Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.08.2014, Síða 34

Fréttatíminn - 22.08.2014, Síða 34
Honum finnst æðis- legt að vera í nælon- sokka- buxum, að sjá þær og koma við þær. Pantanir í síma: 588 8998 joifel@joifel.is skírnartertur að hætti Jóa Fel – nýr stíll frá París K lofvegahandbókin var vinnuheitið lengst af. Það er algjörlega stór-kostlegt orð sem kemur frá Maríu Hjálmtýsdóttur, vinkonu minni og orða- smið,“ segir Ragnheiður Haralds- og Ei- ríksdóttir um nýju bókina sína „Kynlíf – já, takk.“ Sá titill varð endanlega fyrir valinu eftir kosningu á vef Ragnheiðar, eða Röggu Eiríks, eins og hún er yfirleitt kölluð, en hún segir hann sannarlega vera í sínum „kynlífsjákvæða“ anda. „Hann er skýr og fallegur. Markmiðið með mínum skrifum hefur alltaf verið að reyna að efla þekkingu og víðsýni, og aðstoða fólk við að komast á jákvæðan og afslappaðan stað gagnvart kynlífi,“ segir hún. Ragga hefur skrifað um kynlíf með hlé- um frá árinu 1999, eða í 15 ár. Hún fékk nýverið þá hugmynd að nýta allt það efni og þekkingu sem hún hefur aflað sér á þessum tíma til að gera bók. Hún kynnti hugmyndina fyrir Forlaginu og segir hún að á þeim bænum hafi fólki þótt hugmynd- in „sexí.“ Bókin skiptist í fjóra kafla eftir áhersluefnum: Konur, Karlar, Saman og Skapandi kynlíf. Þarna er því úrval af fyr- irspurnum og svörum sem Ragga hefur fengið í gegn um tíðina en einnig fræðslu- kaflar sem einkennast af hispursleysi og glettni, rétt eins og Ragga sjálf. Sterku karlmennirnir standa eftir Hún viðurkennir að í hinu daglega lífi er fólk almennt mjög opið við hana um kyn- líf. „Fólk er fljótt að fara á trúnó við mig,“ segir hún og hlær. Í raun býr hún yfir mjög yfirgripsmikilli þekkingu þegar kemur að kynlífi og hún segir það stundum gera karlmenn feimna við hana. „Já, sumir verða bara hræddir. Það er samt ágætis sía. Þá standa eftir áhugaverðir og sterkir karlmenn sem gaman er að hafa samskipti við. Ég er því bara ánægð með þetta. Það er auðvitað eðlilegt að sumir verði óör- uggir en svo eru aðrir sem verða kannski óeðlilega áhugasamir. Það er allur gangur á þessu,“ segir hún. Þrátt fyrir að hafa skrifað um kynlíf og svarað spurningum fólks í fimmtán ár, áður en notkun netsins varð almenn, segir hún sama kjarnann vera í áhyggjum fólks og vandamálum þegar kemur að kynlífi. „Fólk leitar svara við því hvort það er öðru- vísi en aðrir, hvort langanir þeirra séu eðli- legar eða hvort það þurfi að hafa áhyggjur af löngunum sínum. Fólk er óöruggt í sam- bandi við útlit og óöruggt í samskiptum um kynlíf. Þetta eru svipaðar tilfinningar sem fólk upplifir en nánari smáatriði eru gríðarlega fjölbreytileg,“ segir hún. Kynferðislegt sjálfstyrkingarnám- skeið Ragga svarar enn spurningum á netinu, bæði á Raggaeiriks.com og á Smartlandi, og nýverið fékk hún afar skemmtilegt bréf sem hún á reyndar eftir að svara. „Ég fékk bréf frá manni sem hefur einlægan og mik- inn áhuga á nælonsokkabuxum. Honum finnst æðislegt að vera í nælonsokkabux- um, að sjá þær og koma við þær. En hann hafði engar áhyggjur af þessu blæti sínu og skammaðist sín ekkert, sem gladdi mig mjög. Hann vildi einfaldlega koma því á framfæri að það væri of lítið fjallað um nælonsokkabuxur og var í raun fullur af jákvæðri spennu.“ Hún segir að eftir öll þessi ár sé það fólk með munalosta, það er fær kynferðislega örvun af óvenjulegum aðstæðum eða hlutum, sem komi henni á óvart. „Ég verð alltaf svo glöð að sjá alla þessa fjölbreytni,“ segir hún. Um ástæðu þess að hún ákvað að gefa bókina út segir Ragga að það sé í fyrsta lagi alltaf ástæða til að fjalla um kynlíf. „Það er eftirspurn, það er áhugi og fólk hefur verið frekar opið og tekið vel þeim tóni sem ég hef í mínum skrifum, tónn sem er hlýr en líka með smá húmor. Ég reyni að af-dramatísera hlutina.“ Auk bókarinnar er Ragga að fara af stað með kynferðisleg sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur í samstarfi við Baðhúsið. „Ég hef verið með vinsæl námskeið og er að byrja með þau aftur í september. Þau eru fyrir konur, yfir 18 ára, og er algjörlega óháð samböndum þeirra við elskhuga eða ástkonur, þetta snýst um samband kon- unnar við sjálfa sig og um það að vera kona og kynvera.“ Ragga hvetur fólk til að vera afslappað þegar kemur að kynlífi og ekki hafa of miklar áhyggjur. Kjarninn í boðskapnum er í raun einfaldur: „Ef þú ert að uppfylla óskir þínar og þarfir, og ekki að meiða neinn – nema hann vilji það – þá er líklega flest í góðu lagi.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Sumir karlmenn eru hræddir við mig Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir hefur skrifað um kynlíf í 15 ár og nálgast hún viðfangsefnið af hlýju en jafnframt smá húmor. Mynd/Hari 34 viðtal Helgin 22.-24. ágúst 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.