Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 36
36 heilsa Helgin 15.-17. ágúst 2014  Heilsa Ókeypis kennsla í búddafræðum í lífspekifélaginu Leiðir til að auka lífshamingju Kennarinn Yangsi Rinpoche hefur um árabil kennt Vesturlandabúum búddisma og í næstu viku býður hann upp á ókeypis kennslu, hug- leiðslu og fyrirlestur í Lífspeki- félaginu við Ingólfsstræti í Reykja- vík. Aðeins sex ára gamall var Yangsi Rinpoche viðurkenndur sem endur- holdgaður Geshe Ngawang Gend- un sem var þekktur fræðimaður og búddisti frá Tíbet. Hann var einnig meistari kennaranna Lama Yeshe og Lama Zopa Rinpoche sem hafa báðir heimsótt Ísland. Yangsi Rinpoche á að baki 25 ára þjálfun í klaustri í Suður-Indlandi en árið 1998 flutti hann til Banda- ríkjanna og fyrir 9 árum stofnaði hann búddískan háskóla í Portland, Oregon - Maitripa - þar sem hann starfar bæði sem rektor og prófess- or í búddískum fræðum. Í fyrirlestri sem hann heldur í Líf- spekifélaginu á fimmtudag fjallar hann um leiðir til að efla lífsham- ingju og auka innsæi í daglegu lífi. Laugardaginn 23. ágúst verður hann síðan með kennslu og hug- leiðslu frá klukkan 10 til 16. Allir eru velkomnir en kennslan fer fram á ensku. - eh Yangsi Rinpoche rekur búddískan há- skóla í Bandaríkjunum þar sem hann er bæði rektor og prófessor í búddískum fræðum. Bláu húsin v/Faxafen S. 555 7355 www.selena.is ÚTSALA 20-50% afsláttur af völdum vörum. Undirföt-sundföt-náttföt.  Heilsa bættur lífsstíll 6 kraftmikil ráð til að auka orkuna Járn Járn er lykilefni þegar kemur að orkubú- skap líkamans. Hlutverk þess er að flytja súrefnið um líkamann og án nægs súrefnis verðum við þreytt. Við ættum alltaf að hafa eitthvað járnríkt á matardisknum okkar. Því grænna því vænna. Brokkolí, spínat og dökkgrænt blaðsalt er fullt af járni en auk þess sesamfræ, þurrkaðir ávextir, heilkorn og rautt kjöt. Vatn Það er nauðsynlegt að vökva líkamann. Að byrja daginn á stóru vatnsglasi kemur kerfinu af stað og gott að byrja daginn alltaf á því. Skiptu gosi og sykurmiklum djúsum út fyrir vatn og orkan mun byrja að flæða. Heilkorn Heilkorn brenna hægar en unnin korn og gefa því meiri orku til lengri auk þess að innihalda meiri næringu. Veldu heila hafra, brún hrísgrjón, quinoa, bygg og heilhveiti. Koffín Slepptu kaffinu ef þú vilt orku. Koffín gefur okkur orkubúst í stutta stund en eftir að það fjarar út verðum við enn þreyttari en áður. Einn bolli á dag er góð regla. Fita Holl fita er mikilvægt eldsneyti. Andoxunarefnin í matnum halda frumum líkamans ungum en til að vinna andoxunar- efnin úr matnum er fita nauðsynleg. Fita í mat lætur okkur líka finna fyrr fyrir seddu og hjálpar okkur að minnka matarskammtinn. Olífuolía, lárperur, hnetur, fræ og feitur fiskur eru góð upp- spretta hollrar fitu. Jafnvægi Góð regla er að borða morgunmat líkt og páfinn, hádegismat líkt og prins og kvöldmat líkt og pöpullinn. Líkaminn þarf mikla orku á morgnana en minni eftir því sem líður á daginn. Til að viðhalda orku milli máltíða er sniðugt að eiga þurrkaða ávexti og hnetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.