Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.08.2014, Síða 36

Fréttatíminn - 22.08.2014, Síða 36
Helgin 22.-24. ágúst 2014  Námskeið PersóNulegur fatastíll í Námsflokkum HafNarfjarðar Ég er engin tískulögga Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 108 • Reykjavík • Sími 560 1010 www.heilsuborg.is Þarfnastu meiri orku til daglegra starfa? Orkulausnir henta þeim sem glíma við orkuleysi, þrekleysi, verki eða svefnvanda. Hentar vel þeim sem vilja byggja upp orku vegna vefjagigtar eða eftir veikindi. • Hefst 26. ágúst- 8 vikur • Þri. og fim. kl. 10:00 og 15:00 • Framhaldsnámskeið sömu daga kl. 14:00 • Einstaklingsviðtal við hjúkrunarfræðing • Þjálfari: Linda Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari Upplýsingar í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is WWW.LEIKHUSID.IS WWW.LEIKHUSID.IS Hildur Inga Björns- dóttir mun að- stoða fólk við að finna sinn pers- ónulega fatastíl í Námsflokkum Hafnarfjarðar í vetur. Hildur segir liti og snið henta fólki misvel og að rétt valin föt geti veitt fólki aukið sjálfstraust og vellíðan. Nám- skeiðið er fyrir 16 ára og eldri, karla og konur. Þ etta námskeið er góður val-kostur fyrir fólk sem er í vandræðum með að finna sinn eigin stíl en líka fyrir fólk sem hefur áhuga á fötum,“ segir hönn- uðurinn Hildur Inga Björnsdóttir, en hún verður með námskeið í Námsflokkum Hafnarfjarðar í vetur. Þar mun hún leið- beina fólki og aðstoða við að finna sinn eigin fatastíl og finna hvaða litir og snið klæða það best. „Þetta eru alls engar predikanir um það í hverju þú eigir að vera, ég er alls engin tísku- lögga og er á móti því að segja fólki hvað það á og á ekki að gera. Þetta er frekar hugs- að til að leiðbeina fólki út frá þess eigin forsendum.“ Föt geta gefið sjálfstraust Hildur Inga lærði t ískuhönnun í Mílanó og starf- aði í mörg ár sem stílisti hjá Nýju Lífi. Hún segist alltaf hafa haf t mikinn áhuga á föt- um og þá sérstak- lega hvernig þau virka sem tjáningarmáti. Hún segir mikilvægt að föt láti þá sem þeim klæðast líða vel. „Fólk verður svo auðveldlega tísku- fórnarlömb og fer bara í eitthvað sem klæðir það alls ekki og gerir sér engan veginn grein fyrir því hvað fer þeim og hvað ekki. Litir og snið klæða fólk misvel og láta fólki líka liða misvel. Þetta snýst á end- anum um að hjálpa fólki við að velja föt sem láta þeim líða betur og að kenna fólki að vera óhrætt við að klæðast þeim fatnaði sem það lang- ar til. Ef maður veit hvað klæðir mann þá eykst sjálfstraustið.“ Mikil tískupressa í samfélaginu Hildur Inga segir Íslend- inga almennt frekar óörugga í klæðaburði og gjarna á að elta tískustrauma. „Ég held að flestir séu mjög mótaðir af því samfélagi sem þeir búa í. Ég bjó lengi í Danmörku og mér finnst Danir mun óhræddari við að klæða sig á persónulegan hátt. Persónulega hef ég sérstaklega gaman af því að blanda litum og munstrum sam- an. Það skiptir mig mjög miklu máli að fötin séu þægi- leg og helst vel ég glaðlega liti. Sjálf horfi ég á fatnað sem ákveð- inn miðil og leið til tjáskipta. Þú segir mikið um það hver þú er t með því hverju þú klæð- ist en marg- ir eru að ein- hverju leyti hræddir við að tjá sig með klæðn- aði. Það er svo mikil pressa í samfé- laginu um það hvað er í t ísku og hvernig maður á að klæða sig. En Íslendingar eru að verða opn- ari og litir eru farnir að vera meira áberandi á Íslandi. Það er t il dæmis orðið algengara að sjá karlmenn í litum. En margir eru samt ennþá hræddir um að verða sér til skammar, fylgi þeir ekki straumn- um.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.