Fréttatíminn - 22.08.2014, Síða 46
46 bílar Helgin 22.-24. ágúst 2014
ReynsluakstuR land RoveR discoveRy
T Ú R I S T I
Einfaldari lEit að ódýrum
hótElum í útlöndum
Leitaðu og berðu saman tilboð á hótElum út um aLLan heim og skoðaðu úrvaLið af
sérvöLdum gististöðum, orLofsíbúðum og gistiheimiLum fyrir næstu utanLandsferð
á túristi.is. Lesendur okkar fá einnig regLuLega sérkjör á gististöðum út í heimi.
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild
Fréttatímans í síma 531 3310 eða á
auglysingar@frettatiminn.is
Fréttatímanum
er dreift á heimili á
höfuðborgarsvæðinu
og Akureyri auk
lausadreifingar um land allt.
Dreifing með
Fréttatímanum á
bæklingum og fylgiblöðum
er hagkvæmur kostur.
Ert þú að huga
að dreifingu?
É g hef alltaf elskað Land Rover. Það eru einfaldlega fallegustu bílar sögunnar.
Það sem mér finnst vera sérstaklega
töff við Land Rover, fyrir utan aug-
ljósa fegurð hans og þá staðreynd
að hann hefur frá upphafi verið
handsmíðaður,
er hversu illa
hann nýtist til
að skilgreina
fólk. Land
Rover hefur
alltaf verið bíll
allra, hvort sem
það er íslenski
afdalabóndinn,
göngugarpur-
inn eða Breta-
drottning. Því
allir eru flottir í Land Rover. Ég hef
keypt mér einn bíl um ævina og það
var Land Rover ‘64 módel, annars
hef ég bara verið svo heppinn að fá
afhenta bíla sem voru annars á leið í
brotajárn, en sem hafa náð að deyja
hægum dauðdaga í mínum höndum.
Ég myndi einfaldlega aldrei kaupa
mér annað merki en Land Rover.
Afvegaleiddur
lúxusjeppi
Framleiðendur Land Rover hafa löngum verið
þekktir fyrir að handsmíða eina fallegustu bíla
heims, með gæði og notagildi að leiðarljósi.
Bíla sem hæfa drottningum og bændum. Nú
hefur því miður orðið breyting þar á.
Land Rover Discovery
Eyðsla, innanbæjar: 8.6 / 100 km.
CO2 útblástur: 207
Vél: Dísil. 8 þrepa sjálfskipting.
Start/Stopp ræsihnappur
Hröðun: 0-100 km/klst. 10.7 sek.
Verð: frá 11.390.000 Ég varð því fyrir miklu áfalli þegar ég
hringdi í umboðið til að fá nýjan Land
Rover til reynsluaksturs og komst að því
að engir slíkir væru í boði þar sem fram-
leiðslu hefði verið hætt og allir bílar upp-
seldir. Mér bauðst í staðinn að reynslu-
aka Land Rover Discovery, sportútgáfu
af gömlu klassíkinni sem kom á markað
árið 1999, sem er ástæða þess að Land
Rover fékk nafnviðbótina Defender, til að
skilgreina sig frá nýjum Discovery.
Í upphafi framleiðslu sinnar var Disco-
very-inn frekar töff, næstum jafn töff og
forfaðirinn. Einföld og klassísk hönnun
með notagildi og gæði í fyrirrúmi. Nú
hefur hann hinsvegar villst af sinni upp-
runalegu leið inn í einhverskonar lúxus-
útgáfu af sjálfum sér og það eina sem
minnir á forna frægð er vísisklukkan á
mælaborðinu. Það fer honum einfaldlega
ekki nógu vel að vera straumlínulaga
lúxusjeppi, enda hafði Range Roverinn
það hlutverk innan Land Rover fjölskyld-
unnar.
En þar sem ég var komin með bílinn
í hendurnar fór ég með börnin að veiða.
Því það er einhvernveginn það sem mað-
ur gerir á sunnudagi á Discovery. Það var
svo sem ekkert leiðinlegt að keyra hann í
sandinum. Hann er þungur en kraftmik-
ill og þægilegur að flestu leyti. En hann
er samt enginn Defender.
Þess skal þó getið, þótt söknuður minn
eftir Land Rover Defender sé mikill, að
ljósmyndarinn og annar blaðamaður sem
prófuðu lúxusjeppann Land Rover Disco-
very, fannst hann æðislegur.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Þar sem ég var komin á Discovery fór ég með börnin að veiða, því það er
einhvernvegin það sem maður gerir á sunnudegi á Discovery. Ljósmynd/HH
Það eina sem minnir á forna frægð er vísisklukkan á mælaborðinu, en helsti
kostur Land Rover Discovery en risastórt farangursrýmið. Ljósmyndir/Hari
Það eru allir töff í þessari fallegu handgerðu klassík, hvort sem það er ís-
lenski bóndinn eða Bretadrottning.