Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 54
 Miðborg Menningarnótt haldin í nítjánda sinn uM næstu helgi Stærsti viðburður á Íslandi Menningarnótt verður haldin í nítjánda sinn um næstu helgi, laugardaginn 23. ágúst. Talið er að tæpur þriðjungur þjóðar- innar hafi komið í miðbæinn á síðustu Menningarnótt til að njóta um 600 viðburða sem voru á dagskránni. Menn- ingarnótt er stærsti viðburður sem haldinn er á Íslandi. Yfirskrift hátíðarinnar er „Gakktu í bæinn!“ sem vísar til þeirrar gömlu og góðu hefðar að bjóða fólk velkomið og gera vel við gesti. Viðburðir á Menningarnótt fara fram um alla miðborg en í ár verður sér- stök áhersla lögð á Hverfisgöt- una. Starfsfólk Höfuðborgarstofu heldur utan um skipulagningu Menningarnætur og hefur vinnan staðið yfir síðan í apríl. Eðli málsins samkvæmt fer álagið stigvaxandi og síðustu dagar hafa verið afar anna- samir. Mikil vinna fer í að full- komna dagskrá hátíðarinnar. Sérstakt blað með dagskrá Menningarnætur mun fylgja Fréttatímanum í næstu viku. Eins og allir vita eru fjöl- margir minni atburðir á dag- skrá Menningarnætur. Einn af stóru viðburðunum er svo stórtónleikarnir Tónaflóð sem Rás 2 stendur fyrir ásamt fleirum. Aðalnúmerið í ár er stórsveitin Nýdönsk en ásamt þeim öldnu æringjum troða upp Mammút, Mono Town og Skálmöld. Tónleikarnir eru við Arnarhól og standa frá klukkan 20-23 þegar flugelda- sýningin margfræga hefst. Starfsfólk Höfuðborg- arstofu hefur haft í nógu að snúast við undirbúning Menningar- nætur um næstu helgi. Það var góður andi í mannskapn- um þegar ljósmyndari Fréttatímans átti leið hjá í vikunni. Ljós- mynd/Hari Drengirnir sem hafa æft fyrir Billy Elliot í allt sumar ásamt dansþjálfaranum, Chantelle Carey. Ljósmynd/Hari  leikhús sex drengir berjast uM hlutverk billy elliot Sex strákar í stífri dansþjálfun í allt sumar Söngleikurinn Billy Elliot er eitt af þeim verkum sem sett verða upp á komandi leikári Borgar- leikhússins. Söngleikurinn, sem farið hefur sigurför um allan heim, fjallar um ungan dreng sem brýst undan oki föður síns sem vill að hann gerist boxari. Það eina sem Billy vill gera er að dansa. Breski dansþjálfarinn Chantelle Carey hefur þjálfað sex drengi fyrir hlutverk Billy í allt sumar. Tveir þeirra fá hlutverkið. í sumar hafa farið fram stífar æfingar hjá sex ungum drengjum sem koma til greina í aðalhlutverk sýningarinnar Billy Elliot sem verður á fjölum Borgar- leikhússins á næsta ári. Aðeins tveir verða þó valdir í aðalhlutverkið. Drengirnir sem hafa tekið þátt í æfingunum eru þeir Rúnar Bjarnason, Sölvi Viggósson Dýrfjörð, Bene- dikt Gylfason, Hjörtur Viðar Sigurðarson, Baldvin Alan Thorarensen og Marinó Máni Mabazza. Breski dansþjálfarinn Chantelle Carey hefur dvalið hér á landi í sumar og hefur haft yfirumsjón með æfingum drengjanna. „Ég er búin að vera hérna síðan í byrjun júní og fer í lok ágúst. Þetta er búið að vera gríðarlega skemmtilegt og strákarnir hafa tekið ótrúlegum framförum,“ segir Chan- telle sem hefur dansað í verkum eins og Chicago og Chitty Chitty Bang Bang á West End í London. Einnig hefur hún dansað í Bollywood- mynd og nýverið var hún danshöfundur í nýjustu kvikmynd Ken Loach, Jimmy´s Hall, sem frumsýnd var á kvikmyndahátíð- inni í Cannes síðastliðið vor. „Þegar drengirnir komu til mín þá leist mér eiginlega ekkert á þá, en þeir hafa vaxið alveg gríðarlega á þessum tveimur mánuðum. Bergur og Lee munu fá flotta stráka í hendurnar,“ segir Chantelle sem á við þá Berg Ingólfsson leikstjóra og Lee Proud danshöfund sýningarinnar. Þeir stýrðu einnig söngleiknum Mary Poppins sem sýndur var í Borgarleikhúsinu síðustu tvö leikár og sló öll áhorfendamet. „Ég er búin að kenna þeim undirstöðuat- riðin í steppdansi, ballet og djassballett en þeir höfðu nánast engan grunn í þessum dönsum áður. Í dag mundi ég mæla með þeim í alla bestu dansskóla heims. Það er búið að vera frábært að vinna á Íslandi og áhuginn og viljinn til þess að gera hlutina eins og atvinnumenn er mikill.“ Chantelle hefur haft lítinn frítíma og hefði viljað skoða landið meira. „Ég hef nánast bara verið inni í leikhúsi og lítið getað skoðað mig um. Ég er þó búin að fara í smá fjallgöngur og heimsækja Hveragerði og Bláa lónið meðal annars, og ég er mjög hrifin af landinu,“ segir Chantelle. Í lok ágúst kemur í ljós hvaða tveir drengir hreppa aðalhlutverkin en hinir fá að öllum líkindum önnur hlutverk í söng- leiknum. Söngleikurinn Billy Elliot verður frumsýndur í mars 2015 í Borgarleikhúsinu, en æfingar hefjast í desember á þessu ári. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Ég er búin að kenna þeim undir- stöðuatriðin í steppdansi, ballet og djassball- ett ... Í dag mundi ég mæla með þeim í alla bestu dans- skóla heims. Prinsinn mættur á mölina Hljómsveitin Prins Póló ætlar að halda tónleika í höfuðborginni í kvöld, föstudags- kvöld. Tónleikarnir fara fram á skemmti- staðnum Húrra við Naustin. Frekar langt er síðan sveitin lék síðast í Reykjavík en nokkrir meðlimir sveitarinnar fluttu nýverið út á land og hefur það fækkað tónleikum sveitarinnar talsvert. Hljómsveitin Eva mun koma fram á undan. Hljómsveitin tók upp plötu nýverið og mun leika lög af væntanlegri plötu. Húsið opnar klukkan 21. Hljómsveitin Eva stígur á svið klukkan 22. Miðaverð er 1500 krónur og eru miðar seldir við innganginn. Góðir gestir í Hörpu Bandaríska hljómsveitin Neutral Milk Hotel er væntanleg til landsins og kemur fram á tónleikum í Hörpu í næstu viku. Tónleikarn- ir verða í Silfurbergi á miðvikudagskvöld. Íslenska sveitin Sin Fang sér um upphitun. Neutral Milk Hotel er stórt nafn í óháða tónlistargeiranum. Hún er langsam- legasta þekktust fyrir breiðskífuna In the Aeroplane Over The Sea. Platan kom út árið 1998 og hefur margsinnis verið nefnd ein af bestu plötum tíunda áratugarins, til að mynda af Pitchfork, Stereogum, Spin Magazine, Rolling Stone og Paste. Miðasala fer fram á Miði.is. Matarmarkaður á Thorsplani Breskur farandmarkaður verður á Thorspl- ani um helgina og af því tilefni verður slegið upp götuhátíð í Strandgötunni í Hafnarfirði. Um er að ræða „gourmet“ matarmarkað sem einnig selur hand- verk og hönnun frá öllum heimshornum. Opið frá klukkan 14 á föstudag og 12-19 á laugardag og sunnudag. Hafnarfjarðarbær fagnar komu markaðar- ins og mun í tengslum við hann slá upp götuhátíð í Strandgötunni og er aðaláhersl- an lögð á laugardaginn þegar mikið verður um að vera. Auk erlenda markaðarins verða hafnfirskir veitingastaðaeigendur með kynningar á sinni vöru og m.a verður hægt að bragða á fiskisúpu og hamborg- urum. Þá býður Lista- og menningarfélagið upp á tónlistaratriði á Thorsplani og frítt í bíó í hinu rómaða Bæjarbíói. Íslenskur bjór verðlaunaður „Þetta er afar skemmtilegt og gaman að fá þessar viðurkenningar sem byggðar eru á áliti kollega víðsvegar að úr heiminum,“ segir Valgeir Valgeirsson, bruggmeistari hjá Borg brugghús. Hin árlega Global Craft Beer Awards verðlaunaafhending fór fram í Berlín á dögunum og það má með sanni segja að bjórarnir frá Borg Brugghúsi hafi fengið góðar viðtökur. Bríó, Garún og Úlfur hlutu gullverðlaun í sínum flokkum og Myrkvi silfur í sínum flokki. Alls voru 68 brugghús sem kepptu, héðan og þaðan úr heiminum og voru þau með um 200 bjórtegundir skráðar til leiks. Allir dómarar eru annað hvort bjórbruggarar og/eða bjórframleiðendur. 54 dægurmál Helgin 15.-17. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.