Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 4
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Þurrt framan af degi a-til, en annars væta. Höfuðborgarsvæðið: Rigning meiRa og minna, en hæguR vinduR. Hvöss n-átt og kólnar. rigning na- og a-til. Höfuðborgarsvæðið: StRekkingSgola og léttiR til. aftur Hæglátt veður og víðast Þurrt og fremur sólríkt. Höfuðborgarsvæðið: BjaRt, en dReguR fyRiR Sólu SíðdegiS. Hvass vindur á laugardag allt bendir til þess að nokkuð kröpp lægð komi úr vestri og fari fljótt yfir austur með suðurströndinni. hefur í för með sér að í dag rignir S- og V-lands og í nótt og fyrra- málið A- og NA-lands. Í kjölfarið snýst til n-áttar og hvasst verð- ur um tíma. Snarpar hviður, sérstaklega á Snæfellsnesi og SA-lands. Kólnar með þessu, en á sunnudag lægir og þá er gert ráð fyrir að sólin skíni á jafnt réttláta sem rangláta. 12 10 12 14 11 12 7 6 7 14 10 10 9 6 13 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is SUMARÚTSALA Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is • 3 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • Kveiking í öllum rofum • Auka steikarplata fylgir • Niðurfellanleg hliðarborð • Efri grind • Bakki fyrir fitu • Hitamælir • Fáanlegt í fleiri litum Er frá Þýskalandi Opið laugardaga til kl. 16 Niðurfellanleg hliðarborð 89.900 SUMARÚTSALA Í um átta ár hefur karlmaður verið ranglega skráður með lögheimili í fjölbýlishúsi í Vesturbæ Reykja- víkur. Enn þann dag í dag berst honum póstur á lögheimilið, þangað koma stefnuvottar að leita að honum og íbúar fá símtöl þar sem mannsins er leitað, en þeir hafa ekki upplýsingar um núver- andi dvalarstað mannsins. „Í rauninni er ekki löglegt að vera með skráð lögheimili þar sem fólk hefur ekki fasta búsetu,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir, deildarstjóri lögfræði- deildar þjóðskrársviðs Þjóðskrár Ís- lands „Það er þó alltaf eitthvað um að fólk sé ranglega skráð. Samkvæmt lög- heimilislögum skal tilkynna, Þjóðskrá Íslands, um breytingar á lögheimili en það eru ekki allir sem fara eftir því. Stundum er það vegna þess að fólk veit ekki af þessari skyldu,“ segir hún en engin viðurlög liggja við rangri skrán- ingu. Sektarheimildir eru til staðar en Ástríður veit ekki til þess að þær hafi verið notaðar. Ástríður rifjar upp nokkurra ára blaðamál þar sem maður skráði lög- heimili sitt í Ráðherrabústaðnum án þess að eiga þar búsetu. „Samkvæmt lögunum þarf ekki samþykki húsráð- anda til að einhver flytji lögheimili sitt í hús heldur er því einmitt öfugt farið, að húsráðandi þarf að tilkynna ef einhver á þar ekki lögheimili. Lagaumgjörðin er dálítið þung og gamaldags miðað við þær samfélagsbreytingar sem hafa orð- ið síðustu áratugi og við höfum oft bent á að lög um þjóðskrá eru úr sér gengin,“ segir hún. Í nokkur ár hefur staðið til að endurskoða lögin en engin slík vinna er í gangi í innanríkisráðuneytinu. Ástríður segir engar tölur liggja fyrir um fjölda rangra lögheimilisskráninga en hún telur þær ekki hafa aukist eftir hrun enda sé það ekki góð leið til að fela sig fyrir lánadrottnum. Íbúar í fjölbýlis- húsinu í Vesturbænum segjast hafa haft samband við Þjóðskrá Íslands vegna mannsins sem þar er ranglega skráður en þau hafi ekki fengið fullnægj- andi upplýsingar um hvað þeir geta gert. Ástríður getur ekki tjáð sig um einstök mál en bendir á að húsfélög geti sent erindi til Þjóðskrár Íslands í tilvikum sem þessum. „Þegar við fáum slíka tilkynningu reynum við að hafa uppi á viðkomandi. Ef það tekst ekki er það stundum þrautalending að skrá viðkomandi „óstaðsettan í hús“ í viðkomandi sveitarfélagi. Það getur verið erfitt að finna fólk,“ segir hún. Þá bendir hún á að þjóð- skráin sé komin til ára sinna og ekki sé mögulegt að halda skrá eftir íbúðum í fjölbýlishúsum. „Við vitum ekki hver býr í hvaða íbúð sem gerir allt eftirlit og eftirfylgni mjög erfiða,“ segir hún. erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  lögheimili tilkynna skal Þjóðskrá um breytingar innan 7 daga Með rangt lög- heimili í átta ár Karlmaður hefur í tæpan áratug verið ranglega skráður með lögheimili í fjöl- býlishúsi í Reykjavík. Íbúar taka enn við símtölum frá lánardrottnum sem leita að manninum. Deildarstjóri hjá Þjóðskrá Íslands segir lög um þjóðskrá séu úr sér gengin og lengi hafi staðið til að endurskoða þau. Hún bendir á að húsfélög geti sent inn tilkynningar þegar íbúi í fjölbýlishúsi er þar ranglega skráður. ástríður Jóhannesdóttir, deildarstjóri lögfræðideildar þjóðskrársviðs Þjóðskrár íslands. Íbúar í fjölbýlishúsi í Vesturbænum eru langþreyttir á að maður hafi verið skráður þar með lögheimili síðustu átta ár. Maðurinn fær sendan póst í fjölbýlishúsið og þangað leita stefnuvottar að honum. Engin viðurlög liggja við rangri skráningu lögheimilis. átök um dv Útlit er fyrir átök á aðalfundi DV í lok mánaðarins. Þorsteinn Guðnason, fyrrum stjórnarformaður félagsins, er nú stærsti hluthafi þess en deilt er um kaup hans á tveggja prósenta hlut. milljónir í málningu Útilistaverk sem Reykjavíkurborg setur upp í Breiðholti kosta 51 milljón króna. Keramikmynd eftir Erró, sem sett verður upp við íþróttahúsið við Austurberg, kostar rúmar 24 milljónir króna. 78 innbrot í júlí Í júlímánuði bárust lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu 78 tilkynningar um innbrot, flest á heimili, en aðallega hefur innbrotum í bíla fjölgað og brýnir lögreglan fyrir fólki að skilja verðmæti aldrei eftir sjáanleg í bílum sínum. Þá fjölgaði tilvikum í júlí þar sem lögreglumenn voru beittir ofbeldi, en átta slík tilvik voru tilkynnt í liðnum mánuði og er það nokkur aukning miðað meðaltal síðustu 12 mánaða. margir fram úr áætlun Vinna við fjárlög er í fullum gangi og alþingismenn hafa margir verið ósáttir við framúrkeyrslu ríkisstofnana og tjáð sig í fjölmiðlum. Landspítalinn hefur verið áberandi í umræðunni en hann fór tæpar 600 milljónir króna fram úr áætlun fyrstu sex mánuði ársins. dýr sláttur fyrir norðan grasspretta hefur verið með eindæmum góð á Norðurlandi í sumar og bæjaryfir- völd á Akureyri súpa seyðið af því. Kostn- aður við grasslátt er mun hærri í sumar en undanfarin ár. bbC Worldservice aftur í loftið Útsendingar BBC World Service, alþjóða- útvarpsstöðvar breska ríkisútvarpsins, hófust aftur í vikunni. Það er Vodafone á íslandi sem gert hefur samning við BBC um að sjá um dreifingu á útsendingum stöðvarinnar.  vikan sem var teitur aðstoðar bjarna Teitur Björn Einarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kemur fram á vef fjármálaráðuneytisins. Teitur er 34 ára lögfræðingur frá Háskóla Íslands og öðlaðist málflutn- ingsréttindi fyrir héraðsdómi 2007. Eftir útskrift frá lagadeild starfaði hann hjá LOGOS lögmannsstofu frá 2006- 2007, í framkvæmdastjórn og stjórn Eyrarodda hf. á Flateyri 2007-2011 og sem lögmaður hjá oPuS lögmönnum frá 2011. teitur er mágur illuga gunnarssonar menntamálaráðherra. 4 fréttir helgin 15.-17. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.