Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.08.2014, Side 41

Fréttatíminn - 22.08.2014, Side 41
grænn lífsstíll 41Helgin 22.-24. ágúst 2014 Sparnaður með réttri notkun M eð því að nota raftæki skynsamlega er hægt að lækka heimilisútgjöldin umtalsvert, auk þess að auka ending- artíma raftækjanna. Að sögn Brynj- ars Stefánssonar, forstöðumanns sölu- og markaðsmála hjá Orku nátt- úrunnar, er hægt að spara orkuna á margvíslegan hátt. „Sem dæmi notar þvottavélin helmingi minna rafmagn ef hún þvær á 60°C hita í stað 90°C. Frystikista þarf fimm prósent minna rafmagn fyrir hverja gráðu sem hit- inn er lægri í herberginu sem hún er í. Því er skynsamlegt að hafa hana á köldum stað,“ segir hann. Einföld reiknivél Á vef Orku náttúrunnar, www.on.is, er reiknivél sem sýnir kostnað við orkunotkun helstu heimilistækj- anna. Á Mínum síðum – viðskipta- mannavef ON geta viðskiptavinir líka borið saman sína orkunotkun við sambærileg heimili. Á einfaldan hátt er hægt að nálgast nákvæmar upplýsingar um það hversu hár orkukostnaður hvers raftækis er á ári, miðað við meðalnotkun á viku. Ljósin slökkt á nóttunni Ef kveikt er á fjórum 60w glóper- um frá miðnætti til klukkan átta á morgnana samsvarar það tæplega 10.000 krónum í orkukostnað á ári og því er hægt að ná fram tölu- verðum sparnaði með því hafa alltaf slökkt á nóttunni. Rafmagnskostn- aður fyrir meðal 100 fermetra íbúð í fjölbýli, þar sem búa tveir fullorðnir og tvö börn, er um 66.000 krónur ári (miðað við 4.800 kWh notkun). Að sögn Brynjars væri hægt að ná þess- um kostnaði töluvert niður með því að hafa einungis kveikt á ljósum þeg- ar þörf er á og að nýta orkufrekustu tækin á sem hagkvæmastan hátt. Unnið í samstarfi við Orku náttúrunnar Prófaðu reiknivélina á www.on.is og sjáðu hvað spjaldtölvan, leikjatölvan og sjónvarpið nota mikið rafmagn. Við erum heppin að náttúran skuli sjá okkur fyrir meira en nóg af orku til að létta okkur lífið svo um munar. Forsenda þess að við getum farið vel með auðlindirnar og lækkað kostnað er að vita hvað er í gangi og hversu mikla orku raftækin nota að staðaldri. Á on.is er handhæg reiknivél sem auðveldar þér að sundurliða orkunotkun heimilisins og meta kostnaðinn í heild og við einstaka þætti. Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn til allra landsmanna á samkeppnishæfu verði. Við viljum nýta auðlindir af ábyrgð og nærgætni og bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð. ORKA NÁTTÚRUNNAR Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is HVAÐ FER MIKIL ORKA Í HEIMILISTÆKIN? Með skynsamlegri notkun raftækja geta heimili sparað umtals- vert. Á vef Orku náttúrunnar er reiknivél þar sem á einfaldan hátt er hægt er að reikna út orkunotkun heimilistækjanna. Góð sparnaðarráð Orka náttúrunnar, eða ON, er dóttur- félag Orkuveitu Reykjavíkur og tók við framleiðslu og sölu á rafmagni OR um síðustu áramót. ON fram- leiðir og selur rafmagn til marga heimila og fyrirtækja um allt land og byggir á næstum hundrað ára reynslu Orkuveitu Reykjavíkur og forvera hennar. Nánari upplýsingar má nálgast á vef ON, www.on.is n Með því að slökkva alltaf ljósin á nóttunni er hægt að spara umtals- verða fjárhæð. n Þegar þvegið er á 60°C hita notar þvottavélin helmingi minni orku en þegar þvegið er á 90°C. n Frystikista þarf fimm prósent minna rafmagn fyrir hvert stig eftir því sem umhverfis- hitinn er lægri. n Led ljósaperur nota minni orku og endast lengur en aðrar gerðir. Brynjar Stefánsson, forstöðumaður sölu- og markaðsmála hjá Orku náttúrunnar. Á vef Orku náttúrunnar, www.on.is, er reiknivél sem sýnir kostnað við orkunotkun helstu heimilistækjanna. Þar er á einfaldan hátt hægt að nálgast nákvæmar upplýsingar um það hversu hár orkukostnaður hvers raftækis er á ári, miðað við meðalnotkun á viku.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.