Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.08.2014, Side 52

Fréttatíminn - 22.08.2014, Side 52
Helgin 22.-24. ágúst 2014 umfjöllunin er í boði SkjáSeinS  Fótbolti Ásgeir sigurvinsson telur að bayern Fari ekki eins létt gegnum þetta tímabil þ að er gaman að boltinn sé að byrja að rúlla í Þýskalandi og maður reynir að sjá þessa leiki sem eru sýndir. Ég tek þessa leiki fram yfir þá ensku,“ segir Ásgeir Sigurvins- son, að margra mati besti fótboltamað- ur sem Ísland hefur átt. Ásgeir lék með Bayern München og svo Stuttgart á sínum tíma. Hann varð þýskur meistari árið 1984 og var kjör- inn besti leikmaður deildarinnar það ár. Hann mun fylgjast spenntur með þegar Robert Lewandowski, Thomas Müller, Marco Reus og fleiri leikmenn þýsku deildarinnar láta ljós sitt skína í vetur. „Það er svakaleg stemning í Þýska- landi núna og liðin hafa verið að styrkja sig vel. Ég held samt að þetta endi í bar- áttu milli tveggja liða, Bayern München og Dortmund. Ég hef það á tilfinning- unni að Bæjarar fari ekki eins létt í gegnum þetta núna eins og þeir gerðu í fyrra. Þeir eru samt óneitanlega gríð- arlega sterkir og það verður erfitt að taka þá úr hásætinu.“ Ásgeir sér fram á að Dortmund verði eina liðið sem geti strítt Bayern en þeg- ar þessi lið mættust í þýska Ofurbikarn- um á dögunum unnu þeir gulu sigur. „Það vantaði sterka leikmenn í Bayern í þeim leik og landsliðsmennirnir voru ekki klárir. Það var þó gaman að sjá unga leikmenn fá tækifæri enda fullt af efnilegum leikmönnum sem spennandi verður að sjá,“ segir Ásgeir. „Þýska deildin er sú mest sótta í heiminum. Vellirnir þarna eru orðnir mjög flottir og aðstæður hjá öllum lið- um frábærar. Það er mikil upplifun að fara á völlinn þarna. Nú þegar Þýska- land er heimsmeistari er áhuginn enn meiri og það verður pottþétt uppselt á flesta leiki. Áhugi þjóðarinnar er gríð- arlegur.“ Ásgeir var staddur í Þýskalandi þeg- ar hluti heimsmeistaramótsins í Brasi- líu fór fram. „Ég horfði á leiki með fyrrum landsliðsmönnum Þýskalands og stemningin í landinu nær til allra. Enski boltinn er fast mótaður hjá Ís- lendingum og það verður ekki breyting á því en menn ættu klárlega að fylgjast með þýska boltanum í auknum mæli þegar færi gefst,“ segir Ásgeir Sigur- vinsson. -egm Fótboltaáhuginn í Þýskalandi aldrei meiri Ásgeir Sigurvinsson býst við harðri baráttu milli Bayern München og Dortmund í þýska boltanum í vetur. Myndir/NordicPhotos/Getty Ásgeir Sigurvinsson er fyrrum landsliðsmaður Íslands og tók síðar við þjálfun liðsins. Ásgeir (til hægri) í harðri baráttu í leik með Stuttgart. Heimili heimsmeistaranna er á SkjáSport Þýski boltinn (Bundesliga) byrjar að rúlla í dag og er mikil eftirvænting fyrir komandi keppnistímabili. 17 leikmenn úr þýska landsliðinu eru í flestum liðum deildarinnar, en þeir sigruðu á HM í fótbolta í sumar með eftirminnilegum hætti. Í hverri viku mun SkjárSport sýna leik vikunnar með íslenskum þul í nánu samstarfi við Fótbolti.net, sem verður heimahöfn þýsku deildarinnar varðandi alla umfjöllun og upphitun fyrir hverja leikviku í vetur. Vönduð umfjöllun verður síðan öll mánudagskvöld á SkjáSport í sérstökum markaþætti þar sem flottustu mörk vikunnar eru rifjuð upp, farið yfir umdeild atvik og spáð í spilin. Tryggðu þér áskrift að SkjáSport, Eurosport 1 + HD, Eurosport 2 + HD, Sky News, MotorsTV, Extreme Sport Channel og Ginx fyrir einungis 1.990 krónur á mánuði en 1.490 krónur á mánuði fyrir áskrifendur SkjásEins. SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 MONTY PYTHON LIVE (mostly) 7 - 31 ÁGÚST: 20.00 Kynntu þér siglingar á uu.is Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is Vestur Karíbahaf Úr skammdeginu í 30° hita 31. OKTÓBER – 11. NÓVEMBER Verð frá aðeins 352.900 kr. Kemur næst út 12. september Nánari upplýsingar veitir Gígja Þórðardóttir, gigja@frettatiminn.is, í síma 531-3312. 52 fótbolti

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.