Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 18
í húsi Hirzlunnar, Smiðsbúð 6, Garðabæ, s ími : 564 5040 HJÓLATÖS KU R DOWNTOWN FARTÖLVU- TASKA ULTIMATE 6 STÝRISTASKA MESSENGER BAKPOKI SÖLUAÐILAR Kría Hjól, Grandagarði 7 Markið, Ármúla 40 Útilif, Glæsibæ og Smáralind heimkaup.is Skíðaþjónustan á Akureyri www.fjallli.is BACK- ROLLER CLASSIC U ndanfarin ár hef ég unnið hjá Borgarleikhúsinu, bæði sem listrænn ráðunautur í bland við það að semja tónlist við um það bil 2 verk á ári hjá leikhúsinu. Ég vann á RÚV eftir nám á árunum 2006- 2010, bæði um helgar við þátt sem hét helgarútgáfan og í morgunútvarpinu eitt sumar. Gerði tónlistarþætti fyrir útvarpið svo ég þekki þennan stað vel. Þegar staðan var auglýst sló ég bara til. Mér fannst alltaf gaman að vera á RÚV á sínum tíma, mér hefur alltaf þótt mjög vænt um Rás 2,“ segir Frank Hall, dagskrárstjóri Rásar 2. Er einhver sogkraftur í húsinu, því það eru margir sem hætta en koma alltaf aftur? „Já það hlýtur að vera, og sömuleiðis margir sem eru hér mjög lengi. Meðalstarfsaldur er mjög hár hjá stofnun- inni. Fólki finnst gott að vera hér, og mér finnst það líka.“ Hvernig voru viðtökurnar innanhúss? „Mjög góðar. Það er mikill andi breytinga í húsinu og fólk er jákvætt gagnvart þeim. Við erum með þrjá mjög öfluga miðla hér innanhúss, Sjónvarpið, Rás 1 og Rás 2, fyrir utan vefinn. Það er mjög nauðsynlegt að allur þessi hópur sé saman og vinni saman, það er svona stóra hugmyndin með breytingunum. Auk þess sparast peningur með því og húsnæðið nýtist betur. Með því að spara peninga er vonandi hægt að setja aukið fjármagn í dagskrána. Þetta eru stórar breytingar, en mér finnst fólk taka þessu af miklu jafnaðargeði. Starfsfólk var al- veg tilbúið í þetta. Tilbúið að hætta að horfa um öxl og horfa fram á við.“ Nauðsynlegt að gera hlutina öðruvísi „Á svona vinnustað á fólk að finna fyrir því að það er að vinna með fólki. Það er nauðsynlegt að hitta allt þetta góða fólk sem er að vinna í húsinu, alveg sama hvort það er dagskrárgerðarfólk eða hljóðmenn og ljósamenn. Auðvitað hefur maður fengið ýmsar athugasemdir sér- staklega frá þeim sem hafa unnið hér lengi, sem koma með setninguna „það er búið að reyna þetta.“ Það er alveg eðlilegt en þegar ferskir vindar blása þá er um að gera að gera hlutina bara aftur, bara öðruvísi.“ Hafa starfsmenn RÚV trú á þessu? „Já. Núna finnur fólkið fyrir þessu. Það var talað um breytingar og núna eru þær að verða að veruleika. Það er allt á áætlun sem er mikilvægt. Hér hefur nánast engu verið breytt í 10 ár svo ég held að fólk hafi trú á þessu.“ Hver er þín sýn með Rás 2? „Mér fannst tilverugrundvöllur Rásar 2 vera staðfestur í þessum látum síðasta haust þegar uppsagnirnar áttu sér stað. Einhverjir risu upp og spurðu „af hverju er verið að hafa Rás 2? Er hún ekki bara eins og hinar stöðvarnar sem eru á frjálsum markaði? Er ekki bara hægt að eyða peningunum í annað?“ Ég fylgdist mikið með þessari umræðu og hafði alveg mína skoðun. Mér fannst gaman að finna að fólk reis upp með Rás 2, sem íslensku tónlistarútvarpi. Hjartað á Rás 2 er íslensk tónlist, henni er hvergi sinnt eins og hér, og það ætlum við ætlum að gera. Svo er mjög mikil- vægt í starfi rásarinnar að vera með puttana á púlsinum í samfélagsumræðu og dægurmenningu. Tónlist og lifandi þjóðfélagsumræða. Þetta tvennt er stóra hlut- verkið.“ Karlmenn ráðandi Hverjar eru stærstu breytingarnar í vetrardagskránni? Stærstu breytingarnar eru í dagskrárliðum eins og morgun og síðdegisútvarpinu. Morgunútvarpið verður núna á samtengdum rásum 1 og 2. Reynsluboltarnir Óð- inn Jónsson og Hrafnhildur Halldórsdóttir ásamt Guð- rúnu Sóleyju Gestsdóttur munu sjá um það undir nafn- inu Morgunútgáfan. Hugmyndin er að sameina kraftana til þess að búa til mjög sterkan þátt, blöndu af fréttum, þjóðfélagsumræðu, mannlegum málum og menningu. Bergsteinn og Úlfhildur, sem hafa verið á morgnana, fara í síðdegisútvarpið og með þeim verða þau Þórður Helgi, betur þekktur sem Doddi litli, og Björg Magnús- dóttir, sem hefur verið á fréttastofunni. Það verður mjög spennandi, þetta er vaxandi fólk. Salka Sól sem hefur verið á morgnana í sumar, kemur inn í Popplandið ásamt Matta og Óla Palla. Hún stökk nánast fullsköpuð í út- varp og það verður gaman að fylgjast með henni. Hún og Doddi litli verða svo með nýjan þátt á laugardögum milli 17 og 19 sem nefnist Hanastél sem verður mjög skemmti- legur. Leikhúskonurnar Ólafía Hrönn og Sigríður Eir Zóphaníasdóttir verða svo með þátt á sunnudögum sem er spennandi. Það hefur hallað á annað kynið á Rás 2 og það þarf að breyta því, það er metnaðarmál hjá mér að laga það. Karl- menn hafa verið ráðandi á Rás 2 í mörg ár. Svo eru margir skemmtilegir helgarþættir að fara í gang og þetta er allt að púslast saman í bland við fasta liði sem verða áfram. Aðgreining í samræmingu Hvernig heldurðu að hlustendum Rásar 1 eigi eftir að finn- ast breytingarnar með morgunútvarpið? Það má eiginlega spyrja hlustendur Rásar 2 sömu spurningar, segir Frank. Við erum að blanda saman tveimur rásum sem eru mjög ólíkar og við viljum al- mennt aðgreina, en á þessum tíma dags viljum við sam- ræma þær. Við metum það sem svo að með því erum við með betri þjónustu við hlustandann. Morgunútvarp er frábrugðið öðrum þáttum, það þarf öðruvísi tónlist, hlustunin er önnur svo ég ef einhver þáttur er til þess fallinn að sameina rásirnar, þá er það morgunþáttur. Varstu kvíðinn að byrja? Ekki kannski kvíðinn, en spenntur. Þetta gerðist allt mjög hratt og við komum inn rétt fyrir sumarfrí hjá fólki, stuttur tími til þess að plana hlutina, á næsta ári getur maður gefið sér meiri tíma. Þetta er mjög skemmtilegt og gefandi starf,“ segir Frank. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Í vor urðu miklar mannabreytingar á Ríkisútvarpinu þegar ráðið var nýtt fólk í allar helstu stjórnunarstöður. Mörg ný andlit sáust á göngum RÚV og greinilegt var að með nýjum útvarpsstjóra komu nýjar áherslur. Nýr dagskrárstjóri Rásar 2 er Frank Hall. Frank er 42 ára Reykvíkingur, tveggja barna fjöl- skyldufaðir mennt- aður heimspekingur frá HÍ og nam tónlist og nýmiðlun í Hollandi. Frank er ekki ókunnugur hjá RÚV og segir nýja starfið krefjandi og skemmtilegt. Breytingar eru oft nauðsynlegar segir Frank Hall dagskrár- stjóri Rásar 2. Karlar hafa verið ráðandi í dagskrá Rásar 2 alltof lengi VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 60% þolenda segja ekki frá kynferðislegu ofbeldi á þeim tíma sem það á sér stað eða fljótlega á eftir. 18 viðtal Helgin 15.-17. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.