Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 6
DORMA Holtagörðum, Reykjavík ✆ 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri ✆ 558 1100 Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆ 558 1100 HE ILS UD ÝN UD AG AR Stillanlegur botn með Shape heilsudýnu Stærð cm. Verð Dýnudagar 2x80x200 442.300,- 375.955,- 2x90x200 466.800,- 396.780,- 2x90x210 487.300,- 414.205,- 2x100x200 487.300,- 414.205,- Stærð cm. Verð Dýnudagar 80x200 92.900,- 78.965,- 90x200 98.900,- 84.065,- 100x200 104.900,- 89.165,- 120x200 125.900,- 107.015,- 140x200 149.900,- 127.415,- 160x200 167.900,- 142.715,- 180x200 184.900,- 157.165,- Shape heilsudýna með botni Shape B y n at u r e ’ s B e d d i n g Þ etta var ótrúlega skemmti-legt verkefni og ég er viss um að útkoman verði algjörlega frábær,“ segir Loftur Ágústsson, markaðsstjóri Land Rover á Íslandi. Í liðinni viku fóru fram tökur á nýrri Land Rover sjónvarpsauglýs- ingu hér á landi. Auglýsingin var framleidd af „Smalinn og synir“ fyrir Land Rover í samstarfi við BL. Bíllinn sem um ræðir er nýjasta útgáfan af Land Rover Discovery. „Þetta verða mjög fjölbreyttar senur þar sem Land Rover kemur fyrir við ýmsar aðstæður í glæsi- legri náttúru Íslands. Tökurnar voru á Snæfellsnesi, að Fjallabaki og í Reykjavík,“ segir Loftur sem telur að forsvarsmenn bílarisans verði ánægðir með útkomuna: „Við erum búin að senda fyrstu skotin á Land Rover úti og það eru allir í skýjunum. Þeim finnst íslensk nátt- úra algjörlega sérstök.“ Fyrirhugað er að taka enn stærri auglýsingar fyrir framleiðandann á Íslandi í haust fyrir nýjasta bílinn í flota þessa breska bílaframleið- anda. Land Rover hyggst, líkt og fjöldi annara framleiðenda, svara eftirspurn neytanda með litlum sportjeppum, en þeir eru meðal vinsælustu bíla á markaðnum í dag. „Auglýsingarnar sem verða teknar hér í haust eru fyrir þennan nýjasta bíl, en það eru minni útgáfa af Freelander sem mun koma í sölu 2015,“ segir Loftur. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Atvinnulausum fækkaði um 1600 á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra.  Vinnumarkaður nær 190 Þúsund manns á Vinnumarkaði Dregur úr atvinnuleysi Að meðaltali voru 11.300 manns án vinnu og í atvinnuleit á öðr- um ársfjórðungi þessa árs, eða 5,9% vinnuaflsins, að því er fram kemur í nýju hefti Hagtíðinda um vinnumarkaðinn. Atvinnu- leysi mældist 6% hjá konum og 5,9% hjá körlum. Samanburður annars ársfjórðungs 2014 við sama ársfjórðung 2013 sýnir að atvinnulausum fækkaði um 1.600 og hlutfallið lækkað um 0,9 prósentustig. Þeir sem hafa verið atvinnu- lausir í 12 mánuði eða lengur eru skilgreindir sem lang- tímaatvinnulausir. Þegar litið er til undangengins árs þá hefur dregið lítillega úr langtímaat- vinnuleysi hvað fjölda varðar. Á öðrum ársfjórðungi 2014 höfðu um 1.800 manns verið langtíma- atvinnulausir eða 0,9% vinnu- aflsins samanborið við 2.000 eða 1,1% vinnuaflsins á öðrum ársfjórðungi 2013. Að jafnaði voru 189.900 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði á öðrum árs- fjórðungi þessa árs og fjölgaði um 0,8% frá sama tíma ári áður eða um 1.600 manns. Jafngildir þetta 83,1% atvinnuþátttöku. Fjöldi fólks utan vinnumarkaðar var 38.500 og hefur því fólki fækkað um 1,6% frá fyrra ári eða um 600 manns. Atvinnuþátt- taka kvenna var 79,4% og karla 86,9%. Á öðrum ársfjórðungi 2013 voru alls 188.300 á vinnu- markaði eða 83,3% atvinnuþátt- taka og utan vinnumarkaðar voru þá 37.900. Atvinnuþátt- taka kvenna var 79,9% og karla 86,5%. -jh  Bílar Framleiðendur land roVer hriFnir aF íslandi Auglýsing með nýjum Land Rover tekin á Íslandi Bílaframleiðandinn Land Rover hefur nýlokið tökum á auglýsingum hérlendis og hyggst taka fleiri. Í haust verða teknar auglýsingar fyrir nýjan bíl sem fer í sölu á næsta ári. Land Rover Defender hefur löngum verið þekktasti bíll framleiðandans, en hann koma á markað árið 1948 og hélst nær óbreyttur í útliti þar til framleiðslu á honum var hætt síðastliðinn vetur. „Síðustu bílarnir komu til Íslands í sumar og eru allir seldir. Eftirspurnin hafði dalað og fyrirtækið náði ekki að gera fram- leiðsluna hagkvæma í samræmi við það. Þetta voru auðvitað handgerðir bílar. Það getur reyndar verið að það komi ný týpa síðar,“ segir Loftur. Tökur á Land Rover auglýsingunni gengu vonum framar og verða því fleiri teknar hér í haust. Síðustu Defender bíl- arnir seldir á Íslandi Framleiðslu á Land Rover Defender hefur nú verið hætt. Síðasta sendingin kom til Íslands í sumar og eru allir bílarnir uppseldir. Z 6 fréttir Helgin 15.-17. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.