Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 60
Helgin 15.-17. ágúst 2014 Í Landbúnaðarháskóla Íslands hljóta nemendur vandaða og gagnlega menntun, sem byggir á gagnrýnni hugsun, sjálfstæðum vinnubrögðum og færni. Þetta gerir þeim kleift að verða öflugir liðsmenn og leiðtogar í samfé- laginu. Skólinn býður fram á kjörað- stæður til náms og starfa og laðar að hæfa nemendur og starfsmenn. „Við skólann stunda nú um 400 nemendur nám og í haust voru teknir inn 154 nýnemar, en fjöldi ný- nema er misjafn eftir árum,“ segir Bára Sif Sigurjónsdóttir, kynningar- fulltrúi við skólann „Á starfsmenntabrautum er það búfræðin sem er vinsælust, á há- skólabrautum eru það búvísindin og umhverfisskipulagið. Landbúnaðarháskólinn er svo miklu meira en bændaskóli. Það stunda 70 nemendur búfræði við skólann, meginþorri þeirra ætlar sér að verða bændur í framtíðinni en vert er að benda á að margir hefja nám í búfræði til að auka grunnþekkingu á landbúnaði en huga að áframhaldandi námi í t.d. dýrahjúkrun, dýralækningum eða búvísindum. Við skólann eru einnig aðrar brautir eins og um- hverfisskipulagið sem er undirbún- ingsnám fyrir meðal annars lands- lagsarkitektúr og skipulagsfræði. Auk þess erum við að mennta fólk í garðykjufræðum t.d. ylrækt, líf- ræn ræktun, blómaskreytingum og skrúðgarðyrkju sem er vinsælt um þessar mundir en í vetur kemur fyrsti árgangurinn inn sem farið hefur í raunfærnimat í skrúðgarð- yrkju og ylrækt,“ segir Bára. Landbúnaðarháskólinn er með námsbrautir í kennslu á þremur stöðum á landinu; Reykjum í Ölfusi þar sem garðyrkjunámið fer fram á starfsmenntastigi, Keldnaholti í Reykjavík þar sem er kennt meist- aranám í skipulagsfræðum og á Hvanneyri. „Höfuðstöðvar skólans eru á Hvanneyri og þar fer fram kennsla í búfræði á starfsmennta- stigi og búvísindi, hestafræði, nátt- úru- og umhverfisfræði, skógfræði og landgræðsla og umhverfisskipu- lag á háskólastigi. Á háskólastiginu er önnunum skipt í fjórar stuttannir eða spönn þar sem hver spönn er 7 vikur sem endar á prófum. Starfs- menntanámið er hinsvegar kennt á tveimur önnum líkt og tíðkast. LbhÍ býður líka upp á endurmenntun, þar eru tvær námskeiðsraðir annars- vegar reiðmaðurinn og hinsvegar grænni skógar. Einnig eru fjölmörg áhugaverð námskeið sem kennd eru víðsvegar um landið. Á Hvanneyri eru nemendagarðar þar sem boðið er upp á íbúðir í ýmsum stærðum sem henta jafnt einstaklingum sem fjölskyldufólki. Hvanneyri er mjög barnvænn staður, hér er nýr leikskóli sem tekur við börnum allt niður í 12 mánaða auk grunn- skóla, tónlistarskóla og tómstunda- rúta gengur niður í Borgarnes fyrir börnin eftir skóla,“ segir Bára. Landbúnaðarháskóli Íslands er lítill skóli sem býður upp á persónu- lega nálgun og öflugt félagslíf. Stutt er í alla þjónustu og um klukkutíma akstur er í höfuðborgina. Allar nánari upplýsingar um nám í Landbúnaðarháskólanum má finna á www.lbhi.is Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is  LandbúnaðarháskóLinn FjöLbreytt nám Landbúnaðarháskóli Íslands hefur í áranna rás verið leiðandi afl í rannsóknum, kennslu og nýsköpun á sviði náttúruvísinda, auð- linda- og umhverfisfræða og landnýtingar. Miklu meira en bændaskóli Listskautaskóli Bjarnarins í Egilshöll NÁNARI UPPLÝSINGAR VARÐANDI NÁMSKEIÐIN VEITA: Berglind Rós Einarsdóttir, yfirþjálfari s: 899-3058 Erlendína Kristjánsson, skautastjóri s: 697-3990 Kristrún Elva Jónsdóttir, gjaldkeri s: 849-6746 LIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFING SKRÁNING: www.bjorninn.com/list eða gjaldkerilist@bjorninn.com STUNDATAFLA MÁNUDAGAR Svell 17:20 – 17:55 og leikfimi 18:10 – 18:55 LAUGARDAGAR Svell 12:20 – 13:00 Dans yngri 13:20 - 14:00 Dans eldri 11:25 - 12:05 Kennt í litlum hópum og skipt er eftir getu og aldri. Námskeiðinu lýkur með jólasýningu fyrir alla fjölskylduna. NÝ 8 EÐA 15 VIKNA NÁMSKEIÐ HEFJAST 30. ÁGÚST fyrir stráka og stelpur 5 - 11 ára og 12 ára og eldri Frír prufutími! Flest stéttarfélög styrkja félaga sína til þátttöku á námskeiðum okkar Heimilisiðnaðarfélag Íslands Heimilisiðnaðarskólinn Prjón hekl Þjóðbúningasaumur baldýring útsaumur orkering knipl jurtalitun tóvinna víravirki vefnaður leðursaumur og margt eiraVerslun Mikið úrval af íslensku prjónabandi og lopa, prjónum, prjónabókum, og öðrum blöðum. Efni og önnur tillegg fyrir þjóðbúningasaum og jurtalitun. Gjafakort. Verið velkomin. Opið alla daga kl. 12-18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.