Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 16
É g ætlaði alltaf að verða sunddrottning þegar ég var lítil en þegar ég var 14 ára hætti ég sund- iðkuninni og snéri mér að leiklist. Leiklistin átti alltaf að vera áhuga- mál og í menntaskóla var ég alltaf í leikfélaginu og með vinum mínum stofnaði ég götuleikhús Kópavogs sumarið 1997,“ segir Anna Begga, eins og hún er kölluð, sem er Kópavogsbúi í húð og hár og gekk í Menntaskólann í Kópavogi. „Ég stofnaði mitt fyrsta leik- félag í menntaskóla ásamt vinum mínum. Leikfélagið hét Herra Tóbías Búlka og um jólin 97 vorum við með smá útgerð, þar sem við lékum jólasveina, jólaálfa og Grýlu og Leppalúða. Þetta var skemmti- legt en átti samt bara að vera áhugamál. Ég var á hagfræðibraut í MK, fór í viðskiptafræði á Bifröst og þaðan í nám í verðbréfamiðlun. Fór svo að vinna hjá Íslandsbanka í tvö ár og áttaði mig þá á því að mér fannst það bara ótrúlega leiðinlegt. Ég hugsaði með mér að þetta væri alls ekki það sem ég vildi gera, svo ég sagði upp og stofnaði fyrirtæki, sem er Leikhópurinn Lotta,“ segir Anna. Þetta var árið 2006 og fyrsta sýning Lottu var sett upp sumarið 2007, Dýrin í Hálsaskógi. „Þetta var mikið tilraunaverk- efni, og við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í. Draumurinn var alltaf að ferðast um landið og sýna á sem flestum stöðum og við gerðum það strax fyrsta árið. Við Þyrnirós er samkynhneigð Anna Bergljót Thorarensen er 32 ára, fyrrverandi verð- bréfamiðlari, sem áttaði sig á því að vinna í banka væri leiðinleg og ekki eitthvað sem hana langaði að gera í lífinu. Hún sagði upp vinnunni og stofnaði leikhópinn Lottu. Síðan eru liðin 8 ár og leik- hópurinn orðinn fastur liður á sumri hverju. Anna Bergljót Thorarensen segir leiklist skemmtilegri en verðbréfamiðlun, þótt hún eigi ekki bíl eða jafnstórt hús og ella. Ljósmynd/Hari Mér finnst samt ekki eins og ég sé að fórna einhverju, ég valdi bara annað. Minja er gjafavöruverslun með áherslu á íslenska og erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja K raftaverk Ugla eða Kisa. Kr. 3.600 settið (2 stk.) Gla›legar bókasto›ir keyptum bíl út á krít frá bönkun- um. Leigðum kerru fyrir dótið og fórum af stað, 9 saman í litlum bíl í 3 mánuði. Þetta átti bara að vera tilraun en viðtökurnar voru svo ofboðslega góðar að við ákváðum að halda áfram.“ 140 sýningar á sumri Lotta hefur í sumar verið að sýna leikritið Hrói Höttur og Þyrni- rós, sem er samsuða úr þessum tveimur þekktu ævintýrum sem Anna Begga setti saman. „Á planinu voru rúmlega 70 sýningar, þá eru ekki taldar með sýningarnar sem eru pantaðar af fyrirtækjum og einkaaðilum, og með aukasýningunum verða þetta í kringum 140 sýningar í sumar. Lokasýningin okkar er fyrir- huguð miðvikudaginn 20. ágúst í Elliðárdalnum, sem er okkar heimavöllur. Það er þó ekki lokað fyrir aukasýningar, svo það verða líklega nokkrar sýningar í viðbót eftir það.“ Hernaðarleyndarmál afhjúpað Í leikritinu er falinn boðskapur sem Anna Begga er tilbúin að ljóstra upp því nú séu svo fáar sýningar eftir. „Hrói hefur lengi verið í upp- áhaldi hjá mér. Þetta er sú teikni- mynd Disney sem ég horfði mest á í bernsku og mér finnst sagan um Hróa svo dásamlega töff. Svo fannst okkur svo fyndið að setja upp Þyrnirós og vera með sofandi manneskju á sviðinu allan tímann, þannig að við nýttum tækifærið og blönduðum þessu saman. Það sem er svo óvenjulegt við söguna og er búið að vera hernaðarleyndarmál í allt sumar er það að Þyrnirós er samkynhneigð. Að okkur vitandi er það í fyrsta sinn sem snert er á mál- efnum samkynhneigðra í barna- leikriti. Okkur finnst þetta fallegur boð- skapur og umræðan um samkyn- hneigð á að byrja miklu fyrr því börn eru mjög móttækileg fyrir þessu öllu saman. Við erum svolítið að brjóta blað í barnaleikhúsi. Hrói Höttur er ekki að fara að vekja Þyrnirós með kossi sannrar ástar, eins og allir halda sem koma á sýninguna.“ „Krökkunum finnst þetta ekki eins skrýtið og fullorðna fólk- inu. Við vorum pínu hrædd við umræðuna sem hefði getað farið í gang, en eftir hverju sýningu hefur fólk komið til okkar og þakkað okkur fyrir að opna þessa umræðu fyrir börnum. Við höfum fengið eina kvörtun í allt sumar, sem var frá eldri konu sem fannst við vera að troða þessu ofan í börn alltof snemma. En ein kvörtun á 140 sýningum telst varla með,“ segir Anna Begga sem er greinilega stolt af verkinu. „Það eru miklu frekar foreldr- arnir sem eru með spurningar út í þetta. Margir foreldrar hafa samt sagt að sýningin sé jafn- vel skemmtilegri fyrir foreldra en börn, og ég tek því sem miklu hrósi. Foreldrar verða að geta hlegið með börnunum.“ Lífið skemmtilegra í dag Að stýra leikhúsi hlýtur að vera mikil breyting frá því að vinna sem verðbréfamiðlari. „Já það er gríðarleg breyting, bæði tekjulega og að öðru leyti. Það gjörbreytti lífi mínu að taka þessa ákvörðun. Mér finnst ofboðslega gaman að lifa því lífi sem ég lifi og líður ótrúlega vel með það, en auðvitað á ég ekki al- veg jafn stórt hús og ég væri annars búin að kaupa mér, og ekki á ég bíl til þess að keyra um á. Mér finnst samt ekki eins og ég sé að fórna einhverju, ég valdi bara annað,“ segir Anna Begga, ánægð með lífið. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is 16 viðtal Helgin 15.-17. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.