýsingum um hvenær hann svaf og hvað hann borðaði. „Hann fékk mjólkurduft og grauta. Það er matur sem er ódýr og auðvelt að fæða marga með. Við keyptum mjólkurduft en hann vildi ekki sjá það og var mun hrifnari af drykkjarjógúrtinu sem við vorum með. Þau eru bæði mjög dug- leg að borða og þau vilja alvöru mat. Þau eru hrifin af fiski og þó Stefanía Carol hafi fyrst bara viljað egg vill hún núna íslenskan mat. Við kom- umst ekkert upp með að hafa snarl í matinn. Þau eru ekki hrifin af brauði og þau vilja ekki pítsu. Slátur er í uppáhaldi og Arnar Ze bókstaflega hámar það í sig. Það er það besta sem hann fær,“ segir Guðfinnur. Systkinunum lyndir vel þó þau rífist stundum um leikföngin, svona eins og gengur. „Um daginn hast- aði ég aðeins á Stefaníu Carol og þá gerði Arnar Ze sig líklegan til að verja hana,“ segir Aðalheiður um samband þeirra. Arnar Ze situr enn hjá okkur og matar foreldra sína á seríósi. Ég rétti hendina að honum eins og til að biðja um seríós en hann bregst illa við og réttir handlegginn upp eins og hann sé að gera sig lík- legan til að slá frá sér. Mamma hans ýtir handleggnum blíðlega niður og segir það arf frá munaðarleysingja- heimilinu að berjast fyrir sínu. Undir allt búin Fjölskyldan kom frá Kína þann 16. júlí og skömmu eftir heimkom- una fór Arnar Ze í læknisskoðun. „Þá átti að meta hjartagallann en það fannst enginn hjartagalli. Það virðist sem hann hafi læknað sig sjálfur,“ segir Aðalheiður um þess- ar ánægjulegu en óvæntu fregnir. „Maður hefur heyrt ýmsar sögur frá munaðarleysingjaheimilum í Kína og vissum ekki alveg hverju við áttum von á. Arnar Ze var síðan vel nærður, með fallegar tennur og þegar við sýndum honum greiðu vissi hann alveg hvað átti að gera við hana. En þetta getur verið mikið happdrætti,“ segir Aðalheiður. Það eru miklar breytingar sem átt hafa sér stað hjá fjölskyldunni á undanförnum árum og þau hjón- in segjast sannarlega ánægð með að hafa tekið þá ákvörðun að ætt- leiða börn. „Þetta er auðvitað bara stórkostlegt. Rétt eins og aðrir for- eldrar sem eru að eignast börn þá erum við í skýjunum. Að eiga tvö heilbrigð börn er eins og að hafa fengið fimm rétta í lottóinu,“ segir Aðalheiður. Enn og aftur horfa þau brosandi hvort á annað og Guð- finnur bætir við: „Ég var alltaf að bíða eftir lottóvinningnum en ég held að hann sé kominn núna. Tvisvar!“ Þegar komið er að kveðjustund lætur Arnar Ze sér ekki nægja að segja „bæbæ“ við mig heldur bætir hann við með kínverskum hreim „Sjáumst!“. Og þegar ég held að hann geti ekki orðið meira krútt setur hann stút á munninn og mamma hans skýrir málið: „Hann vill kyssa þig.“ Aðalheiður og Guð- finnur einsettu sér að ala upp þessi börn og veita þeim betri lífsgæði en þau hefðu annars haft. Væri ég félagsráðgjafi myndi ég gefa þeim toppeinkunn eftir þennan stutta fund. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Ferskt lambagúllas úr íslenskum lambaframparti Ferskt lambagúllas er frábært í íslenska kjötsúpu, pottrétti og alla gúllasrétti. Veldu gæði - veldu Kjarnafæði. Kjarnafæði framleiðir flestar þær afurðir úr íslensku gæðakjöti sem í boði eru á íslenskum neytendamarkaði. Höfuðáherslur Kjarnafæðis eru á vöruvöndun og gæði framleiðslunnar og því er markvisst stefnt að aukinni hollustu, unnið að fækkun aukefna og ofnæmisvalda. Kjötiðnaðarmeistarar fyrirtækisins hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir færni sína. Kjarnafæði hf. 601 Akureyri Sími 460 7400 kjarnafaedi.is Nýbúin að fá Arnar Ze á hóteli í Changsha í Kína. Skoðuðum skemmtigarð í Bogota Kólumbíu. Alsæl systkin nýlent á Keflavíkur- flugvelli. Síðasta kvöldið í Peking í Kína.Guðfinnur með Stefaníu Carol fyrir utan ættleiðingaskrifstofuna í Cali Kólumbíu. 26 viðtal Helgin 22.-24. ágúst 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.