Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.08.2014, Qupperneq 50

Fréttatíminn - 22.08.2014, Qupperneq 50
50 ferðalög Helgin 22.-24. ágúst 2014  VancouVer Matartrukkar á ferðinni VILT ÞÚ NÝTA VIÐBÓTAR- LÍFEYRISSPARNAÐINN TIL ÍBÚÐAKAUPA? Þú getur notað viðbótarlífeyrissparnaðinn þinn til að greiða inn á höfuðstól húsnæðisláns eða til íbúðasparnaðar. Ef þú sækir um fyrir 1. september nk. getur þú nýŽ iðgjöld frá 1. júlí. Skoðaðu kynningarmyndböndin á arionbanki.is og taktu upplýsta ákvörðun fyrir næstu mánaðamót. Sæktu um á rsk.is/leidre ing fyrir 1. september nk. e inkabílinn á undir högg að sækja í stærstu borginni á vesturströnd Kanada. Borgarstjórinn hefur lagt hjólastíga út um allar trissur og í bílastæðun­ um eru trukkar þar sem útbúinn er skyndibiti. Þess háttar matsala fór á flug þegar Vancouver hélt vetraról­ ympíuleikana árið 2010 og hefur nú öðlast fastan sess í borginni. Hug­ myndaauðgi einkennir matseðlana sem hanga á bílunum og alveg nauðsynlegt að gera þessum hluta af matarmenningu Vancouver góð skil í ferð til borgarinnar. Það kostar heldur ekki mikið. Réttirnir eru víðast á 500 til 1000 krónur og margir þeirra metta á við nokkrar soðnar pylsur. Skyndibiti úr sjónum Vegna nálægðarinnar við hafið er hefð fyrir því að elda góða fisk­ rétti á veitingahúsunum á þessum slóðum og í bílunum hafa þau ekki undan að elda skyndibita úr sjávarfangi. Tveir þeirra stela eiginlega senunni í þessari deild. Það er Tacofino sem setur saman frábært taco úr steiktum þorski og túnfiskurinn í wasabi majónesinu er ekki síðri. Síðan er það The Kaboom Box Food sem sérhæfir sig í reyktum laxi. Þar kallast aðal­ rétturinn „Salmwhich“ og saman­ stendur af reyktum laxi í grillaðri, mjúkri brauðbollu með sterku majó og káli sem hefur legið í hunangs­ sinnepi. Þúsundosta samlokur Bræddur ostur hefur lengi þótt passa vel ofan á grillað brauð. Hjá Mom ´s Grilled Cheese er þessi blanda tekin alla leið og hver sam­ loka er með nokkrum tegundum af osti. Eins og gefur að skilja er þetta ekkert léttmeti og ferðamaðurinn heldur því saddur í áframhaldandi göngu um borgina. Tandoori ofn í trukknum Naan brauð og kebab mætast ekki reglulega á matseðli og hvað þá í einum og sama réttinum. Hjá Soho Road Naan Kebab leika þau sér hins vegar að þessari blöndu og er brauðið bakað í sérútbúnum tandoori ofn sem komið hefur verið fyrir í bílnum. Fínt dæmi um þann metnað sem ríkir hjá bílakokk­ unum í Vancouver. Vij’s Railway Ex­ press er svo fyrir þá sem vilja naan­ brauð með ósviknum indverskan mat. Pylsur með þangi Auðvitað er líka hægt að fá sér grillaða pylsu út á götu í Vancouver, líkt og alls staðar annars staðar í heiminum. Vinsælasta útgáfan af þessum klassíska skyndibita þar í borg er hins vegar sótt til Japan og er seld úr vögnum merktum Japadog. Hér er meðlætið sett ofan á stóra pylsu og flestir toppa réttinn með vænum skammti af þangi. Eini gallinn við þessa matar­ trukka er sá að þeir eru sífellt á Borðað beint úr bílnum Í hádeginu myndast langar raðir við nokkra trukka í miðborg Vancouver. Hagsýnir túristar sem vilja fá sér gott að éta ættu að fylgja fordæmi heimamanna og borða á götunni. Þessum pylsusala þykir ekki leiðinlegt að bjóða aðeins upp á klassískan skyndibita. Ljósmynd/ Tourism Vancouver/Suzanne Rushton ferðinni og ekki alltaf hægt að ganga að þeim sem vísum. Margir parkera hins vegar við torgið aftan við Vancouver Art Gallery í mið­ borginni og þar má oftast finna góðan götumat. Á heimasíðum staðanna eru alltaf nýuppfærðar upplýsingar um hvar bílarnir leggja þann daginn og svo eru nokkur öpp með þessar háttar upplýsingar á reiðum höndum. Icelandair flýgur til Vancou­ ver frá vori og fram á haust og á Túristi.is má finna vegvísi fyrir borgina og gera verðsamanburð á hótelum. Það eru margir sem vilja fá sér í svanginn við vinsælustu trukkana í Vancouver. Ljós- mynd/ Tourism Vancouver/Rob Gilbert Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is Taco með steiktum þorski að hætti Tacofino. Ljósmynd/ Tourism Vancouver/Rob Gilbert Photography
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.