Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Page 6

Fréttatíminn - 15.08.2014, Page 6
DORMA Holtagörðum, Reykjavík ✆ 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri ✆ 558 1100 Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆ 558 1100 HE ILS UD ÝN UD AG AR Stillanlegur botn með Shape heilsudýnu Stærð cm. Verð Dýnudagar 2x80x200 442.300,- 375.955,- 2x90x200 466.800,- 396.780,- 2x90x210 487.300,- 414.205,- 2x100x200 487.300,- 414.205,- Stærð cm. Verð Dýnudagar 80x200 92.900,- 78.965,- 90x200 98.900,- 84.065,- 100x200 104.900,- 89.165,- 120x200 125.900,- 107.015,- 140x200 149.900,- 127.415,- 160x200 167.900,- 142.715,- 180x200 184.900,- 157.165,- Shape heilsudýna með botni Shape B y n at u r e ’ s B e d d i n g Þ etta var ótrúlega skemmti-legt verkefni og ég er viss um að útkoman verði algjörlega frábær,“ segir Loftur Ágústsson, markaðsstjóri Land Rover á Íslandi. Í liðinni viku fóru fram tökur á nýrri Land Rover sjónvarpsauglýs- ingu hér á landi. Auglýsingin var framleidd af „Smalinn og synir“ fyrir Land Rover í samstarfi við BL. Bíllinn sem um ræðir er nýjasta útgáfan af Land Rover Discovery. „Þetta verða mjög fjölbreyttar senur þar sem Land Rover kemur fyrir við ýmsar aðstæður í glæsi- legri náttúru Íslands. Tökurnar voru á Snæfellsnesi, að Fjallabaki og í Reykjavík,“ segir Loftur sem telur að forsvarsmenn bílarisans verði ánægðir með útkomuna: „Við erum búin að senda fyrstu skotin á Land Rover úti og það eru allir í skýjunum. Þeim finnst íslensk nátt- úra algjörlega sérstök.“ Fyrirhugað er að taka enn stærri auglýsingar fyrir framleiðandann á Íslandi í haust fyrir nýjasta bílinn í flota þessa breska bílaframleið- anda. Land Rover hyggst, líkt og fjöldi annara framleiðenda, svara eftirspurn neytanda með litlum sportjeppum, en þeir eru meðal vinsælustu bíla á markaðnum í dag. „Auglýsingarnar sem verða teknar hér í haust eru fyrir þennan nýjasta bíl, en það eru minni útgáfa af Freelander sem mun koma í sölu 2015,“ segir Loftur. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Atvinnulausum fækkaði um 1600 á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra.  Vinnumarkaður nær 190 Þúsund manns á Vinnumarkaði Dregur úr atvinnuleysi Að meðaltali voru 11.300 manns án vinnu og í atvinnuleit á öðr- um ársfjórðungi þessa árs, eða 5,9% vinnuaflsins, að því er fram kemur í nýju hefti Hagtíðinda um vinnumarkaðinn. Atvinnu- leysi mældist 6% hjá konum og 5,9% hjá körlum. Samanburður annars ársfjórðungs 2014 við sama ársfjórðung 2013 sýnir að atvinnulausum fækkaði um 1.600 og hlutfallið lækkað um 0,9 prósentustig. Þeir sem hafa verið atvinnu- lausir í 12 mánuði eða lengur eru skilgreindir sem lang- tímaatvinnulausir. Þegar litið er til undangengins árs þá hefur dregið lítillega úr langtímaat- vinnuleysi hvað fjölda varðar. Á öðrum ársfjórðungi 2014 höfðu um 1.800 manns verið langtíma- atvinnulausir eða 0,9% vinnu- aflsins samanborið við 2.000 eða 1,1% vinnuaflsins á öðrum ársfjórðungi 2013. Að jafnaði voru 189.900 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði á öðrum árs- fjórðungi þessa árs og fjölgaði um 0,8% frá sama tíma ári áður eða um 1.600 manns. Jafngildir þetta 83,1% atvinnuþátttöku. Fjöldi fólks utan vinnumarkaðar var 38.500 og hefur því fólki fækkað um 1,6% frá fyrra ári eða um 600 manns. Atvinnuþátt- taka kvenna var 79,4% og karla 86,9%. Á öðrum ársfjórðungi 2013 voru alls 188.300 á vinnu- markaði eða 83,3% atvinnuþátt- taka og utan vinnumarkaðar voru þá 37.900. Atvinnuþátt- taka kvenna var 79,9% og karla 86,5%. -jh  Bílar Framleiðendur land roVer hriFnir aF íslandi Auglýsing með nýjum Land Rover tekin á Íslandi Bílaframleiðandinn Land Rover hefur nýlokið tökum á auglýsingum hérlendis og hyggst taka fleiri. Í haust verða teknar auglýsingar fyrir nýjan bíl sem fer í sölu á næsta ári. Land Rover Defender hefur löngum verið þekktasti bíll framleiðandans, en hann koma á markað árið 1948 og hélst nær óbreyttur í útliti þar til framleiðslu á honum var hætt síðastliðinn vetur. „Síðustu bílarnir komu til Íslands í sumar og eru allir seldir. Eftirspurnin hafði dalað og fyrirtækið náði ekki að gera fram- leiðsluna hagkvæma í samræmi við það. Þetta voru auðvitað handgerðir bílar. Það getur reyndar verið að það komi ný týpa síðar,“ segir Loftur. Tökur á Land Rover auglýsingunni gengu vonum framar og verða því fleiri teknar hér í haust. Síðustu Defender bíl- arnir seldir á Íslandi Framleiðslu á Land Rover Defender hefur nú verið hætt. Síðasta sendingin kom til Íslands í sumar og eru allir bílarnir uppseldir. Z 6 fréttir Helgin 15.-17. ágúst 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.