Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 30
Blátenntur á sprungnu É Ég minnist þess ekki að hafa verið látinn skipta um dekk þegar ég lærði á bíl. Ökukennarinn var ekkert að flækja málin. Ég kláraði mig bæri- lega, reyndur að mér fannst, hafandi keyrt traktora í sveitinni árum saman. Sjálfsagt hefur ökukennarinn séð að strákurinn hafði, eins og margir jafnaldrar þeirrar tíðar, vanist akstri dráttarvéla. Ökutímarnir voru því ekki margir. Þótt við ökukennarinn höfum ekki eytt tímanum í dekkjaskipti hef ég þráfaldlega skipt um dekk – og þykist kunna það bærilega. Á þessa kunn- áttu mína hefur þó ekki reynt mörg undanfarin ár. Kemur þar ýmislegt til. Sjálfsagt reyndu menn að ná meira út úr hjólbörðunum fyrr á árum. Slitinn hjólbarði springur frekar en nýr eða nýlegur. Þá hafa hjólbarðaverkstæðin tekið við. Við förum jú flest með bílana okkar á hjólbarðaverkstæði vor og haust þegar undir eru settir sum- ar- eða vetrarhjólbarðar. Þá nýtum við þjónustu þessara verkstæða ef tekið er að leka úr barða. Ég var því aðeins tekinn að ryðga í fræðunum þegar á forna kunnáttu reyndi um liðna helgi. Við vorum þrenn hjón á jafnmörgum bílum nokk- uð fjarri alfaraleið þegar ég tók eftir því að lint var orðið í öðru afturdekk- inu á bílnum okkar. Ég bölvaði í hljóði yfir þessu veseni, sem ég reiknaði alls ekki með enda dekkin undir bílnum ekki meira brúkuð en svo að vel hefðu átt að duga en þau komu undir honum nýjum. Þar sem ég stóð við vagninn og klóraði mér í hausnum minntist ég þess að sölumaður bílaumboðsins sem afhenti okkur bílinn sýndi okkur ýmsan búnað hans, meðal annars hvar varadekkið væri að finna og hvernig ætti að losa það. Þessi fræðsla mannsins fór fyrir ofan garð og neðan hjá mér, nema hvað ég vissi að dekkið væri að finna undir aftan- verðum bílnum og að opna þyrfti smá- lúgu á stuðaranum og reka þar inn tól til að láta það síga. Dekkjaskipti voru fjarri mér á þeim sólríka degi er við fengum bílinn afhentan enda eyddi fulltrúi umboðs- ins ekki löngum tíma í varadekkið. Hann var hugfangnari af öðrum eigin- leikum þessa nýja bíls, meðal annars þeim þægindum sem fólgin væru í því að tala í síma gegnum svokallaða blátönn. Þá væri aðeins ýtt á hnapp í stýrinu, án þess að hafa áhyggjur af sjálfu símtækinu sem ýmist væri að finna í buxnavasa, tösku eða á milli sæta. Búnaðurinn kæmi í veg fyrir allt fát og fum eftir símanum. Erindreki umboðsins fékk því sím- ann minn og samhæfði hann blátönn- inni. Sniðugt vissulega og þægilegt. Síðan tók hann síma konu minnar og gerði hið sama. Þegar heim kom átt- uðum við okkur á því að sími konunn- ar hafði yfirtekið minn. Frúarsíminn einn virkaði með blátönninni í bíln- um. Kannski á það að vera þannig, kannski ekki. Vera kann að kerfið sinni aðeins einum síma. Okkur var svo sem sama, einkum mér. Ég sá nefnilega að böggull fylgir blátann- arskammrifi. Þetta er fínt að brúka þegar maður er einn á ferð og getur talað við viðmælanda án truflana – en þegar aðrir eru í bílnum heyra þeir allt. Þægilegt getur að vísu verið að blanda sér í samtal annarra, kjósi maður það. Annars er ekki um annað að ræða en að þegja. Óheppilegt kann það að vera fyrir viðmælanda að hringja í þann sem ræður blátönninni – óafvitandi um það að fleiri liggja á línunni, rétt eins og í sveitasímanum í gamla daga. Því verður að láta við- komandi vita að fleiri hlusta. Eflaust eru til tæknilegar lausnir á þessu – og kannski þarf ekki að ýta nema á einn takka til þess að senda símtalið úr blátannarhljóðnemanum inn í símtólið sjálft, en það kann ég ekki og hef ekki sóst eftir að læra enda hringir síminn minn áfram með gamla laginu. Maður má víst ekki tala í síma undir stýri svo ég viðurkenni enga slíka iðkan. Blátönnin og síminn voru hins vegar ekki það sem skoða þurfti með sprungið dekk, fjarri alfaraleið og hjólbarðaverkstæðum. Fróðleikinn um varadekkið varð að rifja upp. Ég sótti því handbók bílsins í hanska- hólfið og fletti upp á dekkjaskiptum. Þar var fyrst frá því greint hvar tjakk- inn væri að finna. Ég losaði teygju sem var utan um hann en tjakkurinn haggaðist ekki. Ég leitaði því á náðir mágs míns sem með var í för – og heldur bílafróðari. Hann leysti málið á svipstundu, sagði apparatið tjakkað í hólfið. Þá festu þyrfti að losa. Eftir- leikurinn var auðveldur hvað tjakk- brúk snerti. Verra var með varadekk- ið sjálft. Það var grútskítugt undir bílnum. Ég las áfram í handbókinni sem sýndi lokið á stuðaranum sem þurfti að fjarlægja. Það gekk eftir. Þá sagði bókin að inn þyrfti að reka staut í þar til gert gat til að láta dekkið síga niður. Til þess ætti að nota sveif tjakksins. Ég sá hins vegar ekkert gat, hvernig sem ég kíkti. Allt var einfalt að sjá á teikningu bókarinnar. Mágurinn kom því enn til aðstoðar, með vasaljós sem hann lýsti með inn um lúguna – og fann það sem að var leitað. Varadekkið kom því niður með veglegum skammti af vestfirskum malarvegum. Aðrir bílar sem ég hef átt hafa ýmist verið með varadekkið í hólfi í skottinu eða fest á afturhlera, sé bíllinn þannig byggður. Af hverju bíla- framleiðanda dettur í hug að keðja varadekk undir botn bílsins er mér óskiljanlegt – og vildi ekki lenda í dekkjaskiptum þeirrar gerðar við erfiðari aðstæður, til dæmis í illviðri að vetri til. Kannski er það vegna þess að fram- leiðandinn leggur meiri áherslu á blátönn en varadekk sem enginn sér – eða spáir í við bílakaup. Hvur veit? Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 06.08.14 - 12.08.14 1 2Afdalabarn Guðrún frá Lundi 5 6 7 8 109 43 Niceland Kristján Ingi Einarsson Iceland Small World - Stór Sigurgeir Sigurjónsson Fangi himinsins Carlos Ruiz Zafón I Was Here Kristján Ingi Einarsson Leikur að tölum Jessica Greenwell Skrifað í stjörnurnar John Green Síðasti hlekkurinn Fredrik T. Olsson Iceland Small World - Lítil Sigurgeir Sigurjónsson Amma biður að heilsa Fredrik Backman 30 viðhorf Helgin 15.-17. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.