Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 68
skólinn byrjar Helgin 15.-17. ágúst 201412 NÁMSKEIÐ KVÍÐAMEÐFERÐARSTÖÐVARINNAR Eftirfarandi námskeið verða á dagskrá hjá Kvíðameðferðarstöðinni haustið 2014 Námskeið við félagskvíða Sjálfsöryggi og sátt Streitustjórnun Öryggi í námi Námskeið við athyglisbresti Svefnnámskeið Nánari upplýsingar má finna á www.kms.is Skráning og fyrirspurnir í síma 534-0110 eða kms@kms.is Guðrún Þóra Hjaltadóttir, næringarfræðingur og kennari, segir það vera mjög mikil- vægt að börn fái orkumikinn morgunverð. Hún mælir ekki með sætum drykkjum í nestið þar sem þeir innihaldi enga næringu. É g held að þetta geti verið gagnlegt fyrir marga. Fólk setur sjálft sig stundum á hak-ann og það getur stuðlað að aukinni farsæld að vinna í þessum hlutum,“ segir Sóley Dröfn Dav- íðsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni. Kvíðameðferðarstöðin býður upp á fjölda gagn- legra og áhugaverðra námskeiða í vetur. Eitt þeirra er námskeið í streitustjórnun sem hefst miðvikudag- inn 17. september. Sóley er kennari á námskeiðinu ásamt Sigurbjörgu Jónu Ludvigsdóttur. Námskeiðið er ætlað þeim sem finna fyrir mikilli streitu og vilja tileinka sér aðferðir til að draga úr henni. Um er að ræða átta vikna námskeið þar sem unnið er markvisst að því að draga úr streitu með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar en einnig er notast við leiðir árvekni (mindfulness). Á hverju námskeið eru 12-14 manns sem hittast einu sinni í viku í tvær klukkustundir í senn. Nám- skeiðið er kennt í húsi Kvíðameðferðarstöðvarinnar að Skútuvogi 1a. Ekki er þörf á greiningarviðtali hjá sálfræðingi áður skráning fer fram. Þeir sem vilja ganga úr skugga um að námskeiðið henti þeirra vanda geta óskað eftir greiningarviðtali. Á námskeiðinu er fólki kennt hvað streita er, hvað veldur henni og mögulegar afleiðingar streitu. Fólk lærir meðal annars að greina streituvalda í lífi sínu, takast á við streituhugsanir og að innleiða jákvæð bjargráð við streitu. Sóley segir að námskeiðið hafi verið haldið einu sinni áður og hafi það mælst afar vel fyrir. „Það eru margir sem finna fyrir of miklum kvíða eða spennu í sínu daglega lífi. Þetta námskeið er gott fyrir þá sem vilja ná tökum á því og er tilbúið að gera eitt- hvað í því.“ Verð námskeiðs er 54.000 krónur en sjúkrasjóðir stéttarfélaga kunna að niðurgreiða námskeiðið. Nánari upplýsingar um námskeiðið og önnur nám- skeið Kvíðameðferðarstöðvarinnar má finna á heimasíðunni kms.is. Frekari upplýsingar fást og skráning fer fram í síma 534 0110 eða kms@kms.is. Unnið í samstarfi við Kvíðameðferðarstöðina.  Kvíðameðferðarstöðin teKist á við Kvíða eða spennu í daglegu lífi Gagnlegt námskeið í streitustjórnun Sóley Dröfn Davíðsdóttir hjálpar fólki að greina streituvalda og takast á við þá á námskeiði hjá Kvíðameðferðarstöðinni.  nesti Börn og næring Það er þroski að læra að borða B örn sem borða góðan og næringarríkan mat halda betur athygli og námið verður þar af leiðandi auðveldara,“ segir Guðrún Þóra Hjalta- dóttir, næringarfræðingur og kennari. Hún segir matinn verða að innihalda korn, grænmeti, ávexti, fisk, kjöt og mjólkurvörur og að mikilvægt sé að borða 5-6 máltíðir á dag. Morgunverð, hádegisverð, síðdegis- hressingu, kvöldverð og kvöldhressingu. Mjög mikl- vægt sé að börn fái hollan og orkumikinn morgunverð. „Í mörgum skólum hefur hafragrautur verið í boði á morgnana og er það gott. Hafragrautur einn sér er samt ekki mjög orkumikill, eða um 160 kkal sem er ekki nóg sem morgunverður. Gott er að hafa nýmjólk, rúsínur og jafnvel slátur með, til að ná meiri orku.“ Guðrún er ekki hrifin af sætum drykkjum í nestið þar sem þeir gefa oftast hreina orku án þess að gefa nokkur næringarefni. Hún segir vatn alltaf eiga að vera aðgengilegt börnum yfir daginn því það sé lang- besti svaladrykkurinn. Sætindi af öllu tagi séu mjög orkurík en nær alltaf næringarlaus og því beri að varast þau. Börn eru oft matvönd en Guðrún segir það vera spurningu um uppeldi. Matvendni sé oftast tilkomin vegna þess að börn þekki ekki matinn. „Börn vilja oft frekar einhæfa fæðu. Vilja oft ekki kássur þar sem margar tegundir koma saman, borða mjög oft ekki kál, tómata, rúsínur eða sveppi. En matvendni er oftast til- komin vegna þess að börnin þekkja ekki matinn. Það er þroski að læra að borða. Sagt er að það taki 21 skipti til að þykja maturinn góður.“ -hh  tónlistarnám allir geta lært á uKulele Ukulele er glettið hljóðfæri Ukulele á ættir sínar að rekja til Hawaii og tengja margir óma þess beint við bleikar standstrendur og blómakransa. Ukulele er þó ekki fjær Ís- lendingum en svo að hér er starfandi tónlistarskólinn Ukulele Reykjavík sem býður upp á kennslu á ukulele í nokkrum leik- og grunnskólum þar sem áherslan er á að hafa gaman, en fullorðnir fá líka sína tíma. u kulele er ákaflega skemmtilegt hljóðfæri sem hentar vel litlum fingr-um vegna þess hversu lítið það er,“ segir Haraldur Rúnar Sverrisson, ukulelekennari hjá Ukulele Reykjavík. Haraldur er menntaður grunnskólakennari frá Háskól- anum á Akureyri og tónsmiður frá Listaháskóla Íslands. Hann kynntist hljóðfærinu ukulele eftir að hafa séð það í hljóðfæraversluninni San- gitamiya sem leggur áherslu á heimstónlist og ákvað að kaupa eitt stykki til að prófa. Haraldur heillaðist af ukulele og byrjaði upphaflega að kenna hópi elstu dóttur sinnar í Hjallastefnu- leikskólanum Öskju. „Það var virkilega gaman og fleiri vildu vera með. Þetta hefur síðan undið upp á sig,“ segir hann. Vegna þess hversu lítið hljóðfærið er hentar það vel fyrir börn en ukulele lítur út eins og lítill gítar með fjóra strengi. „Ukulele er glettið hljóðfæri. Það er eiginlega hálf skondið að horfa á það og hljómurinn er þannig að það er varla hægt að spila sorgleg lög á það,“ segir hann. Haraldur leggur áherslu á skemmtun þegar hann kennir. Hann segir markmiðið ekki að „framleiða afreksfólk“ þó hæfileikaríkir ein- staklingar fái notið sín. „Ég hef heyrt foreldra tala um að það sé svo mikil áhersla lögð á árangur, bæði í námi, íþróttum og tómstundum. Í tímum hjá mér höfum við gaman, og það er alltaf hlegið mikið,“ segir hann. Haraldur kennir á ukulele í nokkrum leik- og grunnskólum í Reykjavík en einnig býður hann upp á hóptíma fyrir fullorðna, sem og einkatíma fyrir unga sem aldna. Yngstu nemendurnir eru allt niður í þriggja ára en þeir elstu um fimm- tugt. „Það hefur háð ukulele hér á Íslandi að fólk lítur á það sem eitthvað mitt á milli þess að vera leikfang og hljóðfæri, og stundum liggur það bara hjá börnum eins hvert annað leikfang. Ukulele er hins vegar alvöru hljóðfæri og þess skemmst að minnast þegar lagið „Over the rainbow“ hljómaði á flestum útvarpsstöðvum fyrir örfáum árum í flutningi Hawaii-búans Israel Kamakawiwo´ole sem lék undir á ukulele. Á Íslandi er hægt að fá ukulele allt frá um tíu þúsund krónum og upp í 80 þúsund, sem þá eru afar vönduð, en erlendis er jafnvel hægt að fá enn dýrari ukulele. Haraldur lánar nemendum hljóðfæri í tímum en ekki heim. Ukulele Reykja- vík er aðili að Frístundakorti ÍTR. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Ukulele hentar vel litlum fingrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.