Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 8
Hlíðasmára 3 I 520 3090 I www.bosch.is Nú eru tilboðsdagar hjá okkur í fullum gangi. Bosch-heimilistæki, borðbúnaður og gjafavara. Líttu inn og gerðu góðu kaup. Hvað er Ecocide, eða vistmorð? „Ef sá skaði sem vistkerfi svæðis verður fyrir, vegna athafna manns- ins eða annara þátta, er það stór að hann valdi röskun á friði þeirra sem þar búa, þá vil ég, og fleiri, að sá skaði verði talinn vera vistmorð. Samkvæmt Rómarsamþykktinni frá 1998 eru nú þegar til fjórir alþjóðlegir glæpir gegn friði, sem varða samfélag allra þjóða á jörðinni; hópmorð, stríðsglæpir, glæp- ir gegn mannúð og árásarglæpir. Ég vil að vistmorð verði fimmti alþjóðlegi glæpurinn gegn friði.“ Eru engin lög til staðar nú þegar sem vernda náttúruna? „Jú, en það er svo auðvelt að snið- ganga þau ef þau eru ekki alþjóðleg. Það er svo mikilvægt að fyrirtæki dagsins í dag horfi til framtíðar og ákveði að fylgja umhverfisvænni stefnu. Lögin eru mikilvægt tól til að hvetja þau til þess. Það hefur verið allt of auðvelt hingað til fyrir risafyrirtæki að fara í kringum lögin. Þess vegna þurfum við alþjóðleg lög um vistmorð. Það eru til lönd sem nú þegar eiga sér lög um vistmorð en mín barátta snýst um að gera vistmorð að alþjóðalögum því þessir glæpir virka ekki aðeins á einum stað, þeir hafa áhrif á alla jörð- ina. Eyðing skóganna í Amazon er eitt besta dæmið um það.“ Hvernig hófst þetta ferðalag þitt? „Ég var að vinna sem lögfræðingur í London og hafði meðal annars unnið í þrjú ár í mjög erfiðu máli manns sem hafði lent í alvarlegu vinnuslysi. Við vorum í réttarsalnum, á síðasta degi málsins og málalok að nálgast. Ég man að þegar ég beið eftir niðurstöðu dómarans þá horfði út um gluggann, yfir alla London, og hugsaði; Þetta snýst ekki bara um þennan eina ein- stakling. Það er ekki bara hann sem hefur orðið fyrir skaða heldur öll jörðin. Jörðin þarf lögfræðing. Þessi hugsun breytti algjörlega lífi mínu. Ég hefði getað valið að vera áfram lokuð innan í lagakerfinu þar sem ég græddi fullt af peningum við að vinna fyrir aðra, en ég kaus að vinna frekar fyrir jörðina. Ég ákvað að taka mér ársfrí til að grafa upp alla mögulega lagabálka sem gætu komið jörðinni Jörðin þarf lögfræðing Polly Higgins er breskur lögfræðingur sem hefur helgað líf sitt baráttunni fyrir því að „Ecocide“, eða vistmorð, verði viðurkennt sem fimmti glæpurinn gegn friði á jörðu. Á bak við Polly er fjöldi fólks, en hún ferðast heiminn endilangan til að vekja athygli al- mennings á hugtakinu. Hún segir Ísland muna þurfa á lögunum að halda í framtíðinni. Ecocide/Vistmorð Samkvæmt Rómarsamþykktinni frá 1998 eru nú þegar til fjórir alþjóðlegir glæpir; hópmorð, stríðsglæpir, glæpir gegn mannúð og glæpir gegn friði. Vistmorð átti upphaflega að vera fimmti glæpurinn og hug- takið kemur fyrst fram í skjölum frá Sameinuðu þjóðunum frá árinu 1972, en var fjarlægt þaðan árið 1996 þegar fjögur lönd greiddu atkvæði gegn lögunum. Það voru Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Holland, en á þeim tíma voru öll helstu olíufyrirtækin í eigu þessara landa. Árið 2010 lagði Polly Higgins fram þá tillögu hjá Al- þjóðlega sakamáladómstólnum að vistmorð yrði aftur tekið inn í Rómarsáttmálann. 122 ríki þurfa að skrifa undir sáttmálann. Árið 2015 verða atkvæðin greidd. Vistmorð, eins og eyðing skóganna í Amazon, hefur áhrif á alla jörðina, segir Polly Higgins. Ljósmyndir/Hari Framhald á næstu opnu 8 fréttaviðtal Helgin 15.-17. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.