Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 48
Græjaðu skólann! Borgartúni 37 / Kaupangi Akureyri / nyherji.is/skolatolvur Lenovo Yoga 2 13,3” Verð: 154.900 kr. Spjald- eða fartölvu? Sameinaðu kosti beggja með einni græju. 360 Lenovo G50 15,6” Verð: 54.900 kr. Stílhrein námstölva á frábæru verði. Lenovo Yoga 10” HD+ Verð: 51.990 kr. Skærasta stjarnan á svæðinu. Með innbyggðum standi. 18 klst. Allt sem námsmaðurinn þarf Föstudagur Fyrir utan Hörpu kl. 17, Samúel Jón Samú- elsson Big Band. Budvar svið kl. 20, Kvartett Andr- ésar Thor ásamt Ari Hoenig. Norðurljós kl. 21, Jim Black Trio ásamt Óskari Guðjónssyni. Budvar svið kl. 22, Hilmar Jensson ásamt Ingebrigt Haaker Flaten. Laugardagur Budvar svið kl. 21, Lady Power. Budvar svið kl. 23, K Trio ásamt Valdimar Guðmundssyni. Norðurljós kl. 24, Kvintett Björns Thoroddsen. sunnudagur Kirkja óháða safnaðar- ins kl. 15, Vernharður Linnet sjötugur. Norðurljós kl. 20, Tómas R. Einarsson ásamt Sigríði Thorlacius. Norðurljós kl. 21.30, Richard Anderson, Andreas Fryland ásamt Aron Parks. Norðurljós kl. 23, Kvartett Snorra Sigurðarsonar. Mánudagur Budvar svið kl. 20, Sunna Gunnlaugs Trio. Budvar svið kl. 22, Aurora Quartet. Þriðjudagur Norðurljós kl. 20, Arve Henriksen, Skúli Sverris og Hilmar Jensson. Norðurljós kl. 22, Sigurður Flosason og Copenhagen Quartet. Miðvikudagur Eldborg kl. 19.30, Adam Baldych Imaginary Quartet. Eldborg kl. 22.30, ADHD.  TónlisT sunna GunnlauGsdóTTir Treður upp á djassháTíð í reykjavík Konur fá harðari gagnrýni en karlar í djassinum Sunna Gunnlaugsdóttir djasspíanóleikari er kona sem lifir í karlaheimi. Djassiðnaðurinn hefur í áranna rás verið mótaður af körlum, en þó hafa konurnar alltaf kvatt sér hljóðs á hverju ári en oftast sem söngkonur. Konur sem leika á hljóðfæri í djassinum eru ekki á hverju strái en það hefur aldrei stöðvað Sunnu til þess að vinna í list sinni. Á síðustu 17 árum hefur hún gefið út 8 plötur í sínu nafni og ferðast um heiminn til þess að spila sína eigin músík. Sunna mun leika á Djasshátíð Reykjavíkur mánudaginn 18. ágúst í Hörpu. Sunna Gunnlaugsdóttir hefur aldrei pælt í því að vera kona í karlaheimi. Ljósmynd/Hari s unna lærði á píanó í FÍH og fór í nám til Bandaríkjanna árið 1993. „Ég kláraði ekki FÍH heldur fór bara beint út. Fór í nám í New York og bjó þar til ársins 2005, þá var ég bara búin að fá nóg og okkur langaði í meira öryggi. Okkur langaði að eignast börn og koma okkur fyrir segir Sunna og talar þar um sig og eiginmann sinn, Bandaríkjamanninn Scott McLe- more djasstrommuleikara. Við vorum þreytt á að vera í pínulítilli íbúð og geta lítið gert. Við fórum bara að horfa til framtíðar og vild- um meiri lífsgæði en voru í boði á Manhattan. Scott hafði aldrei neinn sérstakan áhuga á því að vera í New York svo hann var mjög opinn fyrir því að koma heim. Það var bara ég sem vildi vera þar,“ segir Sunna. Hvernig datt ungri konu það í hug að leggja fyrir sig djasspíanóleik? „Ég bara skil það ekki,“ segir Sunna kímin. „Þetta æxlaðist bara þannig að ég kláraði MR og hélt að ég væri að fara í verkfræði, svo fannst mér það bara ekki nógu spennandi. Lengi vel vissi ég ekk- ert hvað ég ætlaði að gera, ég hélt aldrei að tónlistin yrði mín atvinna. Mér fannst ég alltaf vera ein, var lengi vel eina stelpan í FÍH fyrir utan nokkrar söngkonur, en þær voru miklu færri en þær eru í dag. Svo bara fann ég að þetta var málið. Mozart höfðaði illa til mín og ég gafst alltaf upp og djassinn greip mig bara. Mér fannst djassinn svo ferlega kúl. Ég hlustaði mikið á Earth Wind and Fire og Kool and the gang og fór að pæla í því hverjir voru að spila þessa músík og upp- götvaði þá Quincy Jones og Herbie Hancock og hef ekki snúið til baka.“ dómharður heimur Þurfa konur að hafa meira fyrir því að sanna sig í þessum heimi, eða er þeim tekið með opnum örmum? „Ég veit ekki hvort ég hef endi- lega þurft að sanna mig beint. Ég held stundum að konur fái harðari gagnrýni. Það vekur eftirtekt þegar stúlka stígur á svið og klúðrar ein- hverju, þá segja einhverjir „stelpa sem getur ekki neitt,“ og er dæmd fyrir það á meðan einhver strákur kemur og getur ekki neitt, þá er hann bara einn af þeim sem getur ekki neitt. Þeir eru miklu fleiri sem er ekki óvenjulegt. Stelpur eru meira hikandi að láta vaða. Ég velti þessu ekki mikið fyrir mér, ég reyndi bara að koma mér á framfæri og var bara lengi vel ómeðvituð um kynjahlutfallið. Í Skandinavíu er mest jafnrétti hvað þetta varðar svo ég fattaði þetta ekki strax. Kannski hjálpaði það til að maður er ákveðin íslensk kona og þá smitar það út frá sér.“ Undanfarin 3 ár hefur Sunna haldið úti tríói ásamt Scott manni sínum og kontrabassaleikaranum Þorgrími Jónssyni og gefið út tvær plötur með þeim. Þessum plötum hefur verið tekið gríðarlega vel um allan heim og tríóið verið iðið að ferðast. „Það hefur gengið ágætlega. Við héldum 10 tónleika í Bandaríkjun- um í sumar og förum um Evrópu í vetur og næsta sumar. Það er ákveð- in galli við Bandaríkin hvað þau eru stór og maður nær ekki að spila eins mikið og maður vildi sökum þess hve mikill tími fer í ferðalög. Þetta er allt á mínum vegum, á minni kennitölu og mín útgerð. Það getur verið mjög stressandi og ég var oft mjög uggandi því þetta er mikil áhætta, en þetta gekk allt upp og þá er gaman.“ Tríó Sunnu spilar á Djasshátíð Reykjavíkur um helgina og á efnis- skránni eru lög af síðustu tveimur plötum. „Við erum að undirbúa þriðju plötuna og munum spila nýtt efni á þessum tónleikum. Við tök- um hana vonandi upp á þessu ári.“ Ertu alltaf að, er alltaf sköpun í gangi? „Já, ef ég fæ næði þá kemur alltaf eitthvað. Það er bara stundum erfitt að fá næði,“ segir Sunna, en þau Scott eiga tvö börn. Tveir flyglar, tvær konur Fram undan hjá Sunnu eru ýmis- konar verkefni. Meðal annars stórir tónleikar í Berlín í september. „Þetta eru tónleikar með mér og þýska djasspíanistanum Juliu Huls- mann. Við verðum bara tvær á sviðinu með tvo flygla. Tvær konur að spila djass,“ segir Sunna sposk. „Svo er ég að fara að hljóðrita með Hollendingnum Marten Ornstein sem ég spilaði með í Amsterdam í vor svo það er margt fram undan.“ Sunna hlakkar til að spila á djasshátíð og segir djassinn á Ís- landi koma í bylgjum. „Það sem djassinn hér vantar er heimavöllur. Við erum svo ólík og svo mikið að gerast og það vantar fleiri staði fyrir alla þá flóru sem er í gangi. Þetta er þó alltaf að batna og mikið líf í íslenskum djössurum.“ Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Hvað ber hæst á Djasshátíð Reykjavíkur í Hörpu dagana 15.-20. ágúst 48 menning Helgin 15.-17. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.